Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Arnar Skúli Atlason skrifar 4. september 2025 17:15 Skoraði sigurmarkið. vísir/guðmundur Tindastóll vann baráttu sigur á Fram 1-0 í Bestu deild kvenna á blíðunni á Sauðárkróki í kvöld. Bæði lið byrjuðu varkár í dag og það var að sjá að það væri mikið undir. Mikið um stöðubaráttu var í leiknum og lítið um færi svona í upphafi hálfleiksins. Þegar á leið á fyrri hálfleikinn fóru Fram að taka yfir leikinn. Voru farnar að skapa sér hættuleg færi en allt strandaði á markmanni Tindastóls Genievieve Crenshaw sem fór hamförum í marki Tindastóls. Næst því að koma boltanum í netið í fyrri hálfleiknum var Lily Anna Farkas eftir eina sóknarlotuna hjá Fram fékk hún boltann fyrir utan teig og þrumaði að marki en boltinn í stöngina. Staðan var því 0-0 þegar gengið var til búningsherbergja. Tindastóll byrjaði af miklu krafti seinni hálfleikinn og var eins og allt annað lið hefði komið út á völlinn en var í lok fyrri hálfleiks. Makala Woods komst meira inn í leikinn. Það var svo á 54 mínútu leiksins þegar Makala Woods kom boltanum á Maríu Jóhannesdóttir sem hinkraði með boltann úti á kantinum á meðan tölti Makala inn á teiginn og María fann hana og hún stýrði boltanum í netið og Tindastóll komnar í bílstjórasætið. Eftir þetta tók Fram öll völd á vellinum og fyrst var það Murielle Tiernan sem átti bylmingsskot í þverslá Tindastóls. Áfram hélt Fram að sækja og næst var það Hildur María Jónasdóttir sem átti skot en núna varði Genievieve boltann í slánna og boltinn út. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Fram til að skora tókst það ekki og Tindastóls stelpurnar sem börðust og hlupu fyrir hvora aðra allan leikinn héldu þetta út og sigldu þessu heim 1-0. En Framara með smá heppni og betri nýtingu á færunum hefðu auðveldlega geta sigrað þennan leik. Eftir leikinn situr Tindastóll enn í 9. sæti deildarinnar með 17 stig og mæta Val í næsta leik. Fram hins vegar fer niður í 8 sæti áfram með 18 stig og fara í heimsókn í Garðarbæinn og mæta Stjörnunni í næstu umferð. Atvikið Var klárlega þegar Makala Woods skoraði. Tindastóll náði svo að hanga á þessu eftir það. Stjörnur Genievieve Crenshaw var LANG besti maður vallarins og hún bjargaði Tindastól ítrekað í dag. Varnarlínan hjá Tindastól var öflug og héldu þær sóknarmönnum Fram frá því að skora. Hjá Fram var Kamila Elise Pickett og Lily Anna Farkas öflugar. Una Rós Unnarsdóttir var einnig mjög öflug. Stemmning og umgjörð Geggjað veður á Króknum í dag. Það var svalt, skýjað og logn. Mikið af fólki á leiknum. Dómarar [6] Hann fær falleinkunn fyrir þessi spjöld sem fóru á loft. Þau voru ekki í takti við heildar línuna hjá honum. Annars komst hann vel frá þessu. „Ótrúlega stoltur“ Halldór Jón Sigurðsson er þjálfari Stólanna.Vísir/Guðmundur Donni var mjög sáttur með sigur sinna kvenna í kvöld. „Ótrúlega stoltur. Frábær sigur. Við héldum vel í boltann og sérstaklega í fyrri hálfleik. Sem er miklu betra en við höfum verið að gera. Sköpuðum ekkert alltof mikið af færum en skoruðum úr því færi sem við fengum í seinni hálfleik sem var frábært.“ „Fengum einhver hálffæri þarna en skoruðum úr besta færinu okkar sem var frábært. Eftir gott spil. Gen var geggjuð í markinu og á stóran þátt í þessum sigri. Vörnin heilt yfir var heilt yfir góð. Mikil barátta og vinnusemi sem eru okkar gildi sem þurfa að vera til staðar. Við áttum þennan sigur skilið bara heilt yfir.“ Tindastóll byrjaði að krafti í seinni hálfleik og tók yfir og náðu að setja inn markið sem skildi liðin af. „Mér finnst byrjunin á báðum hálf leikjunum mjög góð. Raunin allur fyrri hálfleikurinn og byrjunin á seinni hálfleikurinn vorum góðar með boltann. Við áttum þetta skilið. Skoruðum gott mark og héldum markinu hreinu. Ég gæti ekki verið hamingjusamari með það.“ Besta deild kvenna Tindastóll Fram Tengdar fréttir „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óskar Smári Haraldsson, þjálfari Fram, var svekktur að tapa í dag en hann var sáttur með frammistöðu liðs síns eftir naumt tap á Sauðárkróki í Bestu deild kvenna í knattspyrnu. 4. september 2025 21:17
Tindastóll vann baráttu sigur á Fram 1-0 í Bestu deild kvenna á blíðunni á Sauðárkróki í kvöld. Bæði lið byrjuðu varkár í dag og það var að sjá að það væri mikið undir. Mikið um stöðubaráttu var í leiknum og lítið um færi svona í upphafi hálfleiksins. Þegar á leið á fyrri hálfleikinn fóru Fram að taka yfir leikinn. Voru farnar að skapa sér hættuleg færi en allt strandaði á markmanni Tindastóls Genievieve Crenshaw sem fór hamförum í marki Tindastóls. Næst því að koma boltanum í netið í fyrri hálfleiknum var Lily Anna Farkas eftir eina sóknarlotuna hjá Fram fékk hún boltann fyrir utan teig og þrumaði að marki en boltinn í stöngina. Staðan var því 0-0 þegar gengið var til búningsherbergja. Tindastóll byrjaði af miklu krafti seinni hálfleikinn og var eins og allt annað lið hefði komið út á völlinn en var í lok fyrri hálfleiks. Makala Woods komst meira inn í leikinn. Það var svo á 54 mínútu leiksins þegar Makala Woods kom boltanum á Maríu Jóhannesdóttir sem hinkraði með boltann úti á kantinum á meðan tölti Makala inn á teiginn og María fann hana og hún stýrði boltanum í netið og Tindastóll komnar í bílstjórasætið. Eftir þetta tók Fram öll völd á vellinum og fyrst var það Murielle Tiernan sem átti bylmingsskot í þverslá Tindastóls. Áfram hélt Fram að sækja og næst var það Hildur María Jónasdóttir sem átti skot en núna varði Genievieve boltann í slánna og boltinn út. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Fram til að skora tókst það ekki og Tindastóls stelpurnar sem börðust og hlupu fyrir hvora aðra allan leikinn héldu þetta út og sigldu þessu heim 1-0. En Framara með smá heppni og betri nýtingu á færunum hefðu auðveldlega geta sigrað þennan leik. Eftir leikinn situr Tindastóll enn í 9. sæti deildarinnar með 17 stig og mæta Val í næsta leik. Fram hins vegar fer niður í 8 sæti áfram með 18 stig og fara í heimsókn í Garðarbæinn og mæta Stjörnunni í næstu umferð. Atvikið Var klárlega þegar Makala Woods skoraði. Tindastóll náði svo að hanga á þessu eftir það. Stjörnur Genievieve Crenshaw var LANG besti maður vallarins og hún bjargaði Tindastól ítrekað í dag. Varnarlínan hjá Tindastól var öflug og héldu þær sóknarmönnum Fram frá því að skora. Hjá Fram var Kamila Elise Pickett og Lily Anna Farkas öflugar. Una Rós Unnarsdóttir var einnig mjög öflug. Stemmning og umgjörð Geggjað veður á Króknum í dag. Það var svalt, skýjað og logn. Mikið af fólki á leiknum. Dómarar [6] Hann fær falleinkunn fyrir þessi spjöld sem fóru á loft. Þau voru ekki í takti við heildar línuna hjá honum. Annars komst hann vel frá þessu. „Ótrúlega stoltur“ Halldór Jón Sigurðsson er þjálfari Stólanna.Vísir/Guðmundur Donni var mjög sáttur með sigur sinna kvenna í kvöld. „Ótrúlega stoltur. Frábær sigur. Við héldum vel í boltann og sérstaklega í fyrri hálfleik. Sem er miklu betra en við höfum verið að gera. Sköpuðum ekkert alltof mikið af færum en skoruðum úr því færi sem við fengum í seinni hálfleik sem var frábært.“ „Fengum einhver hálffæri þarna en skoruðum úr besta færinu okkar sem var frábært. Eftir gott spil. Gen var geggjuð í markinu og á stóran þátt í þessum sigri. Vörnin heilt yfir var heilt yfir góð. Mikil barátta og vinnusemi sem eru okkar gildi sem þurfa að vera til staðar. Við áttum þennan sigur skilið bara heilt yfir.“ Tindastóll byrjaði að krafti í seinni hálfleik og tók yfir og náðu að setja inn markið sem skildi liðin af. „Mér finnst byrjunin á báðum hálf leikjunum mjög góð. Raunin allur fyrri hálfleikurinn og byrjunin á seinni hálfleikurinn vorum góðar með boltann. Við áttum þetta skilið. Skoruðum gott mark og héldum markinu hreinu. Ég gæti ekki verið hamingjusamari með það.“
Besta deild kvenna Tindastóll Fram Tengdar fréttir „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óskar Smári Haraldsson, þjálfari Fram, var svekktur að tapa í dag en hann var sáttur með frammistöðu liðs síns eftir naumt tap á Sauðárkróki í Bestu deild kvenna í knattspyrnu. 4. september 2025 21:17
„Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óskar Smári Haraldsson, þjálfari Fram, var svekktur að tapa í dag en hann var sáttur með frammistöðu liðs síns eftir naumt tap á Sauðárkróki í Bestu deild kvenna í knattspyrnu. 4. september 2025 21:17
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki