Fótbolti

Allir lögðust niður eftir ó­vænta og á­genga truflun í fót­bolta­leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Besta ráðið var að leggjast niður og leyfa býflugunum að fljúga yfir sig.
Besta ráðið var að leggjast niður og leyfa býflugunum að fljúga yfir sig. @ESPNFC

Það kom upp skondin uppákoma í fótboltaleik í Tansaníu á dögunum.

Það er vissulega von á truflunum frá allskonar dýrum í Afríku en sjaldan hafa þau jafnmikil áhrif og í þessu tilfelli.

Hlé þurfti að gera á leik City FC Abuja og JKU FC tansanísku borginni Babati.

Allir þá lögðust niður í miðjum leik eftir sannkallaða býflugnaárás. Staðan var 1-1 og 77 mínútur liðnar af leiknum.

Risastór býflugnahópur flaug yfir völlinn og besta ráðið til að sleppa sem best út úr þessu var að leggjast í grasið.

Það gerðu líka allir, allt frá leikmönnum og dómurum alla leið til þeirra sem voru að mynda leikinn á hliðarlínunni.

Varamennirnir leituðu líka skjóls undir varamannabekkjunum því svo ágengur var býflugnahópurinn.

Það virðist þó vera sem að býflugurnar hafi bara flogið yfir völlinn sjálfan því áhorfendurnir virtist ekki kippa sér upp við þetta.

Það er ekki komin formleg skýring á atburðinum en líkast þykir að óvenjulegt veður á svæðinu hafi fengið býflugurnar til að fljúga allar af stað í einu. Titringur frá leiknum sjálfum er önnur skýring.

Býflugnahópurinn flaug síðan í burtu og menn gáfu klárað leikinn.

Hér fyrir neðan má sjá myndband af þessari furðulegu heimsókn í miðjum fótboltaleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×