Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson og Abdullah Arif skrifa 1. september 2025 14:31 Stefna Háskóla Íslands fyrir árin 2021-2026 ber yfirskriftina „Betri háskóli – betra samfélag“ og áherslur í starfi skólans er að hann skuli vera opinn og alþjóðlegur. Atburðir undanfarinna daga sýna að háskólinn sé alls ekki opinn og alþjóðlegur. Háskólinn hefur stillt alþjóðlegum nemendum sem hafa fengið samþykkta námsumsókn algjörlega upp við vegg. Vegna tafa, seinagangs og lélegra vinnubragða Útlendingastofnunar hafa umsóknir margra alþjóðanema ekki verið afgreiddar og þeir hafa því ekki fengið dvalarleyfi. HÍ hefur tilkynnt nemendunum að ef þeir mæti ekki fyrir 1. september verði inntaka þeirra í nám við skólann felld úr gildi. Þetta hefur leitt til þess að stór hluti alþjóðanema er í hættu á því að missa pláss sitt í skólanum og verið vísað úr landi þrátt fyrir að hafa skilað inn umsóknum sínum um dvalarleyfi á réttum tíma. Hvaða áhrif hefur þetta á erlenda nemendur sem bíða eftir svörum? Í fyrsta lagi hafa þeir ekki aðgang að námsefni, fyrirlestrum og verkefnum í þeim áföngum sem þau eru skráð í. Í öðru lagi setur þetta akademíska framtíð þeirra í alvarlega hættu. Umsóknarfrestur allflestra háskóla er löngu liðinn og ef HÍ neitar þeim um skólagöngu þá hafa þeir einfaldlega ekki möguleikann á því að stunda háskólanám þessa önn. Í þriðja lagi leiðir þetta til gífurlegs fjárhagslegs tjóns þar sem nemendurnir hafa flestir eytt fjármagni í flugmiða og íbúðaleigu. Ef námsinntaka þeirra er felld úr gildi og þeim vísað úr landi eru þau neydd til þess að eyða enn frekara fjármagni í flugmiða og hafa jafnvel ekki húsnæðisaðstöðu til þess að snúa aftur í þar sem að fyrri leigusamningum hefur verið sagt upp. Er þetta ásættanlegt fyrir Háskóla Íslands? Alþjóðanemar eru stór hluti af flóru starfsfólks og nema við háskólann. Í raun sinna alþjóðanemar mikilvægu hlutverki innan háskólans líkt og rannsóknarvinnu, kennslu, framsækni og nýsköpun. Án alþjóðanema væri lítil sem engin fjölbreytni til staðar í háskólasamfélaginu og í raun myndi háskólinn sem þekkingarsetur staðna. Alþjóðanemar hafa einnig fjárhagslegt mikilvægt hlutverk innan háskólans, sérstaklega eftir að fyrrverandi háskólamálaráðherra breytti fjármögnunarlíkani háskólans á þann hátt að það sé árangurstengt. Í þessu nýja líkani fá deildir háskólans fjárhagslega úthlutun út frá loknum einingum og brautskráningu nemenda. Útskriftir úr meistaranámi fengu þar sérstaklega aukið vægi. Þessar breytingar hafa mikil áhrif á litlar deildir háskólans, til dæmis við hugvísindasvið og verkfræði- og náttúruvísindasvið. Ákveðnar námsleiðir á þessum sviðum reiða á alþjóðanema þar sem þeir eru oft stór hluti af nemendum þessara námsleiða. Töf á afgreiðslu dvalarleyfa getur því haft stórfenglega slæm áhrif á ólíkar námsleiðir innan háskólans. Ef töfin leiðir til þess að alþjóðlegir nemendur fá ekki að stunda nám við háskólann þá mun það einnig leiða til vanfjármögnunar námsleiða og deilda sem reiða sig á alþjóðanema. Meðhöndlun háskólans og útlendingastofnununar á dvalarleyfisumsóknum eru því ekki háskólanum eingöngu til háborinnar skammar, heldur hefur það einnig bein neikvæð áhrif á gæði háskólans. Gildi háskólans halda því fram að jafnrétti sé leiðarljós í starfi skólans og að háskólinn stuðli að skapandi þekkingarleit, víðsýni og framsækni. Með því að fella námsinntöku margra alþjóðanema úr gildi er Háskóli Íslands að svíkja sín eigin gildi. Röskva, samtök félagshyggjufólks innan Háskóla Íslands, krefst þess að stjórnendur Háskóla Íslands taki ábyrgð á vegum háskólasamfélagsins og finna lausnir á þessu alvarlega vandamáli alþjóðanema. Styrmir er fulltrúi meistaranema í stjórn Röskvu og Abdullah er alþjóðafulltrúi Röskvu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Skoðun Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Sjá meira
Stefna Háskóla Íslands fyrir árin 2021-2026 ber yfirskriftina „Betri háskóli – betra samfélag“ og áherslur í starfi skólans er að hann skuli vera opinn og alþjóðlegur. Atburðir undanfarinna daga sýna að háskólinn sé alls ekki opinn og alþjóðlegur. Háskólinn hefur stillt alþjóðlegum nemendum sem hafa fengið samþykkta námsumsókn algjörlega upp við vegg. Vegna tafa, seinagangs og lélegra vinnubragða Útlendingastofnunar hafa umsóknir margra alþjóðanema ekki verið afgreiddar og þeir hafa því ekki fengið dvalarleyfi. HÍ hefur tilkynnt nemendunum að ef þeir mæti ekki fyrir 1. september verði inntaka þeirra í nám við skólann felld úr gildi. Þetta hefur leitt til þess að stór hluti alþjóðanema er í hættu á því að missa pláss sitt í skólanum og verið vísað úr landi þrátt fyrir að hafa skilað inn umsóknum sínum um dvalarleyfi á réttum tíma. Hvaða áhrif hefur þetta á erlenda nemendur sem bíða eftir svörum? Í fyrsta lagi hafa þeir ekki aðgang að námsefni, fyrirlestrum og verkefnum í þeim áföngum sem þau eru skráð í. Í öðru lagi setur þetta akademíska framtíð þeirra í alvarlega hættu. Umsóknarfrestur allflestra háskóla er löngu liðinn og ef HÍ neitar þeim um skólagöngu þá hafa þeir einfaldlega ekki möguleikann á því að stunda háskólanám þessa önn. Í þriðja lagi leiðir þetta til gífurlegs fjárhagslegs tjóns þar sem nemendurnir hafa flestir eytt fjármagni í flugmiða og íbúðaleigu. Ef námsinntaka þeirra er felld úr gildi og þeim vísað úr landi eru þau neydd til þess að eyða enn frekara fjármagni í flugmiða og hafa jafnvel ekki húsnæðisaðstöðu til þess að snúa aftur í þar sem að fyrri leigusamningum hefur verið sagt upp. Er þetta ásættanlegt fyrir Háskóla Íslands? Alþjóðanemar eru stór hluti af flóru starfsfólks og nema við háskólann. Í raun sinna alþjóðanemar mikilvægu hlutverki innan háskólans líkt og rannsóknarvinnu, kennslu, framsækni og nýsköpun. Án alþjóðanema væri lítil sem engin fjölbreytni til staðar í háskólasamfélaginu og í raun myndi háskólinn sem þekkingarsetur staðna. Alþjóðanemar hafa einnig fjárhagslegt mikilvægt hlutverk innan háskólans, sérstaklega eftir að fyrrverandi háskólamálaráðherra breytti fjármögnunarlíkani háskólans á þann hátt að það sé árangurstengt. Í þessu nýja líkani fá deildir háskólans fjárhagslega úthlutun út frá loknum einingum og brautskráningu nemenda. Útskriftir úr meistaranámi fengu þar sérstaklega aukið vægi. Þessar breytingar hafa mikil áhrif á litlar deildir háskólans, til dæmis við hugvísindasvið og verkfræði- og náttúruvísindasvið. Ákveðnar námsleiðir á þessum sviðum reiða á alþjóðanema þar sem þeir eru oft stór hluti af nemendum þessara námsleiða. Töf á afgreiðslu dvalarleyfa getur því haft stórfenglega slæm áhrif á ólíkar námsleiðir innan háskólans. Ef töfin leiðir til þess að alþjóðlegir nemendur fá ekki að stunda nám við háskólann þá mun það einnig leiða til vanfjármögnunar námsleiða og deilda sem reiða sig á alþjóðanema. Meðhöndlun háskólans og útlendingastofnununar á dvalarleyfisumsóknum eru því ekki háskólanum eingöngu til háborinnar skammar, heldur hefur það einnig bein neikvæð áhrif á gæði háskólans. Gildi háskólans halda því fram að jafnrétti sé leiðarljós í starfi skólans og að háskólinn stuðli að skapandi þekkingarleit, víðsýni og framsækni. Með því að fella námsinntöku margra alþjóðanema úr gildi er Háskóli Íslands að svíkja sín eigin gildi. Röskva, samtök félagshyggjufólks innan Háskóla Íslands, krefst þess að stjórnendur Háskóla Íslands taki ábyrgð á vegum háskólasamfélagsins og finna lausnir á þessu alvarlega vandamáli alþjóðanema. Styrmir er fulltrúi meistaranema í stjórn Röskvu og Abdullah er alþjóðafulltrúi Röskvu.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun