Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 2. september 2025 16:31 Vök Baths er eitt af fjölmörgum baðlónum sem sprottið hafa upp á landsbyggðinni á undanförnum árum. Jóhann K. Byggingarfulltrúa Múlaþings var heimilt að synja fyrirtækinu Vök Baths ehf., sem rekur samnefnt baðlón, að koma upp baklýstu skilti á horni þjóðvegarins og vegarins sem leiðir að baðlóninu. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kvað upp úrskurð þess efnis á dögunum. Forsaga málsins er sú að sumarið 2023 sótti Vök Baths um um byggingarleyfi til byggingarfulltrúa Múlaþings vegna skiltis á horni Austurlandsvegar og Hróarstunguvegar, en baðlónið er staðsett við Hróarstunguveg. Síðar um sumarið lá fyrir umsögn frá Vegagerðinni, sem er veghaldari á svæðinu, þar sem fram kom að stofnunin veitti ekki heimild fyrir áformunum. Hið fyrirhugaða skilti væri stórt og upplýst mannvirki sem yrði truflandi fyrir umferð og hefði áhrif á umferðaröryggi vegfarenda. Rúmu ári síðar barst byggingarfulltrúa Múlaþings önnur umsókn frá Vök þar sem fram kom að fyrirtækið hefði lagað umsóknina að athugasemdum Vegagerðarinnar, meðal annars með því að færa skiltið lengra frá gatnamótunum og taka fram að baklýsing væri á skiltinu og því ekki lýsing fram á veg. Í janúar á þessu ári barst Múlaþingi og Vök bréf frá Vegagerðinni þar sem stofnunin segist hafna umsókn fyrirtækisins. Skiltinu væri ætlað að taka athygli vegfarenda frá umferð um gatnamót. Samkvæmt ákvæðum bæði vega- og umferðarlaga væri leyfi Vegagerðarinnar skilyrði fyrir leyfi fyrir uppsetningu skiltis á svæðinu. Á þeim grundvelli synjaði Múlaþing umsókn Vök Baths um uppsetningu skiltisins. Í málinu, sem úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála tók fyrir í ágúst, báru forsvarsmenn Vök Baths fyrir sig að Múlaþing hefði enn ekki tekið sjálfstæða ákvörðun í málinu heldur einungis vísað til ákvörðunar Vegagerðarinnar. Fráleitt væri að sveitarfélagi sé óheimilt að gefa út byggingarleyfi ef umrætt mannvirki snúi að umferð. Þá kom fram í málsástæðum Vök Baths að umsögn Vegagerðarinnar yrði einungis skilin á þann veg að þar væri fjallað um LED skilti, en ekki vandað skilti með upphleyptum stöfum með baklýsingu, sem lýsi aldrei beint í augu vegfarenda. Málsrök Vök Baths héldu ekki vatni fyrir úrskurðarnefndinni. Nefndin vísaði til þess að ákvæði vega- og umferðalaga yrði að skýra svo að þó ljósaskilti sé fyrirhugað lengra í burtu frá vegi en óheimilt er vegna umferðaröryggis, megi veghaldari þrátt fyrir það synja um leyfi á byggingu mannvirkis til þess að tryggja umferðaröryggi. Nefndin mat það svo að leggja yrði til grundvallar umsögn Vegagerðarinnar um að hið umdeilda skilti geti dregið úr umferðaröryggi. Þar af leiðandi hafi byggingarfulltrúa Múlaþings verið rétt að synja umsókn Vök Baths um byggingarleyfi fyrir skiltinu. Úrskurðar- og kærunefndir Múlaþing Skipulag Sundlaugar og baðlón Auglýsinga- og markaðsmál Umferð Stjórnsýsla Umferðaröryggi Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Erlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kvað upp úrskurð þess efnis á dögunum. Forsaga málsins er sú að sumarið 2023 sótti Vök Baths um um byggingarleyfi til byggingarfulltrúa Múlaþings vegna skiltis á horni Austurlandsvegar og Hróarstunguvegar, en baðlónið er staðsett við Hróarstunguveg. Síðar um sumarið lá fyrir umsögn frá Vegagerðinni, sem er veghaldari á svæðinu, þar sem fram kom að stofnunin veitti ekki heimild fyrir áformunum. Hið fyrirhugaða skilti væri stórt og upplýst mannvirki sem yrði truflandi fyrir umferð og hefði áhrif á umferðaröryggi vegfarenda. Rúmu ári síðar barst byggingarfulltrúa Múlaþings önnur umsókn frá Vök þar sem fram kom að fyrirtækið hefði lagað umsóknina að athugasemdum Vegagerðarinnar, meðal annars með því að færa skiltið lengra frá gatnamótunum og taka fram að baklýsing væri á skiltinu og því ekki lýsing fram á veg. Í janúar á þessu ári barst Múlaþingi og Vök bréf frá Vegagerðinni þar sem stofnunin segist hafna umsókn fyrirtækisins. Skiltinu væri ætlað að taka athygli vegfarenda frá umferð um gatnamót. Samkvæmt ákvæðum bæði vega- og umferðarlaga væri leyfi Vegagerðarinnar skilyrði fyrir leyfi fyrir uppsetningu skiltis á svæðinu. Á þeim grundvelli synjaði Múlaþing umsókn Vök Baths um uppsetningu skiltisins. Í málinu, sem úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála tók fyrir í ágúst, báru forsvarsmenn Vök Baths fyrir sig að Múlaþing hefði enn ekki tekið sjálfstæða ákvörðun í málinu heldur einungis vísað til ákvörðunar Vegagerðarinnar. Fráleitt væri að sveitarfélagi sé óheimilt að gefa út byggingarleyfi ef umrætt mannvirki snúi að umferð. Þá kom fram í málsástæðum Vök Baths að umsögn Vegagerðarinnar yrði einungis skilin á þann veg að þar væri fjallað um LED skilti, en ekki vandað skilti með upphleyptum stöfum með baklýsingu, sem lýsi aldrei beint í augu vegfarenda. Málsrök Vök Baths héldu ekki vatni fyrir úrskurðarnefndinni. Nefndin vísaði til þess að ákvæði vega- og umferðalaga yrði að skýra svo að þó ljósaskilti sé fyrirhugað lengra í burtu frá vegi en óheimilt er vegna umferðaröryggis, megi veghaldari þrátt fyrir það synja um leyfi á byggingu mannvirkis til þess að tryggja umferðaröryggi. Nefndin mat það svo að leggja yrði til grundvallar umsögn Vegagerðarinnar um að hið umdeilda skilti geti dregið úr umferðaröryggi. Þar af leiðandi hafi byggingarfulltrúa Múlaþings verið rétt að synja umsókn Vök Baths um byggingarleyfi fyrir skiltinu.
Úrskurðar- og kærunefndir Múlaþing Skipulag Sundlaugar og baðlón Auglýsinga- og markaðsmál Umferð Stjórnsýsla Umferðaröryggi Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Erlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira