Körfubolti

Mynda­veisla frá bar­daganum við Luka

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Landsliðsfyrirliðinn Martin Hermannsson og unnusta hans Anna María Bjarnadóttir að leik loknum.
Landsliðsfyrirliðinn Martin Hermannsson og unnusta hans Anna María Bjarnadóttir að leik loknum. Vísir/Hulda Margrét

Fjórða tap Íslands á EM karla í körfubolta kom gegn Slóveníu með stórstjörnuna Luka Dončić innanborðs. 

Á öðrum degi hefði Ísland mögulega getað stolið sigri en því miður var fjórða tapið staðreynd eftir að mörgu leyti góða frammistöðu. Því miður er aðeins svo mikið sem hægt er að gera gegn leikmanni á borð við Luka. 

Hér að neðan má sjá myndir sem Hulda Margrét, ljósmyndari Vísis, tók á meðan leikstóð sem og bæði fyrir og eftir leik. 

Slökkt var á tónlistinni svo leikmenn og stuðningsfólk Íslands gæti sungið þjóðsönginn saman fyrir leik.Vísir/Hulda Margrét
Það var ekki að sjá að Ísland væri litla liðið í stúkunni.Vísir/Hulda Margrét
Martin lagði líf og sál í leikinn.Vísir/Hulda Margrét
Elvar Már er ekki mikið fyrir að leyfa öðrum að leika með boltann.Vísir/Hulda Margrét
Ægir Þór Steinarsson reynir að finna leið í gegnum vörn Slóveníu.Vísir/Hulda Margrét
Þessir tveir hafa ritað eitt og annað um leik dagsins.Vísir/Hulda Margrét
Tryggvi Snær Hlinason fagnar með landi og þjóð.Vísir/Hulda Margrét
„DÓMARI!“ Vísir/Hulda Margrét
Luka hafði engan áhuga á að verða fyrir eimreiðinni sem Elvar Már Friðriksson er.Vísir/Hulda Margrét
Það þarf fleiri en einn og fleiri en tvo til að stöðva Luka.Vísir/Hulda Margrét
Elvar Már og besti vinur hans, boltinn.Vísir/Hulda Margrét
Númer 77 er leiðinlega góður í körfubolta.Vísir/Hulda Margrét
Jarðýtan Tryggvi Snær.Vísir/Hulda Margrét
Jón Axel Guðmundsson lætur vaða.Vísir/Hulda Margrét
Styrmir Snær Þrastarson hjálpa Tryggva Snæ á meðan Luka fær að bíða.Vísir/Hulda Margrét
Þakkað fyrir sig.Vísir/Hulda Margrét
Fyrirliðinn þakkar fyrir sig.Vísir/Hulda Margrét
Þakkað fyrir sig.Vísir/Hulda Margrét
Sigur eða tap, þessi tilfinning vinnur allt.Vísir/Hulda Margrét
Það var víst köttur meðal stuðningsfólks Íslands á leiknum.Vísir/Hulda Margrét
Ástin.Vísir/Hulda Margrét
Ástin.Vísir/Hulda Margrét
Ótrúlegur stuðningur.Vísir/Hulda Margrét

Tengdar fréttir

Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið

Leik lokið. 87-79 fyrir Slóveníu niðurstaðan. Líkt og í byrjun leiks eru það stuðningsmenn Íslands sem standa og kalla á lið sitt á meðan minna fer fyrir öðrum. Dagurinn hófst á gæsahúð og endar á henni sömuleiðis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×