Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tómas Arnar Þorláksson skrifar 5. september 2025 21:02 Ryan Keeping ætlar að setja heimsmet og stefnir á að hlaupa hringinn í kringum landið á innan við fimmtán dögum. Vísir/Lýður Valberg Ungur maður frá Kanada er kominn hingað til lands til að setja heimsmet. Hann leggur af stað frá Hallgrímskirkju á sunnudagsmorgun og ætlar að hlaupa hringinn í kringum landið. „Ég ætla að slá þetta met eða liggja dauður ella. Og þegar ég segi það þá meina ég það. 1.390 kílómetrar, allur hringvegurinn, hringinn um allt Ísland hraðar en nokkur maður hefur gert það.“ Þetta segir Ryan Keeping, 27 ára Kanadamaður, sem ætlar að hlaupa alla 1381 kílómetra hringvegarins á skemmstum tíma allra frá upphafi. Hans stærsta afrek til þessa sem hlaupari var þegar hann hljóp 7.342 kílómetra þvert yfir Kanada á 99 dögum. Nú leggur hann land undir fót á sunnudaginn. „Þvílíkt líf“ „Eftir Kanada leitaði ég að næsta verkefni. Þetta verður fyrsta heimsmetið mitt. Ég stefni að því að fara á innan við 16 dögum og 10 tímum. Og mér hefur alltaf þótt Ísland svo flott. Ég hef séð það í kvikmyndum og það er fallegt landslag svo mig langaði til að gera þetta. Ég ætla að slá metið um nokkra daga svo markmiðið er 110 kílómetrar á dag,“ sagði kappinn. Hann segist vera spenntur að kynnast Íslendingum og hvetur fólk til að heilsa sér og jafnvel hlaupa með sér ef svo ber undir. „Ég kom hingað og hitti allt þetta fólk. Ef ég væri ekki hlaupari hefði ég sennilega aldrei hitt þetta fólk. Þvílíkt líf. Ég eltist við ástríðu mína og vonandi gengur þetta allt upp.“ Hleypur sextán til átján tíma á dag Dagarnir fram undan verði nokkuð einsleitir. „Þegar ég er ekki að hlaupa verð ég að borða eða sofa. Ég mun hlaupa í sextán til átján tíma á dag eftir þjóðveginum. Á vissan hátt er þetta það leiðinlegasta sem maður gerir. En ég elska það. Mér leiðist að bíða. Þjálfunin er búin, allt er tilbúið. Ég vildi að það væri sunnudagur og ég gæti byrjað að hlaupa.“ Þá var ekkert annað í stöðunni en að taka stutt hlaup með kappanum til að sjá hraða hans miðað við mann sem eru iðulega best geymdur við skrifborðið. En spretthlaupið má sjá í spilaranum efst í fréttinni. Hlaup Íslandsvinir Mest lesið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Sjá meira
„Ég ætla að slá þetta met eða liggja dauður ella. Og þegar ég segi það þá meina ég það. 1.390 kílómetrar, allur hringvegurinn, hringinn um allt Ísland hraðar en nokkur maður hefur gert það.“ Þetta segir Ryan Keeping, 27 ára Kanadamaður, sem ætlar að hlaupa alla 1381 kílómetra hringvegarins á skemmstum tíma allra frá upphafi. Hans stærsta afrek til þessa sem hlaupari var þegar hann hljóp 7.342 kílómetra þvert yfir Kanada á 99 dögum. Nú leggur hann land undir fót á sunnudaginn. „Þvílíkt líf“ „Eftir Kanada leitaði ég að næsta verkefni. Þetta verður fyrsta heimsmetið mitt. Ég stefni að því að fara á innan við 16 dögum og 10 tímum. Og mér hefur alltaf þótt Ísland svo flott. Ég hef séð það í kvikmyndum og það er fallegt landslag svo mig langaði til að gera þetta. Ég ætla að slá metið um nokkra daga svo markmiðið er 110 kílómetrar á dag,“ sagði kappinn. Hann segist vera spenntur að kynnast Íslendingum og hvetur fólk til að heilsa sér og jafnvel hlaupa með sér ef svo ber undir. „Ég kom hingað og hitti allt þetta fólk. Ef ég væri ekki hlaupari hefði ég sennilega aldrei hitt þetta fólk. Þvílíkt líf. Ég eltist við ástríðu mína og vonandi gengur þetta allt upp.“ Hleypur sextán til átján tíma á dag Dagarnir fram undan verði nokkuð einsleitir. „Þegar ég er ekki að hlaupa verð ég að borða eða sofa. Ég mun hlaupa í sextán til átján tíma á dag eftir þjóðveginum. Á vissan hátt er þetta það leiðinlegasta sem maður gerir. En ég elska það. Mér leiðist að bíða. Þjálfunin er búin, allt er tilbúið. Ég vildi að það væri sunnudagur og ég gæti byrjað að hlaupa.“ Þá var ekkert annað í stöðunni en að taka stutt hlaup með kappanum til að sjá hraða hans miðað við mann sem eru iðulega best geymdur við skrifborðið. En spretthlaupið má sjá í spilaranum efst í fréttinni.
Hlaup Íslandsvinir Mest lesið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Sjá meira