Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Valur Páll Eiríksson skrifar 2. september 2025 19:01 Martin Hermannsson var maður leiksins í dag í hörkuleik við gríðarsterkt lið. Vísir/Hulda Margrét Leik lokið. 87-79 fyrir Slóveníu niðurstaðan. Líkt og í byrjun leiks eru það stuðningsmenn Íslands sem standa og kalla á lið sitt á meðan minna fer fyrir öðrum. Dagurinn hófst á gæsahúð og endar á henni sömuleiðis. Þökk sé ábendingu úr íslenska starfsliðinu slökktu pólsku tæknimennirnir á Lofsöngnum rétt fyrir crescendoið (úr tónfræðinni, vaxandi í hápunkt) og um allt húsið glumdi „ÍSLANDS ÞÚSUND ÁR“. Þetta er augnablik sem enginn í þessari höll í Katowice gleymir og veitti strákunum óneitanlega kraft fyrir leik kvöldsins við sterkt slóvenskt lið með Luka Doncic í broddi fylkingar. Gæsahúðaraugnablik í Katowice. Bláa hafið fékk sviðið og söng þjóðsönginn án undirleiks! pic.twitter.com/zKNKYMdH4m— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) September 2, 2025 Það er hins vegar erfitt að vera litla liðið á stórmóti. Dómgæslan fellur sjaldnast með þér og það var staðan þegar í þriðja leikhlutann var komið í dag. Stórum hluta hans eyddu Slóvenar á vítalínunni eftir að hafa öskrað, floppað og vælt í hvert skipti sem þeir sóttu að körfunni. Villuflaumurinn var slíkur að leikurinn var meira og minna stopp. Það er leiðinlegt að tala um dómgæsluna annan leikinn í röð, kannski er maður enn brenndur, en þetta er býsna þreytt að horfa upp á. Dómari!!Vísir/Hulda Margrét Sérmeðferðin á Luka Doncic er svo annar kapituli. Það liggur við að hann sé að spila aðra íþrótt en hinir á vellinum, ekki bara vegna þess að hann er svo góður. Og hann er ekkert eðlilega góður í körfubolta. En á hinn boginn líður manni eins og dugi fyrir hann að horfa á körfuna til að dæmd sé villa. Slóvenía fékk 27 vítaskot í dag en Ísland tólf. En hvað um það. Munurinn hafði aðeins verið eitt stig í hálfleiknum en var skyndilega 14 stig fyrir síðasta leikhlutann. Ísland átti enn einu sinni slakan þriðja leikhluta. Ég hafði þá gefið upp alla von. Það er ekki hægt að segja það sama um þessa drengi inni á vellinum. Stuðningsmenn Íslands voru frábærir og gleyma seint gæsahúðaraugnablikinu í upphafi leiks.Vísir/Hulda Margrét Svekkelsið er til staðar en fyrst og fremst er maður svo stoltur af þessum mönnum og þessu liði. Annað en í síðasta leik fengu menn að útkljá leikinn á gólfinu. Þó það hafi vissulega verið óþarfi að henda Tryggva Hlinasyni af velli með fimmtu villuna fyrir litlar sakir. Það var þungt að missa Tryggva af velli, enda Ísland verið undir í frákastabaráttunni þrátt fyrir að krafta hans nyti við stærstan hluta. Það er nefnilega erfitt að vera litla liðið þegar kemur að frákastabaráttunni líka. Tryggvi þakkar stuðningsmönnum fyrir góða frammistöðu.Vísir/Hulda Margrét Viðbrögð Tryggva við því að leik hans væri lokið nokkrum mínútum á undan áætlun voru á sama veg og maður hefur séð frá þessu liði allt mótið. Ekkert væl og vein. Hann gengur sína leið á bekkinn, stígur upp á stól og öskrar á íslensku stúkuna sem rís öll á fætur og studdi í kjölfarið liðið allt til loka. Þristarnir duttu og raunar rigndi niður í fjórða leikhluta. Andinn í húsinu var makalaus. Martin Hermannsson sýndi sínar bestu hliðar og aðrir fylgdu með. Kristinn með þristinn Pálsson í stuði og taka þarf hattinn ofan fyrir Jóni Axel Guðmundssyni sem var hálfmeiddur að halda stjörnunni Doncic undir 30 stigum. Bravó. Jón Arnór Stefánsson sagði í EM í dag í vikunni að slæm þriggja stiga nýting væri smitandi og því miður fór slíkur faraldur um íslenska liðið í fyrstu þremur leikjunum. Það breyttist í dag. Sex þriggja stiga körfur einungis í fjórða leikhlutanum. Luka Doncic er pirrandi góður í körfubolta. Eða virkilega góður. En pirrandi góður þegar hann spilar við Ísland.Vísir/Hulda Margrét Gallinn var að Slóvenarnir svöruðu jafnóðum og sýndu hvers vegna þeir eru á meðal betri liða álfunnar. Þeir voru bara of góðir í lokin og lítið við því að gera. Það var líka fullmikið að tapa 20 boltum í leiknum. En ekkert verður tekið af þessum drengjum sem svara mótlætinu skipti eftir skipti á þessu móti með þvílíku jafnaðargeði, fagmennsku, baráttu og leikgleði að maður getur ekki annað en farið stoltur úr höllinni. EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Körfubolti Tengdar fréttir Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði naumlega fyrir Luka Doncic og félögum í Slóveníu, 79-87, í fjórða leik sínum í D-riðli Evrópumótsins í körfubolta. 2. september 2025 16:55 „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Væntingastjórnunin var sú að sækja sigur. Við sáum tækifæri til að vinna þennan leik,“ sagði Ægir Þór Steinarsson eftir tap Íslands gegn Slóveníu á Evrópumóti karla í körfubolta. Ægir Þór var að leika sinn 100. A-landsleik. 2. september 2025 18:02 Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Sjá meira
Þökk sé ábendingu úr íslenska starfsliðinu slökktu pólsku tæknimennirnir á Lofsöngnum rétt fyrir crescendoið (úr tónfræðinni, vaxandi í hápunkt) og um allt húsið glumdi „ÍSLANDS ÞÚSUND ÁR“. Þetta er augnablik sem enginn í þessari höll í Katowice gleymir og veitti strákunum óneitanlega kraft fyrir leik kvöldsins við sterkt slóvenskt lið með Luka Doncic í broddi fylkingar. Gæsahúðaraugnablik í Katowice. Bláa hafið fékk sviðið og söng þjóðsönginn án undirleiks! pic.twitter.com/zKNKYMdH4m— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) September 2, 2025 Það er hins vegar erfitt að vera litla liðið á stórmóti. Dómgæslan fellur sjaldnast með þér og það var staðan þegar í þriðja leikhlutann var komið í dag. Stórum hluta hans eyddu Slóvenar á vítalínunni eftir að hafa öskrað, floppað og vælt í hvert skipti sem þeir sóttu að körfunni. Villuflaumurinn var slíkur að leikurinn var meira og minna stopp. Það er leiðinlegt að tala um dómgæsluna annan leikinn í röð, kannski er maður enn brenndur, en þetta er býsna þreytt að horfa upp á. Dómari!!Vísir/Hulda Margrét Sérmeðferðin á Luka Doncic er svo annar kapituli. Það liggur við að hann sé að spila aðra íþrótt en hinir á vellinum, ekki bara vegna þess að hann er svo góður. Og hann er ekkert eðlilega góður í körfubolta. En á hinn boginn líður manni eins og dugi fyrir hann að horfa á körfuna til að dæmd sé villa. Slóvenía fékk 27 vítaskot í dag en Ísland tólf. En hvað um það. Munurinn hafði aðeins verið eitt stig í hálfleiknum en var skyndilega 14 stig fyrir síðasta leikhlutann. Ísland átti enn einu sinni slakan þriðja leikhluta. Ég hafði þá gefið upp alla von. Það er ekki hægt að segja það sama um þessa drengi inni á vellinum. Stuðningsmenn Íslands voru frábærir og gleyma seint gæsahúðaraugnablikinu í upphafi leiks.Vísir/Hulda Margrét Svekkelsið er til staðar en fyrst og fremst er maður svo stoltur af þessum mönnum og þessu liði. Annað en í síðasta leik fengu menn að útkljá leikinn á gólfinu. Þó það hafi vissulega verið óþarfi að henda Tryggva Hlinasyni af velli með fimmtu villuna fyrir litlar sakir. Það var þungt að missa Tryggva af velli, enda Ísland verið undir í frákastabaráttunni þrátt fyrir að krafta hans nyti við stærstan hluta. Það er nefnilega erfitt að vera litla liðið þegar kemur að frákastabaráttunni líka. Tryggvi þakkar stuðningsmönnum fyrir góða frammistöðu.Vísir/Hulda Margrét Viðbrögð Tryggva við því að leik hans væri lokið nokkrum mínútum á undan áætlun voru á sama veg og maður hefur séð frá þessu liði allt mótið. Ekkert væl og vein. Hann gengur sína leið á bekkinn, stígur upp á stól og öskrar á íslensku stúkuna sem rís öll á fætur og studdi í kjölfarið liðið allt til loka. Þristarnir duttu og raunar rigndi niður í fjórða leikhluta. Andinn í húsinu var makalaus. Martin Hermannsson sýndi sínar bestu hliðar og aðrir fylgdu með. Kristinn með þristinn Pálsson í stuði og taka þarf hattinn ofan fyrir Jóni Axel Guðmundssyni sem var hálfmeiddur að halda stjörnunni Doncic undir 30 stigum. Bravó. Jón Arnór Stefánsson sagði í EM í dag í vikunni að slæm þriggja stiga nýting væri smitandi og því miður fór slíkur faraldur um íslenska liðið í fyrstu þremur leikjunum. Það breyttist í dag. Sex þriggja stiga körfur einungis í fjórða leikhlutanum. Luka Doncic er pirrandi góður í körfubolta. Eða virkilega góður. En pirrandi góður þegar hann spilar við Ísland.Vísir/Hulda Margrét Gallinn var að Slóvenarnir svöruðu jafnóðum og sýndu hvers vegna þeir eru á meðal betri liða álfunnar. Þeir voru bara of góðir í lokin og lítið við því að gera. Það var líka fullmikið að tapa 20 boltum í leiknum. En ekkert verður tekið af þessum drengjum sem svara mótlætinu skipti eftir skipti á þessu móti með þvílíku jafnaðargeði, fagmennsku, baráttu og leikgleði að maður getur ekki annað en farið stoltur úr höllinni.
EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Körfubolti Tengdar fréttir Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði naumlega fyrir Luka Doncic og félögum í Slóveníu, 79-87, í fjórða leik sínum í D-riðli Evrópumótsins í körfubolta. 2. september 2025 16:55 „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Væntingastjórnunin var sú að sækja sigur. Við sáum tækifæri til að vinna þennan leik,“ sagði Ægir Þór Steinarsson eftir tap Íslands gegn Slóveníu á Evrópumóti karla í körfubolta. Ægir Þór var að leika sinn 100. A-landsleik. 2. september 2025 18:02 Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði naumlega fyrir Luka Doncic og félögum í Slóveníu, 79-87, í fjórða leik sínum í D-riðli Evrópumótsins í körfubolta. 2. september 2025 16:55
„Verðum að þekkja okkar gildi“ „Væntingastjórnunin var sú að sækja sigur. Við sáum tækifæri til að vinna þennan leik,“ sagði Ægir Þór Steinarsson eftir tap Íslands gegn Slóveníu á Evrópumóti karla í körfubolta. Ægir Þór var að leika sinn 100. A-landsleik. 2. september 2025 18:02