Innlent

Dregið hefur úr skriðuhættu

Árni Sæberg skrifar
Skriðuvaktin vaktaði meðal annars stöðuna á Eskifirði.
Skriðuvaktin vaktaði meðal annars stöðuna á Eskifirði. Vísir/Arnar

Eftir tvo mjög úrkomusama daga á Austfjörðum stytti að mestu upp í gærkvöldi og nótt og dregið hefur úr skriðuhættu á svæðinu.

Í gær varaði skriðuvakt Veðurstofu Íslands við aukinni skriðuhættu á Austurlandi sem rekja mætti til töluverðrar úrkomu og haustveðurs sólarhringana á undan. Skriðuvaktin fylgdist náið með mælitækjum sínum, einkum á Seyðisfirði og Eskifirði.

Í tilkynningu á vef Veðurstofunnar segir nú að stytt hafi að mestu upp í gærkvöldi og nótt. Sjatnað hafi talsvert í lækjum og ám á svæðinu. Spáð sé skúrum í dag og á morgun og komið geti kröftugar dembur, en ekki sé gert ráð fyrir samfelldri úrkomu.

Með minnkandi vatni í jarðveginum dragi úr skriðuhættu.

Á næstu dögum megi búast við einhverri rigningu víða um land og þar með aukinni hættu á skriðuföllum.

Upplýsingasíða skriðuvaktar Veðurstofunnar veiti nýjustu upplýsingar um stöðuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×