Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Lovísa Arnardóttir skrifar 5. september 2025 11:48 Veiran leggst sérstaklega þungt á börn á fyrsta aldursári. Vísir/Vilhelm Öllum ungbörnum undir sex mánaða aldri verður boðin forvörn gegn RS veirusýkingu frá og með október næstkomandi. RS-veiran er algeng orsök öndunarfærasýkinga, sem leggst sérstaklega þungt á börn á fyrsta aldursári, og veldur árlega fjölda innlagna á sjúkrahús hérlendis og erlendis. Frá þessu er greint á vef embættis landlæknis. Í tilkynningu landlæknis segir að ef ávinningur á Íslandi verði sambærilegur og í nágrannaríkjum megi búast við því að færri en 300 börn leiti árlega til læknis vegna RS-veirusýkingar, í stað um eða yfir 500 börn. Þá megi búast við því að sjúkrahúsinnlögnum fækki verulega, úr um 40 í tíu til fimmtán og að sjúkrahúslegudögum munu fækka úr 180 í 30. Þannig er áætlað að gjöf mótefnisins muni minnka veikindi barna, draga úr álagi á heilbrigðiskerfið, vonandi minni lyfjanotkun og áhyggjum foreldra auk fjarveru þeirra frá vinnu. Í mælaborði Landlæknisembættisins fyrir öndunarfærasýkingar má sjá ef litið er til síðasta vetrar að RS veiran náði hámarki sínu við lok árs þegar um 270 börn voru greind síðustu fjórar vikur ársins. Á myndinni má sjá hversu mörg börn voru greind hverja viku síðasta vetur. Landlæknisembættið Í tilkynningu segir að í alvarlegum tilvikum hafi börn þurft að leggjast inn á gjörgæslu og fá öndunarvélarstuðning. Mótefnið verður gefið á sjúkrastofnunum þar sem fara fram fæðingar eða fimm daga skoðun, sem og í ungbarnavernd á heilsugæslum. Eldri börn í áhættuhópum geta einnig fengið mótefnið á sjúkrahúsum eða heilsugæslum. Mikilvæg tímamót Alma D. Möller heilbrigðisráðherra segir það mikilvæg tímamót að þessi mikilvæga forvörn verði nú í boði fyrir öll ungbörn hér á landi því þau séu viðkvæmust fyrir. „Reynsla af efninu er góð og ég hvet foreldra til að þiggja þessa mikilvægu forvörn fyrir börnin sín þegar hún býðst,“ er haft eftir ráðherra í tilkynningu á vef stjórnarráðsins um sama efni. Í tilkynningu landlæknis segir að mótefnið hafi þegar verið notað síðastliðna tvo vetur í fjölda Evrópuríkja, auk annarra landa. Reynslan sé mjög góð. Þá segir að notkunin sé studd af samtökum barnalækna í Evrópu sem og Norður- og Suður Ameríku. Rannsóknir sýni um 80 prósent fækkun innlagna á sjúkrahús og einnig færri tilfelli bakteríusýkinga, sem oft fylgi í kjölfar RS-veirusýkingar. Veitir vörn strax við gjöf Efnið sem er notað kallast Nirsevimab og er einstofna mótefni, ekki hefðbundið bóluefni. Það veitir börnunum vörn strax við gjöf, án þess að ónæmiskerfið þurfi að bregðast við. Vörnin endist í um sex mánuði sem nær yfir allt RS-tímabilið. Á vef landlæknis segir einnig að áður fyrr hafi palivizumab (Synagis®) verið í boði fyrir fyrirbura og börn með sérstaka áhættuþætti, en það þurfti að gefa endurtekið á meðan RS-faraldur var í gangi. Nirsevimab er langvinnara og aðeins þarf eina gjöf á RS-tímabilinu, auk þess sem það verður í boði fyrir öll ungbörn. Nærri 30 ára reynsla er af notkun palivizumab og annarra einstofna mótefna. Heilbrigðismál Bólusetningar Börn og uppeldi Embætti landlæknis Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Í tilkynningu landlæknis segir að ef ávinningur á Íslandi verði sambærilegur og í nágrannaríkjum megi búast við því að færri en 300 börn leiti árlega til læknis vegna RS-veirusýkingar, í stað um eða yfir 500 börn. Þá megi búast við því að sjúkrahúsinnlögnum fækki verulega, úr um 40 í tíu til fimmtán og að sjúkrahúslegudögum munu fækka úr 180 í 30. Þannig er áætlað að gjöf mótefnisins muni minnka veikindi barna, draga úr álagi á heilbrigðiskerfið, vonandi minni lyfjanotkun og áhyggjum foreldra auk fjarveru þeirra frá vinnu. Í mælaborði Landlæknisembættisins fyrir öndunarfærasýkingar má sjá ef litið er til síðasta vetrar að RS veiran náði hámarki sínu við lok árs þegar um 270 börn voru greind síðustu fjórar vikur ársins. Á myndinni má sjá hversu mörg börn voru greind hverja viku síðasta vetur. Landlæknisembættið Í tilkynningu segir að í alvarlegum tilvikum hafi börn þurft að leggjast inn á gjörgæslu og fá öndunarvélarstuðning. Mótefnið verður gefið á sjúkrastofnunum þar sem fara fram fæðingar eða fimm daga skoðun, sem og í ungbarnavernd á heilsugæslum. Eldri börn í áhættuhópum geta einnig fengið mótefnið á sjúkrahúsum eða heilsugæslum. Mikilvæg tímamót Alma D. Möller heilbrigðisráðherra segir það mikilvæg tímamót að þessi mikilvæga forvörn verði nú í boði fyrir öll ungbörn hér á landi því þau séu viðkvæmust fyrir. „Reynsla af efninu er góð og ég hvet foreldra til að þiggja þessa mikilvægu forvörn fyrir börnin sín þegar hún býðst,“ er haft eftir ráðherra í tilkynningu á vef stjórnarráðsins um sama efni. Í tilkynningu landlæknis segir að mótefnið hafi þegar verið notað síðastliðna tvo vetur í fjölda Evrópuríkja, auk annarra landa. Reynslan sé mjög góð. Þá segir að notkunin sé studd af samtökum barnalækna í Evrópu sem og Norður- og Suður Ameríku. Rannsóknir sýni um 80 prósent fækkun innlagna á sjúkrahús og einnig færri tilfelli bakteríusýkinga, sem oft fylgi í kjölfar RS-veirusýkingar. Veitir vörn strax við gjöf Efnið sem er notað kallast Nirsevimab og er einstofna mótefni, ekki hefðbundið bóluefni. Það veitir börnunum vörn strax við gjöf, án þess að ónæmiskerfið þurfi að bregðast við. Vörnin endist í um sex mánuði sem nær yfir allt RS-tímabilið. Á vef landlæknis segir einnig að áður fyrr hafi palivizumab (Synagis®) verið í boði fyrir fyrirbura og börn með sérstaka áhættuþætti, en það þurfti að gefa endurtekið á meðan RS-faraldur var í gangi. Nirsevimab er langvinnara og aðeins þarf eina gjöf á RS-tímabilinu, auk þess sem það verður í boði fyrir öll ungbörn. Nærri 30 ára reynsla er af notkun palivizumab og annarra einstofna mótefna.
Heilbrigðismál Bólusetningar Börn og uppeldi Embætti landlæknis Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira