Lífið

Ís­lenskur Hollywood-leikari selur í­búð í Seljahverfinu

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Hlynur og tvíburabróðir hans Marinó fóru með hlutverk stráksins Bamm Bamm í stórmyndinni The Flintstones árið 1994.
Hlynur og tvíburabróðir hans Marinó fóru með hlutverk stráksins Bamm Bamm í stórmyndinni The Flintstones árið 1994.

Hlynur Sigurðsson, bifvélavirki og barnastjarna, og eiginkona hans Kelsey Howell hafa sett íbúð sína við Kambasel í Breiðholti á sölu. Eignin er 107 fermetrar að stærð, þar af 26 fermetra bílskúr. Ásett verð er 72,9 milljónir.

Hlynur fór með hlutverk Bamm-Bamm í stórmyndinni The Flintstones árið 1994 sem Steven Spielberg framleiddi. Hlynur og tvíburabróðir hans Marinó skiptu hlutverkinu á milli sín og léku á hvíta tjaldinu með Hollywood-leikurum á borð við John Goodman, Rick Moranis, Jay Leno, Rosie O'Donnell, Halle Berry og Elizabeth Taylor.

Bræðurnir ákváðu báðir að hætta á toppnum aðeins sex ára gamlir og sögðu skilið við leiklistarferilinn.

Sérinngangur og pallur

Umrædd íbúð Hlyns og Kelsey er á jarðhæð með sérinngangi. Eignin hefur verið mikið endurnýjuð á síðustu árum og skiptist í forstofu, stofu, borðstofu og eldhús, tvö svefnherbergi, þvottahús og baðherbergi. Úr stofu er útgengt á stóra verönd sem snýr í suðvestur.

Í eldhúsi er nýleg svört U-laga innrétting með gott skápapláss og borðkrók.

Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.