„Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 4. september 2025 12:18 Fjölmennt var á Ljósanótt í fyrra. Vísir/Viktor Freyr Hátíðin Ljósanótt var sett í Reykjanesbæ í morgun í tuttugasta og fjórða sinn. Hátíðin nær hápunkti á laugardagskvöld með stórum tónleiknum. Lögð er áhersla á að um fjölskylduhátíð sé að ræða og reyna á sérstaklega að sporna gegn áfengisdrykkju ungmenna. Börn úr leikskólum og grunnskólum Reykjanesbæjar fylltu skrúðgarðinn í Keflavík í morgun þegar hátíðin var sett en framundan er fjölbreytt dagskrá. „Í dag erum við að opna allar sýningar. Það er svona eitt aðalsmerki hátíðarinnar þessi menningaráhersla og þetta er einhverjir tugir sýninga sem er verið að bjóða upp á. Þetta er rosalega vinsælt kvöld. Fólk flykkist út og gengur á milli sýninga og gerir góð kaup og svoleiðis,“ segir Guðlaug María Lewis verkefnastjóri Ljósanætur. Hún segir hátíðina hafa gríðarlegar mikla þýðingu fyrir bæjarfélagið. „Svona bara lyftir öllu samfélaginu. Bæði fyrir íbúana að gera sér glaðan dag og fyrir allan rekstur og allt það. Þetta gerir alveg ofboðslega mikið og skemmtilegt og býr til góða stemningu meðal okkar.“ Á milli tuttugu og þrjátíu þúsund manns sæki jafnan hátíðina. „Laugardagskvöldið er náttúrulega okkar stóra kvöld og þá byrjum við með stórtónleika klukkan átta með dúndrandi dagskrá. Við erum með VÆB og við erum með hljómsveitina Valdimar og við erum með Stuðlabandið og Steinda og Audda og svo er flugeldasýningin rúmlega tíu og dagskrá lýkur hálf ellefu.“ Á annað hundrað mál komu upp hjá lögreglu höfuðborgarsvæðinu þegar Menningarnótt var haldin í Reykjavík nú í ágúst. Stór hluti af þeim var vegna áfengisdrykkju ungmenna sem hefur verið að aukast. Guðlaug María segir að sérstaklega verið tekið á slíkum málum en þannig mál hafi komið upp í kringum fyrri hátíðir. „Við erum með hérna öfluga öryggisnefnd sem að er búin að starfa vel í aðdraganda hátíðarinnar. Við erum til dæmis búin að fara lögreglan með fulltrúum félagsmiðstöðvar inn í alla grunnskóla bæjarins og inn í fjölbrautaskólana að tala við nýnemana þar um jákvæð og góð samskipti og hvernig við viljum hafa þetta hjá okkur. Þannig við erum með heilmikið viðbragð.“ Þá muni lögregla hella niður áfengi sem ungmenni verða með og sérstakt athvarf starfrækt fyrir ölvuð ungmenni. Skilaboðin til foreldra séu skýr fyrir helgina eða að fara heim með börn sín að loknum hátíðarhöldum og skilja þau ekki eftir eftirlitslaus í bænum. „Við erum svolítið að vinna með að vera saman með ljós í hjarta á Ljósanótt. Þannig það eru svona þessi jákvæðu skilaboð. Þetta er fjölskylduhátíð og við viljum að fjölskyldan fari saman heim að loknum góðum hátíðarhöldum.“ Ljósanótt Reykjanesbær Börn og uppeldi Áfengi Lögreglumál Tengdar fréttir „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Unglingadrykkja hefur aukist verulega síðustu ár og hafði lögregla afskipti af fjölmörgum ungmennum á Menningarnótt vegna drykkju. Foreldrar þurfa að vakna, segir forvarnarfulltrúi borgarinnar. 25. ágúst 2025 22:31 Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Börn úr leikskólum og grunnskólum Reykjanesbæjar fylltu skrúðgarðinn í Keflavík í morgun þegar hátíðin var sett en framundan er fjölbreytt dagskrá. „Í dag erum við að opna allar sýningar. Það er svona eitt aðalsmerki hátíðarinnar þessi menningaráhersla og þetta er einhverjir tugir sýninga sem er verið að bjóða upp á. Þetta er rosalega vinsælt kvöld. Fólk flykkist út og gengur á milli sýninga og gerir góð kaup og svoleiðis,“ segir Guðlaug María Lewis verkefnastjóri Ljósanætur. Hún segir hátíðina hafa gríðarlegar mikla þýðingu fyrir bæjarfélagið. „Svona bara lyftir öllu samfélaginu. Bæði fyrir íbúana að gera sér glaðan dag og fyrir allan rekstur og allt það. Þetta gerir alveg ofboðslega mikið og skemmtilegt og býr til góða stemningu meðal okkar.“ Á milli tuttugu og þrjátíu þúsund manns sæki jafnan hátíðina. „Laugardagskvöldið er náttúrulega okkar stóra kvöld og þá byrjum við með stórtónleika klukkan átta með dúndrandi dagskrá. Við erum með VÆB og við erum með hljómsveitina Valdimar og við erum með Stuðlabandið og Steinda og Audda og svo er flugeldasýningin rúmlega tíu og dagskrá lýkur hálf ellefu.“ Á annað hundrað mál komu upp hjá lögreglu höfuðborgarsvæðinu þegar Menningarnótt var haldin í Reykjavík nú í ágúst. Stór hluti af þeim var vegna áfengisdrykkju ungmenna sem hefur verið að aukast. Guðlaug María segir að sérstaklega verið tekið á slíkum málum en þannig mál hafi komið upp í kringum fyrri hátíðir. „Við erum með hérna öfluga öryggisnefnd sem að er búin að starfa vel í aðdraganda hátíðarinnar. Við erum til dæmis búin að fara lögreglan með fulltrúum félagsmiðstöðvar inn í alla grunnskóla bæjarins og inn í fjölbrautaskólana að tala við nýnemana þar um jákvæð og góð samskipti og hvernig við viljum hafa þetta hjá okkur. Þannig við erum með heilmikið viðbragð.“ Þá muni lögregla hella niður áfengi sem ungmenni verða með og sérstakt athvarf starfrækt fyrir ölvuð ungmenni. Skilaboðin til foreldra séu skýr fyrir helgina eða að fara heim með börn sín að loknum hátíðarhöldum og skilja þau ekki eftir eftirlitslaus í bænum. „Við erum svolítið að vinna með að vera saman með ljós í hjarta á Ljósanótt. Þannig það eru svona þessi jákvæðu skilaboð. Þetta er fjölskylduhátíð og við viljum að fjölskyldan fari saman heim að loknum góðum hátíðarhöldum.“
Ljósanótt Reykjanesbær Börn og uppeldi Áfengi Lögreglumál Tengdar fréttir „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Unglingadrykkja hefur aukist verulega síðustu ár og hafði lögregla afskipti af fjölmörgum ungmennum á Menningarnótt vegna drykkju. Foreldrar þurfa að vakna, segir forvarnarfulltrúi borgarinnar. 25. ágúst 2025 22:31 Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
„Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Unglingadrykkja hefur aukist verulega síðustu ár og hafði lögregla afskipti af fjölmörgum ungmennum á Menningarnótt vegna drykkju. Foreldrar þurfa að vakna, segir forvarnarfulltrúi borgarinnar. 25. ágúst 2025 22:31