Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar 3. september 2025 20:02 Skólinn er einn mikilvægasti griðarstaður barna okkar. Þar eiga þau að finna öryggi, frið og fá rými til að þroskast, læra og vera í samskiptum við aðra. En með hraðri tækniþróun síðustu ára hafa skapast nýjar áskoranir fyrir okkur öll. Snjallsímar og samfélagsmiðlar hafa breytt lífi okkar og sérstaklega lífi barna og ungmenna. Þó að tækni opni margvísleg tækifæri fyrir nám og samskipti, vitum við að hún getur líka valdið truflun, aukið álag og jafnvel dregið úr vellíðan og námsárangri. Í dag eru engar miðlægar reglur hér á landi sem segja til um notkun síma, snjalltækja og samfélagsmiðla í grunnskólum. Það hefur leitt til þess að hver skóli setur eftir atvikum sínar eigin reglur, sem eru jafnvel mjög mismunandi. Sumir skólar hafa þegar tekið upp farsælar leiðir, og þá oft í virku samráði við börnin sjálf, eins og að takmarka símanotkun á skólatíma til að skapa meira rými fyrir félagsleg samskipti og einbeitingu. Reynslan af þessum aðgerðum hér heima hefur almennt verið jákvæð en bæði kennarar og foreldrar hafa séð nemendur ná meiri ró, meiri samskiptum sín á milli og betri árangri í námi. Við sjáum svipaðar niðurstöður frá öðrum löndum. Í Noregi og Svíþjóð hafa skólar víða sett reglur um takmarkanir á farsímanotkun og eiga þær að hafa stuðlað að bættri félagsfærni og auknum námsárangri. Það er komið að því að við samræmum og setjum skýrar reglur um síma, snjalltæki og samfélagsmiðla í skólum hér á landi, með að markmiði að bæta umhverfi og líðan nemenda og kennara. Ekki tæknibann Markmið okkar er ekki að banna tæknina heldur að nota hana á skynsamlegan og uppbyggilegan hátt. Með skýrum reglum viljum við tryggja jafnræði milli skóla, draga úr óvissu og stuðla að jákvæðu skólaumhverfi þar sem börn geta einbeitt sér að því sem skiptir mestu máli, að læra, þroskast og vera í samskiptum við aðra í raunheimum. Það er þó mikilvægt að muna að slíkar reglur verða að taka mið af fjölbreyttum þörfum og aðstæðum barna. Því verður gert ráð fyrir undantekningum, til dæmis fyrir börn með fötlun eða sérstakar þarfir, þar sem farsímar og tæki geta verið mikilvæg hjálpartæki. Skólinn á að vera griðarstaður fyrir öll börn, ekki bara sum. Þeirra skóli – þeirra líðan Í ágúst 2023 skipaði mennta- og barnamálaráðuneytið starfshóp sem hafði það hlutverk að móta leiðbeiningar um viðeigandi og örugga farsímanotkun í grunnskólum. Þar komu saman fulltrúar kennara, foreldra, skólastjórnenda, ungmenna, sveitarfélaga og fleiri haghafa. Í skýrsludrögum þess hóps kom m.a. fram að farsímar eiga almennt ekki erindi í grunnskóla í afþreyingartilgangi. Sérstaklega var samhljómur um að í 1.–7. bekk ætti notkun farsíma ekki að vera hluti af skólastarfi og að notkun samfélagsmiðla á skólatíma ætti alltaf að vera óheimil. Innan hópsins voru aftur á móti sjónarmið á móti algjöru símabanni í grunnskólum. Um þetta mál eins og flest, eru ýmsar ólíkar skoðanir og ljóst að vanda þarf til verka svo útfærsla reglna sem þessara nái markmiði sínu. Í þeirri vinnu verður lögð áhersla á samráð, við kennara og starfsfólk skóla en ekki síst ungmennin sjálf. Þetta er þeirra skóli, þeirra dagur og þeirra líðan sem við erum að verja og með því að taka þau með í ákvörðunarferlið, eins og frábær dæmi eru um að hafi verið gert í mörgum sveitarfélögum, byggjum við traust og ábyrgð sem mun hjálpa okkur að ná árangri. Sítengd án tengsla – meira saman án tækja Þó svo að reglur um notkun snjalltækja í skólum séu mjög mikilvægar er ekki síður mikilvægt að huga að því hvort notkun þeirra í öðrum víddum samfélags okkar, líka á heimilunum, sé börnum okkar og samfélaginu fyrir bestu. Sumir hafa sagt að í nútímasamfélagi séum við sítengd en oft án raunverulegra tengsla. Erum við raunverulega saman þegar síminn er við hönd? Foreldrar og aðrir í lífi barna skipta miklu máli sem fyrirmyndir barna í þessu samhengi og þá skiptir máli að stuðla að nauðsynlegri fræðslu um notkun snjallsíma og samfélagsmiðla. Nú höfum við einstakt tækifæri til að stilla saman strengi. Við getum skapað skýrar og sanngjarnar reglur sem styðja við börnin okkar, kennara þeirra og foreldra og skapað betra umhverfi. Skólinn á að vera griðarstaður, og það er okkar ábyrgð að tryggja að hann haldist það í heimi þar sem tæknin hefur sífellt meira vægi. Höfundur er mennta- og barnamálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Kristinsson Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Símanotkun barna Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Skólinn er einn mikilvægasti griðarstaður barna okkar. Þar eiga þau að finna öryggi, frið og fá rými til að þroskast, læra og vera í samskiptum við aðra. En með hraðri tækniþróun síðustu ára hafa skapast nýjar áskoranir fyrir okkur öll. Snjallsímar og samfélagsmiðlar hafa breytt lífi okkar og sérstaklega lífi barna og ungmenna. Þó að tækni opni margvísleg tækifæri fyrir nám og samskipti, vitum við að hún getur líka valdið truflun, aukið álag og jafnvel dregið úr vellíðan og námsárangri. Í dag eru engar miðlægar reglur hér á landi sem segja til um notkun síma, snjalltækja og samfélagsmiðla í grunnskólum. Það hefur leitt til þess að hver skóli setur eftir atvikum sínar eigin reglur, sem eru jafnvel mjög mismunandi. Sumir skólar hafa þegar tekið upp farsælar leiðir, og þá oft í virku samráði við börnin sjálf, eins og að takmarka símanotkun á skólatíma til að skapa meira rými fyrir félagsleg samskipti og einbeitingu. Reynslan af þessum aðgerðum hér heima hefur almennt verið jákvæð en bæði kennarar og foreldrar hafa séð nemendur ná meiri ró, meiri samskiptum sín á milli og betri árangri í námi. Við sjáum svipaðar niðurstöður frá öðrum löndum. Í Noregi og Svíþjóð hafa skólar víða sett reglur um takmarkanir á farsímanotkun og eiga þær að hafa stuðlað að bættri félagsfærni og auknum námsárangri. Það er komið að því að við samræmum og setjum skýrar reglur um síma, snjalltæki og samfélagsmiðla í skólum hér á landi, með að markmiði að bæta umhverfi og líðan nemenda og kennara. Ekki tæknibann Markmið okkar er ekki að banna tæknina heldur að nota hana á skynsamlegan og uppbyggilegan hátt. Með skýrum reglum viljum við tryggja jafnræði milli skóla, draga úr óvissu og stuðla að jákvæðu skólaumhverfi þar sem börn geta einbeitt sér að því sem skiptir mestu máli, að læra, þroskast og vera í samskiptum við aðra í raunheimum. Það er þó mikilvægt að muna að slíkar reglur verða að taka mið af fjölbreyttum þörfum og aðstæðum barna. Því verður gert ráð fyrir undantekningum, til dæmis fyrir börn með fötlun eða sérstakar þarfir, þar sem farsímar og tæki geta verið mikilvæg hjálpartæki. Skólinn á að vera griðarstaður fyrir öll börn, ekki bara sum. Þeirra skóli – þeirra líðan Í ágúst 2023 skipaði mennta- og barnamálaráðuneytið starfshóp sem hafði það hlutverk að móta leiðbeiningar um viðeigandi og örugga farsímanotkun í grunnskólum. Þar komu saman fulltrúar kennara, foreldra, skólastjórnenda, ungmenna, sveitarfélaga og fleiri haghafa. Í skýrsludrögum þess hóps kom m.a. fram að farsímar eiga almennt ekki erindi í grunnskóla í afþreyingartilgangi. Sérstaklega var samhljómur um að í 1.–7. bekk ætti notkun farsíma ekki að vera hluti af skólastarfi og að notkun samfélagsmiðla á skólatíma ætti alltaf að vera óheimil. Innan hópsins voru aftur á móti sjónarmið á móti algjöru símabanni í grunnskólum. Um þetta mál eins og flest, eru ýmsar ólíkar skoðanir og ljóst að vanda þarf til verka svo útfærsla reglna sem þessara nái markmiði sínu. Í þeirri vinnu verður lögð áhersla á samráð, við kennara og starfsfólk skóla en ekki síst ungmennin sjálf. Þetta er þeirra skóli, þeirra dagur og þeirra líðan sem við erum að verja og með því að taka þau með í ákvörðunarferlið, eins og frábær dæmi eru um að hafi verið gert í mörgum sveitarfélögum, byggjum við traust og ábyrgð sem mun hjálpa okkur að ná árangri. Sítengd án tengsla – meira saman án tækja Þó svo að reglur um notkun snjalltækja í skólum séu mjög mikilvægar er ekki síður mikilvægt að huga að því hvort notkun þeirra í öðrum víddum samfélags okkar, líka á heimilunum, sé börnum okkar og samfélaginu fyrir bestu. Sumir hafa sagt að í nútímasamfélagi séum við sítengd en oft án raunverulegra tengsla. Erum við raunverulega saman þegar síminn er við hönd? Foreldrar og aðrir í lífi barna skipta miklu máli sem fyrirmyndir barna í þessu samhengi og þá skiptir máli að stuðla að nauðsynlegri fræðslu um notkun snjallsíma og samfélagsmiðla. Nú höfum við einstakt tækifæri til að stilla saman strengi. Við getum skapað skýrar og sanngjarnar reglur sem styðja við börnin okkar, kennara þeirra og foreldra og skapað betra umhverfi. Skólinn á að vera griðarstaður, og það er okkar ábyrgð að tryggja að hann haldist það í heimi þar sem tæknin hefur sífellt meira vægi. Höfundur er mennta- og barnamálaráðherra.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun