Fótbolti

Leikir U-21 árs strákanna í opinni dag­skrá á Sýn Sport

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hilmir Rafn Mikaelsson er lykilmaður í U-21 árs landsliði Íslands.
Hilmir Rafn Mikaelsson er lykilmaður í U-21 árs landsliði Íslands. vísir/anton

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta skipað leikmönnum 21 árs og yngri hefur leik í undankeppni EM 2027 á morgun þegar Færeyjar koma í heimsókn.

Ísland er í C-riðli ásamt Færeyjum, Frakklandi, Sviss, Lúxemborg og Eistlandi. Efsta lið riðilsins kemst í lokakeppnina sem fer fram í Albaníu og Serbíu en liðið í 2. sæti fer í umspil.

Einum leik í C-riðli er lokið en í júní sigruðu Færeyjar Eistland, 2-1, í Klaksvík. Færeyingar eru fyrstu andstæðingar Íslendinga í undankeppninni en liðin eigast við á Þróttaravelli á morgun. 

Leikur Íslands og Færeyja hefst klukkan 17:00 og verður sýndur í opinni dagskrá á Sýn Sport. Á mánudaginn mætir Ísland Eistlandi ytra klukkan 16:00 og sá leikur verður einnig sýndur í opinni dagskrá á Sýn Sport.

Í íslenska hópnum eru leikmenn sem eru fæddir 2004 og síðar. Tólf af tuttugu leikmönnum í hópnum eru á mála hjá erlendum félagsliðum.

Íslenski hópurinn

  • Lúkas J. Blöndal Petersson - TSG 1899 Hoffenheim
  • Halldór Snær Georgsson - KR
  • Logi Hrafn Róbertsson - NK Istra
  • Hilmir Rafn Mikaelsson - Viking FK
  • Hlynur Freyr Karlsson - IF Brommapojkarna
  • Eggert Aron Guðmundsson - SK Brann
  • Benoný Breki Andrésson - Stockport County F.C.
  • Guðmundur Baldvin Nökkvason - Stjarnan
  • Ágúst Orri Þorsteinsson - Breiðablik
  • Helgi Fróði Ingason - Helmond Sport
  • Jóhannes Kristinn Bjarnason - Kolding IF
  • Róbert Frosti Þorkelsson - GAIS
  • Baldur Kári Helgason - FH
  • Hinrik Harðarson - Odds BK
  • Tómas Orri Róbertsson - FH
  • Ásgeir Helgi Orrason - Breiðablik
  • Júlíus Mar Júlíusson - KR
  • Kjartan Már Kjartansson - Aberdeen F.C.
  • Nóel Atli Arnórsson - Aalborg BK
  • Galdur Guðmundsson - KR

Ísland hefur tvívegis komist í lokakeppni EM U-21 árs, í Danmörku 2011 og Ungverjalandi og Slóveníu 2021.

Ólafur Ingi Skúlason er þjálfari U-21 árs landsliðsins en hann tók við því af Davíð Snorra Jónassyni í júlí í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×