Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Eiður Þór Árnason skrifar 1. september 2025 21:15 Þyrla Landhelgisgæslunnar mun flytja skipverjann á sjúkrahús. Vísir/Vilhelm Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar bíður eftir því að rússneskt fiskiskip með veikan skipverja færi sig nær landinu. Tilkynning barst fyrst um veikindin í morgun en skipið var þá staðsett djúpt norðaustur af landinu. „Skipið var töluvert frá landi og óskaði eftir aðstoð en engu að síður næst Íslandi. Það var ákveðið að skipið myndi snúa við á sinni ferð og sigla inn í íslensku efnahagslögsöguna,“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Um sé að ræða bráð veikindi sem kalli á að skipverjanum sé komið sem fyrst á sjúkrahús. Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út um sjöleytið í kvöld og flaug fyrst á gistiheimili á Þórshöfn. Þar mun áhöfnin gista og bíða eftir því að skipverjar komi nógu nálægt landi. Gert er ráð fyrir því að þyrlusveitin leggi af stað snemma í fyrramálið eða í nótt og sæki veika skipverjann. Óvanaleg aðgerð „Þetta er töluvert flækjustig í ljósi þess að skipið er svona langt frá landi og það þarf þá að bíða eftir því að það sigli inn í íslenska efnahagslögsögu og komi síðan inn í dragi þyrlunnar,“ segir Ásgeir. Hann á von á því að aðgerðin klárist um fimmleytið í fyrramálið þegar þyrlusveitin leggi af stað frá Þórshöfn. Ásgeir segir þetta að mörgu leyti frekar óvanalegt þar sem það sé sjaldan sem aðgerðir þyrlusveitarinnar fari fram í tveimur lotum líkt og nú. „En af því að skipið er á þannig stað þá er þetta heppilegasta leiðin til að koma viðkomandi sem fyrst undir læknishendur.“ Landhelgisgæslan Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
„Skipið var töluvert frá landi og óskaði eftir aðstoð en engu að síður næst Íslandi. Það var ákveðið að skipið myndi snúa við á sinni ferð og sigla inn í íslensku efnahagslögsöguna,“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Um sé að ræða bráð veikindi sem kalli á að skipverjanum sé komið sem fyrst á sjúkrahús. Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út um sjöleytið í kvöld og flaug fyrst á gistiheimili á Þórshöfn. Þar mun áhöfnin gista og bíða eftir því að skipverjar komi nógu nálægt landi. Gert er ráð fyrir því að þyrlusveitin leggi af stað snemma í fyrramálið eða í nótt og sæki veika skipverjann. Óvanaleg aðgerð „Þetta er töluvert flækjustig í ljósi þess að skipið er svona langt frá landi og það þarf þá að bíða eftir því að það sigli inn í íslenska efnahagslögsögu og komi síðan inn í dragi þyrlunnar,“ segir Ásgeir. Hann á von á því að aðgerðin klárist um fimmleytið í fyrramálið þegar þyrlusveitin leggi af stað frá Þórshöfn. Ásgeir segir þetta að mörgu leyti frekar óvanalegt þar sem það sé sjaldan sem aðgerðir þyrlusveitarinnar fari fram í tveimur lotum líkt og nú. „En af því að skipið er á þannig stað þá er þetta heppilegasta leiðin til að koma viðkomandi sem fyrst undir læknishendur.“
Landhelgisgæslan Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira