Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson og Abdullah Arif skrifa 1. september 2025 14:31 Stefna Háskóla Íslands fyrir árin 2021-2026 ber yfirskriftina „Betri háskóli – betra samfélag“ og áherslur í starfi skólans er að hann skuli vera opinn og alþjóðlegur. Atburðir undanfarinna daga sýna að háskólinn sé alls ekki opinn og alþjóðlegur. Háskólinn hefur stillt alþjóðlegum nemendum sem hafa fengið samþykkta námsumsókn algjörlega upp við vegg. Vegna tafa, seinagangs og lélegra vinnubragða Útlendingastofnunar hafa umsóknir margra alþjóðanema ekki verið afgreiddar og þeir hafa því ekki fengið dvalarleyfi. HÍ hefur tilkynnt nemendunum að ef þeir mæti ekki fyrir 1. september verði inntaka þeirra í nám við skólann felld úr gildi. Þetta hefur leitt til þess að stór hluti alþjóðanema er í hættu á því að missa pláss sitt í skólanum og verið vísað úr landi þrátt fyrir að hafa skilað inn umsóknum sínum um dvalarleyfi á réttum tíma. Hvaða áhrif hefur þetta á erlenda nemendur sem bíða eftir svörum? Í fyrsta lagi hafa þeir ekki aðgang að námsefni, fyrirlestrum og verkefnum í þeim áföngum sem þau eru skráð í. Í öðru lagi setur þetta akademíska framtíð þeirra í alvarlega hættu. Umsóknarfrestur allflestra háskóla er löngu liðinn og ef HÍ neitar þeim um skólagöngu þá hafa þeir einfaldlega ekki möguleikann á því að stunda háskólanám þessa önn. Í þriðja lagi leiðir þetta til gífurlegs fjárhagslegs tjóns þar sem nemendurnir hafa flestir eytt fjármagni í flugmiða og íbúðaleigu. Ef námsinntaka þeirra er felld úr gildi og þeim vísað úr landi eru þau neydd til þess að eyða enn frekara fjármagni í flugmiða og hafa jafnvel ekki húsnæðisaðstöðu til þess að snúa aftur í þar sem að fyrri leigusamningum hefur verið sagt upp. Er þetta ásættanlegt fyrir Háskóla Íslands? Alþjóðanemar eru stór hluti af flóru starfsfólks og nema við háskólann. Í raun sinna alþjóðanemar mikilvægu hlutverki innan háskólans líkt og rannsóknarvinnu, kennslu, framsækni og nýsköpun. Án alþjóðanema væri lítil sem engin fjölbreytni til staðar í háskólasamfélaginu og í raun myndi háskólinn sem þekkingarsetur staðna. Alþjóðanemar hafa einnig fjárhagslegt mikilvægt hlutverk innan háskólans, sérstaklega eftir að fyrrverandi háskólamálaráðherra breytti fjármögnunarlíkani háskólans á þann hátt að það sé árangurstengt. Í þessu nýja líkani fá deildir háskólans fjárhagslega úthlutun út frá loknum einingum og brautskráningu nemenda. Útskriftir úr meistaranámi fengu þar sérstaklega aukið vægi. Þessar breytingar hafa mikil áhrif á litlar deildir háskólans, til dæmis við hugvísindasvið og verkfræði- og náttúruvísindasvið. Ákveðnar námsleiðir á þessum sviðum reiða á alþjóðanema þar sem þeir eru oft stór hluti af nemendum þessara námsleiða. Töf á afgreiðslu dvalarleyfa getur því haft stórfenglega slæm áhrif á ólíkar námsleiðir innan háskólans. Ef töfin leiðir til þess að alþjóðlegir nemendur fá ekki að stunda nám við háskólann þá mun það einnig leiða til vanfjármögnunar námsleiða og deilda sem reiða sig á alþjóðanema. Meðhöndlun háskólans og útlendingastofnununar á dvalarleyfisumsóknum eru því ekki háskólanum eingöngu til háborinnar skammar, heldur hefur það einnig bein neikvæð áhrif á gæði háskólans. Gildi háskólans halda því fram að jafnrétti sé leiðarljós í starfi skólans og að háskólinn stuðli að skapandi þekkingarleit, víðsýni og framsækni. Með því að fella námsinntöku margra alþjóðanema úr gildi er Háskóli Íslands að svíkja sín eigin gildi. Röskva, samtök félagshyggjufólks innan Háskóla Íslands, krefst þess að stjórnendur Háskóla Íslands taki ábyrgð á vegum háskólasamfélagsins og finna lausnir á þessu alvarlega vandamáli alþjóðanema. Styrmir er fulltrúi meistaranema í stjórn Röskvu og Abdullah er alþjóðafulltrúi Röskvu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Stefna Háskóla Íslands fyrir árin 2021-2026 ber yfirskriftina „Betri háskóli – betra samfélag“ og áherslur í starfi skólans er að hann skuli vera opinn og alþjóðlegur. Atburðir undanfarinna daga sýna að háskólinn sé alls ekki opinn og alþjóðlegur. Háskólinn hefur stillt alþjóðlegum nemendum sem hafa fengið samþykkta námsumsókn algjörlega upp við vegg. Vegna tafa, seinagangs og lélegra vinnubragða Útlendingastofnunar hafa umsóknir margra alþjóðanema ekki verið afgreiddar og þeir hafa því ekki fengið dvalarleyfi. HÍ hefur tilkynnt nemendunum að ef þeir mæti ekki fyrir 1. september verði inntaka þeirra í nám við skólann felld úr gildi. Þetta hefur leitt til þess að stór hluti alþjóðanema er í hættu á því að missa pláss sitt í skólanum og verið vísað úr landi þrátt fyrir að hafa skilað inn umsóknum sínum um dvalarleyfi á réttum tíma. Hvaða áhrif hefur þetta á erlenda nemendur sem bíða eftir svörum? Í fyrsta lagi hafa þeir ekki aðgang að námsefni, fyrirlestrum og verkefnum í þeim áföngum sem þau eru skráð í. Í öðru lagi setur þetta akademíska framtíð þeirra í alvarlega hættu. Umsóknarfrestur allflestra háskóla er löngu liðinn og ef HÍ neitar þeim um skólagöngu þá hafa þeir einfaldlega ekki möguleikann á því að stunda háskólanám þessa önn. Í þriðja lagi leiðir þetta til gífurlegs fjárhagslegs tjóns þar sem nemendurnir hafa flestir eytt fjármagni í flugmiða og íbúðaleigu. Ef námsinntaka þeirra er felld úr gildi og þeim vísað úr landi eru þau neydd til þess að eyða enn frekara fjármagni í flugmiða og hafa jafnvel ekki húsnæðisaðstöðu til þess að snúa aftur í þar sem að fyrri leigusamningum hefur verið sagt upp. Er þetta ásættanlegt fyrir Háskóla Íslands? Alþjóðanemar eru stór hluti af flóru starfsfólks og nema við háskólann. Í raun sinna alþjóðanemar mikilvægu hlutverki innan háskólans líkt og rannsóknarvinnu, kennslu, framsækni og nýsköpun. Án alþjóðanema væri lítil sem engin fjölbreytni til staðar í háskólasamfélaginu og í raun myndi háskólinn sem þekkingarsetur staðna. Alþjóðanemar hafa einnig fjárhagslegt mikilvægt hlutverk innan háskólans, sérstaklega eftir að fyrrverandi háskólamálaráðherra breytti fjármögnunarlíkani háskólans á þann hátt að það sé árangurstengt. Í þessu nýja líkani fá deildir háskólans fjárhagslega úthlutun út frá loknum einingum og brautskráningu nemenda. Útskriftir úr meistaranámi fengu þar sérstaklega aukið vægi. Þessar breytingar hafa mikil áhrif á litlar deildir háskólans, til dæmis við hugvísindasvið og verkfræði- og náttúruvísindasvið. Ákveðnar námsleiðir á þessum sviðum reiða á alþjóðanema þar sem þeir eru oft stór hluti af nemendum þessara námsleiða. Töf á afgreiðslu dvalarleyfa getur því haft stórfenglega slæm áhrif á ólíkar námsleiðir innan háskólans. Ef töfin leiðir til þess að alþjóðlegir nemendur fá ekki að stunda nám við háskólann þá mun það einnig leiða til vanfjármögnunar námsleiða og deilda sem reiða sig á alþjóðanema. Meðhöndlun háskólans og útlendingastofnununar á dvalarleyfisumsóknum eru því ekki háskólanum eingöngu til háborinnar skammar, heldur hefur það einnig bein neikvæð áhrif á gæði háskólans. Gildi háskólans halda því fram að jafnrétti sé leiðarljós í starfi skólans og að háskólinn stuðli að skapandi þekkingarleit, víðsýni og framsækni. Með því að fella námsinntöku margra alþjóðanema úr gildi er Háskóli Íslands að svíkja sín eigin gildi. Röskva, samtök félagshyggjufólks innan Háskóla Íslands, krefst þess að stjórnendur Háskóla Íslands taki ábyrgð á vegum háskólasamfélagsins og finna lausnir á þessu alvarlega vandamáli alþjóðanema. Styrmir er fulltrúi meistaranema í stjórn Röskvu og Abdullah er alþjóðafulltrúi Röskvu.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun