Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. september 2025 16:32 Kári Jónsson átti erfitt með að leyna vonbrigðum sínum í leikslok. vísir/hulda margrét Það er komið á ferðalokum á EM í körfubolta. Lokaleikurinn var hreinasta hörmung og ekki í neinum takti við annað sem boðið var upp á heilt yfir á þessu móti. Skömmu fyrir leik sagði ég við Val Pál félaga minn að ég hefði slæma tilfinningu fyrir þessum leik. Það var gír á Frökkunum í upphitun og ég óttaðist að okkar menn væru bensínlausir. Það reyndist því miður vera rétt. Tónninn var settur strax í byrjun. Franska vélin með allt í botni en okkar menn á hælunum og virtust ekki hafa mikla trú á verkefninu. Þeir virkuðu hræddir. Það var ekki spilaður neinn varnarleikur og menn virtust oft á tíðum ekki hafa mikla trú á skotunum sínum. Hvar var óttaleysið og íslenska orkan? Hún var búin. Fyrsti leikhlutinn var hrein martröð. Staðan eftir hann var 36-9 og leik lokið. Svo sannarlega flenging á franska vísu. Strákarnir hafa mikið talað um að þeir hafi sannað að þeir eigi heima á stóra sviðinu. Það hafa þeir sýnt í hinum leikjunum en þeir eiga ekkert í svona rosalegt lið. Þetta voru menn á móti börnum. Til að taka aðeins hanskann upp fyrir okkar menn þá hittu Frakkarnir úr gjörsamlega öllum skotum. Algjörlega óþolandi. Þetta er frábært körfuboltalið en Guð minn góður hvað þessir menn nenna að tuða. Ljóður á þessu frábæra liði. Niðurstaðan liggur fyrir. Fimm leikir og fimm töp. Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist enn. Er maður horfir heilt yfir mótið spyr maður sig óneitanlega að því hvort glasið sé galtómt eða hálffullt? Liðið stóð í mörgum góðum liðum og hefði átt að vinna leik. Sú staða hefur ekki komið upp áður. Liðið átti að vinna leikinn gegn Belgíu og það er enn sárt að rifja upp hvernig strákunum tókst að kasta honum frá sér. Vonbrigðin í Pólverjaleiknum gleymast síðan aldrei. Leikhús fáranleikans í Spodek og tækifærið hrifsað af okkar mönnum. Það má því tala um ákveðin framfaraskref hjá liðinu en þau skref áttu að vera stærri á þessu móti. Í því liggja vonbrigðin fyrst og fremst. Það er sárt að fara ekki með að minnsta kosti einn sigur heim í töskunni. EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Körfubolti Tengdar fréttir „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ Ægir Þór Steinarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, vildi horfa fram hjá lokaleiknum á mótinu og frekar horfa til þess jákvæða hjá íslenska liðinu á mótinu. 4. september 2025 14:31 Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ Ægir Þór Steinarsson lék sinn 101. landsleik á móti Frökkum í dag en er þetta hans síðasti landsleikur? 4. september 2025 14:39 „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Martin Hermannsson segir að íslenska karlalandsliðið sé komið til að vera á stærsta sviði körfuboltans þrátt fyrir að vera úr leik á EM. 4. september 2025 14:19 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Sjá meira
Skömmu fyrir leik sagði ég við Val Pál félaga minn að ég hefði slæma tilfinningu fyrir þessum leik. Það var gír á Frökkunum í upphitun og ég óttaðist að okkar menn væru bensínlausir. Það reyndist því miður vera rétt. Tónninn var settur strax í byrjun. Franska vélin með allt í botni en okkar menn á hælunum og virtust ekki hafa mikla trú á verkefninu. Þeir virkuðu hræddir. Það var ekki spilaður neinn varnarleikur og menn virtust oft á tíðum ekki hafa mikla trú á skotunum sínum. Hvar var óttaleysið og íslenska orkan? Hún var búin. Fyrsti leikhlutinn var hrein martröð. Staðan eftir hann var 36-9 og leik lokið. Svo sannarlega flenging á franska vísu. Strákarnir hafa mikið talað um að þeir hafi sannað að þeir eigi heima á stóra sviðinu. Það hafa þeir sýnt í hinum leikjunum en þeir eiga ekkert í svona rosalegt lið. Þetta voru menn á móti börnum. Til að taka aðeins hanskann upp fyrir okkar menn þá hittu Frakkarnir úr gjörsamlega öllum skotum. Algjörlega óþolandi. Þetta er frábært körfuboltalið en Guð minn góður hvað þessir menn nenna að tuða. Ljóður á þessu frábæra liði. Niðurstaðan liggur fyrir. Fimm leikir og fimm töp. Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist enn. Er maður horfir heilt yfir mótið spyr maður sig óneitanlega að því hvort glasið sé galtómt eða hálffullt? Liðið stóð í mörgum góðum liðum og hefði átt að vinna leik. Sú staða hefur ekki komið upp áður. Liðið átti að vinna leikinn gegn Belgíu og það er enn sárt að rifja upp hvernig strákunum tókst að kasta honum frá sér. Vonbrigðin í Pólverjaleiknum gleymast síðan aldrei. Leikhús fáranleikans í Spodek og tækifærið hrifsað af okkar mönnum. Það má því tala um ákveðin framfaraskref hjá liðinu en þau skref áttu að vera stærri á þessu móti. Í því liggja vonbrigðin fyrst og fremst. Það er sárt að fara ekki með að minnsta kosti einn sigur heim í töskunni.
EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Körfubolti Tengdar fréttir „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ Ægir Þór Steinarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, vildi horfa fram hjá lokaleiknum á mótinu og frekar horfa til þess jákvæða hjá íslenska liðinu á mótinu. 4. september 2025 14:31 Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ Ægir Þór Steinarsson lék sinn 101. landsleik á móti Frökkum í dag en er þetta hans síðasti landsleikur? 4. september 2025 14:39 „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Martin Hermannsson segir að íslenska karlalandsliðið sé komið til að vera á stærsta sviði körfuboltans þrátt fyrir að vera úr leik á EM. 4. september 2025 14:19 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Sjá meira
„Þetta er búið að vera eins og lífið er“ Ægir Þór Steinarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, vildi horfa fram hjá lokaleiknum á mótinu og frekar horfa til þess jákvæða hjá íslenska liðinu á mótinu. 4. september 2025 14:31
Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ Ægir Þór Steinarsson lék sinn 101. landsleik á móti Frökkum í dag en er þetta hans síðasti landsleikur? 4. september 2025 14:39
„Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Martin Hermannsson segir að íslenska karlalandsliðið sé komið til að vera á stærsta sviði körfuboltans þrátt fyrir að vera úr leik á EM. 4. september 2025 14:19