Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. september 2025 07:02 Örvæntið ekki, Lammens er mættur til að bjarga málunum. Kannski allavega. Í besta falli mögulega seinna meir. Manchester United Hinn 23 ára gamli Senne Lammens er genginn í raðir Manchester United. Hann á að vera svarið við markmannsvandræðum þeirra en það gæti þó tekið tíma fyrir þann draum að verða að veruleika. „Project 150“ er hugtak sem notað hefur verið um markmið forráðamanna Rauðu djöflanna að verða Englandsmeistari vorið 2028 en þá verða liðin 150 ár frá stofnun Newton Heath sem síðar meir varð Manchester United. Það er erfitt að sjá hvernig lið sem endaði í 15. sæti á síðustu leiktíð ætlar að fara úr því að falla niður töfluna ár eftir ár í að standa uppi sem Englandsmeistari eftir rétt rúm þrjú ár. Ef til vill er byrjunin að sækja ungan og óreyndan markvörð með mikla hæfileika. Senne knows ✨ pic.twitter.com/gos7N9LUlh— Manchester United (@ManUtd) September 2, 2025 Það fer ekkert á milli mála að Lammens er efnilegur en hann er að sama skapi gríðarlega óreyndur. Hann hefur aðeins verið aðalmarkvörður í tvö tímabil og þrátt fyrir fjölda yngri landsleikja hefur hann ekki enn leikið sinn fyrsta A-landsleik. Af hverju vildu forráðamenn Man United frekar Lammens heldur en hinn þaulreynda og mjög svo leiðinlega Emiliano Martínez? Svarið virðist hreinlega vera „Project 150.“ Ef það var ekki ljóst í sumar að Man United þyrfti nýjan aðalmarkvörð þá varð það endanlega ljóst eftir afhroð liðsins gegn D-deildarliði Grimsby Town í enska deildarbikarnum. André Onana, sem átti að umbylta markvarðarstöðu félagsins, er ekki starfi sínu vaxinn og sama má segja um varaskeifuna Altay Bayındır. Gianluigi Donnarumma var um tíma orðaður við Manchester United en það virtist aldrei möguleiki eftir að nágrannarnir í City stigu upp á svið. Hinn 33 ára gamli Martínez vildi hins vegar burt frá Aston Villa og var Man United talið líklegur áfangastaður. Á endanum fór svo að Rauðu djöflarnir sóttu mann sem nærri áratug yngri. Eflaust með þann draum í maganum að Lammens verði betri með hverju árinu sem líður og mögulega einn af betri markvörðum heims vorið 2028. Lammens er nú einn af sjö leikmönnum 23 ára eða yngri sem ættu að vera í stóru hlutverki hjá liðinu á komandi árum. Hinir eru Leny Yoro, Ayden Heaven, Patrick Dorgu, Kobbie Mainoo, Amad Diallo og Benjamin Šeško. Mun leiða línuna.Ash Donelon/Getty Images Aðeins tíminn mun leiða í ljós hvort þessir sjö muni mynd hryggjarsúlu meistaraliðs Man Utd vorið 2028 en sem stendur verður það að teljast ansi ólíklegt ef marka má leikmannakaup félagsins undanfarin ár. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Fleiri fréttir Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Mamardashvili í markinu gegn United Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Sjá meira
„Project 150“ er hugtak sem notað hefur verið um markmið forráðamanna Rauðu djöflanna að verða Englandsmeistari vorið 2028 en þá verða liðin 150 ár frá stofnun Newton Heath sem síðar meir varð Manchester United. Það er erfitt að sjá hvernig lið sem endaði í 15. sæti á síðustu leiktíð ætlar að fara úr því að falla niður töfluna ár eftir ár í að standa uppi sem Englandsmeistari eftir rétt rúm þrjú ár. Ef til vill er byrjunin að sækja ungan og óreyndan markvörð með mikla hæfileika. Senne knows ✨ pic.twitter.com/gos7N9LUlh— Manchester United (@ManUtd) September 2, 2025 Það fer ekkert á milli mála að Lammens er efnilegur en hann er að sama skapi gríðarlega óreyndur. Hann hefur aðeins verið aðalmarkvörður í tvö tímabil og þrátt fyrir fjölda yngri landsleikja hefur hann ekki enn leikið sinn fyrsta A-landsleik. Af hverju vildu forráðamenn Man United frekar Lammens heldur en hinn þaulreynda og mjög svo leiðinlega Emiliano Martínez? Svarið virðist hreinlega vera „Project 150.“ Ef það var ekki ljóst í sumar að Man United þyrfti nýjan aðalmarkvörð þá varð það endanlega ljóst eftir afhroð liðsins gegn D-deildarliði Grimsby Town í enska deildarbikarnum. André Onana, sem átti að umbylta markvarðarstöðu félagsins, er ekki starfi sínu vaxinn og sama má segja um varaskeifuna Altay Bayındır. Gianluigi Donnarumma var um tíma orðaður við Manchester United en það virtist aldrei möguleiki eftir að nágrannarnir í City stigu upp á svið. Hinn 33 ára gamli Martínez vildi hins vegar burt frá Aston Villa og var Man United talið líklegur áfangastaður. Á endanum fór svo að Rauðu djöflarnir sóttu mann sem nærri áratug yngri. Eflaust með þann draum í maganum að Lammens verði betri með hverju árinu sem líður og mögulega einn af betri markvörðum heims vorið 2028. Lammens er nú einn af sjö leikmönnum 23 ára eða yngri sem ættu að vera í stóru hlutverki hjá liðinu á komandi árum. Hinir eru Leny Yoro, Ayden Heaven, Patrick Dorgu, Kobbie Mainoo, Amad Diallo og Benjamin Šeško. Mun leiða línuna.Ash Donelon/Getty Images Aðeins tíminn mun leiða í ljós hvort þessir sjö muni mynd hryggjarsúlu meistaraliðs Man Utd vorið 2028 en sem stendur verður það að teljast ansi ólíklegt ef marka má leikmannakaup félagsins undanfarin ár.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Fleiri fréttir Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Mamardashvili í markinu gegn United Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Sjá meira