Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar 6. september 2025 14:02 Á meðan Norðmenn búa sig undir þingkosningarnar 2025, hefur lítið verið rætt um raunveruleg vandamál og brýn verkefni í landinu. Í stað þess hefur umræðan í kosningabaráttunni snúist um alþjóðamál eins og stríðið í Úkraínu og ástandið í Gaza – mál sem norskir stjórnmálamenn hafa takmakað vald til að breyta. (hljómar kunnuglega, ekki satt?). En undir kraumar mikil óánægja sem á rætur að rekja til dýpri og flóknari vandamála. Og það er ein bók sem virðist hafa hitt beint í hjartað á þeirri umræðu: Landet som ble for rikt – eða Landið sem varð of ríkt – eftir hagfræðinginn Martin Bech Holte. Þótt bókin hafi komið fyrst út árið 2023, er hún enn mikið til umræðu sérstaklega nú í aðdraganda kosninganna. Holte setur fram ögrandi en mikilvæga spurningu: Hvað gerist þegar samfélag verður svo auðugt að það hættir að virka? Er hægt að verða svo ríkur að maður hætti að spyrja óþægilegra spurninga? Velgengni sem hömlur á breytingar Noregur er eitt af auðugustu löndum heims. Olíusjóður landsins nemur yfir 15.000 milljarða íslenskra króna og hefur verið notaður sem fyrirmynd að ábyrgri auðlindanýtingu. Samfélagið er stöðugt, velferðarkerfið örlátt og atvinnuleysi lágt. Á yfirborðinu virðist allt í góðu lagi. En Holte dregur upp aðra mynd. Þetta ríkidæmi hafi sljóvgandi áhrif á samfélagið þegar flestir búa við efnahagslegt öryggi, þegar velferðarkerfið styður rausnarlega við borgarana, dregur það úr hvata einstaklinga og stofnana til að takast á við framtíðaráskoranir. Þetta hefur verið kallað „auðlindabölvun“ – þ.e. ekki spilling eða valdníðsla eins og oft sést í þróunarríkjum, heldur pólitískur sljóleiki, félagsleg leti og hnignun í menntun sem stafar af of þægilegri tilveru. Leti og rýr menntun: birtingarmynd vandans Í bókinni bendir Holte á áhugaverða tölfræði. Um 75% Norðmanna á kosningaaldri eru annað hvort á bótum eða í opinberri þjónustu. Einkaframtak dregst saman – aðeins 15% starfa hjá einkareknum fyrirtækjum í Noregi. Skattar á auðmenn hafa hækkað svo mikið að margir ríkustu einstaklingar landsins hafa flust til Sviss. Jafnvel menntakerfið virðist ekki njóta góðs af ríkidæminu: niðurstöður úr PISA-könnunum sýna slaka frammistöðu norskra nemenda í lestri og stærðfræði, og sífellt færri sækja framhalds- eða háskólanám. Olíusjóðurinn – upphaflega ætlaður til fjárfestingar í þekkingu og framtíð – hefur ekki verið nýttur í þeim tilgangi. Spurningin sem Holte varpar fram – kaldhæðnisleg en alvarleg – er þessi: „Þegar allir fá sitt skerf af kökunni, hver nennir þá að gagnrýna stjórnvöld?“ Hvað með Ísland: Eru við á sömu braut? Þótt þessi ádeila beinist að Noregi, er hún jafnframt viðvörun til Íslands. Íslendingar byggja velferð sína ekki á olíu heldur á vatnsafli og jarðvarma – og nú er deilt um vindorkuna. En spurningarnar sem Holte varpar fram eiga ekki síður við hér: Hvernig nýtum við auðlindir? Til hvers? – og með hvaða afleiðingum fyrir samfélagið? Við stöndum nú á tímamótum í orkumálum – bæði tæknilega og pólitískt séð. Umræða um vindorkuverkefni, orkuflutningskerfi og nýtingu náttúruauðlinda hefur orðið sífellt pólitískari. Umræðan snýst ekki eingöngu um krónur og aura – heldur einnig um sjálfsmynd þjóðarinnar, lýðræðisþátttöku, fullveldi og framtíðarsýn. Ef einblínt er á hagfræðilegu hliðina, má spyrja: Ef græna orkustefnan verður aðallega rekin sem útflutningsverkefni í fjáröflunarskyni, hvað verður þá um samfélagslega samstöðu, sköpunarkraft og gagnrýna hugsun? Ríkidæmi: ávinningur eða byrði? Það sem Holte undirstrikar í bók sinni – og sem ætti að hvetja okkur Íslendinga til íhugunar er auðlindanýting – hvort sem hún byggist á jarðefnaeldsneyti eða grænni orku – krefst meira en hagfræðilegra útreikninga. Hún krefst pólitískrar meðvitundar, menningar- og menntunarlegra sjónarmiða og siðferðilegrar stefnumótunar. Við þurfum eins og Norðmenn að spyrja okkur: Hvernig samfélag viljum við byggja til framtíðar? Viljum við virkt lýðræði og öflugt borgarasamfélag? Eða þægilegt kerfi sem gefur öllum eitthvað – en gerir engan fúsan til að breyta nokkru og þar sem allir starfa hjá ríkinu? Lokaorð: Að spyrja óþægilegra spurninga „Við gætum orðið landið sem varð of ríkt á ný – nema við lærum að spyrja óþægilegra spurninga í tæka tíð,“ segir Holte í bók sinni. Þetta er ekki eingöngu áskorun til Norðmanna. Hún á einnig við okkur Íslendinga, sem nú þurfa að vega og meta hvernig framtíð grænnar orkunýtingar eigi að líta út og hvernig hún í raun og veru þjónar fólkinu í landinu. Að verða rík – það eitt og sér er ekki afrek. Spurningin er hvort við hvort við reynum að nýta þann auð af visku til að byggja réttlátt, gagnrýnið og sjálfbært samfélag. Höfundur er læknir og fullveldissinni Heimildir: https://www.norli.no/boker/dokumentar-og-fakta/historie-og-dokumentar/debatt-og-samfunn/landet-som-ble-for-rikt-9788248938262 https://www.svd.se/a/1MEaOM/ekonomen-bech-holte-om-norges-problem-lata-lontagare-och-undermaliga-studenter https://www.nrk.no/anmeldelser/anmeldelse_-_landet-som-ble-for-rikt_-av-martin-bech-holte-1.17201297 https://www.akademibokhandeln.se/sok?sokfraga=Martin+Bech+Holte Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Noregur Júlíus Valsson Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Á meðan Norðmenn búa sig undir þingkosningarnar 2025, hefur lítið verið rætt um raunveruleg vandamál og brýn verkefni í landinu. Í stað þess hefur umræðan í kosningabaráttunni snúist um alþjóðamál eins og stríðið í Úkraínu og ástandið í Gaza – mál sem norskir stjórnmálamenn hafa takmakað vald til að breyta. (hljómar kunnuglega, ekki satt?). En undir kraumar mikil óánægja sem á rætur að rekja til dýpri og flóknari vandamála. Og það er ein bók sem virðist hafa hitt beint í hjartað á þeirri umræðu: Landet som ble for rikt – eða Landið sem varð of ríkt – eftir hagfræðinginn Martin Bech Holte. Þótt bókin hafi komið fyrst út árið 2023, er hún enn mikið til umræðu sérstaklega nú í aðdraganda kosninganna. Holte setur fram ögrandi en mikilvæga spurningu: Hvað gerist þegar samfélag verður svo auðugt að það hættir að virka? Er hægt að verða svo ríkur að maður hætti að spyrja óþægilegra spurninga? Velgengni sem hömlur á breytingar Noregur er eitt af auðugustu löndum heims. Olíusjóður landsins nemur yfir 15.000 milljarða íslenskra króna og hefur verið notaður sem fyrirmynd að ábyrgri auðlindanýtingu. Samfélagið er stöðugt, velferðarkerfið örlátt og atvinnuleysi lágt. Á yfirborðinu virðist allt í góðu lagi. En Holte dregur upp aðra mynd. Þetta ríkidæmi hafi sljóvgandi áhrif á samfélagið þegar flestir búa við efnahagslegt öryggi, þegar velferðarkerfið styður rausnarlega við borgarana, dregur það úr hvata einstaklinga og stofnana til að takast á við framtíðaráskoranir. Þetta hefur verið kallað „auðlindabölvun“ – þ.e. ekki spilling eða valdníðsla eins og oft sést í þróunarríkjum, heldur pólitískur sljóleiki, félagsleg leti og hnignun í menntun sem stafar af of þægilegri tilveru. Leti og rýr menntun: birtingarmynd vandans Í bókinni bendir Holte á áhugaverða tölfræði. Um 75% Norðmanna á kosningaaldri eru annað hvort á bótum eða í opinberri þjónustu. Einkaframtak dregst saman – aðeins 15% starfa hjá einkareknum fyrirtækjum í Noregi. Skattar á auðmenn hafa hækkað svo mikið að margir ríkustu einstaklingar landsins hafa flust til Sviss. Jafnvel menntakerfið virðist ekki njóta góðs af ríkidæminu: niðurstöður úr PISA-könnunum sýna slaka frammistöðu norskra nemenda í lestri og stærðfræði, og sífellt færri sækja framhalds- eða háskólanám. Olíusjóðurinn – upphaflega ætlaður til fjárfestingar í þekkingu og framtíð – hefur ekki verið nýttur í þeim tilgangi. Spurningin sem Holte varpar fram – kaldhæðnisleg en alvarleg – er þessi: „Þegar allir fá sitt skerf af kökunni, hver nennir þá að gagnrýna stjórnvöld?“ Hvað með Ísland: Eru við á sömu braut? Þótt þessi ádeila beinist að Noregi, er hún jafnframt viðvörun til Íslands. Íslendingar byggja velferð sína ekki á olíu heldur á vatnsafli og jarðvarma – og nú er deilt um vindorkuna. En spurningarnar sem Holte varpar fram eiga ekki síður við hér: Hvernig nýtum við auðlindir? Til hvers? – og með hvaða afleiðingum fyrir samfélagið? Við stöndum nú á tímamótum í orkumálum – bæði tæknilega og pólitískt séð. Umræða um vindorkuverkefni, orkuflutningskerfi og nýtingu náttúruauðlinda hefur orðið sífellt pólitískari. Umræðan snýst ekki eingöngu um krónur og aura – heldur einnig um sjálfsmynd þjóðarinnar, lýðræðisþátttöku, fullveldi og framtíðarsýn. Ef einblínt er á hagfræðilegu hliðina, má spyrja: Ef græna orkustefnan verður aðallega rekin sem útflutningsverkefni í fjáröflunarskyni, hvað verður þá um samfélagslega samstöðu, sköpunarkraft og gagnrýna hugsun? Ríkidæmi: ávinningur eða byrði? Það sem Holte undirstrikar í bók sinni – og sem ætti að hvetja okkur Íslendinga til íhugunar er auðlindanýting – hvort sem hún byggist á jarðefnaeldsneyti eða grænni orku – krefst meira en hagfræðilegra útreikninga. Hún krefst pólitískrar meðvitundar, menningar- og menntunarlegra sjónarmiða og siðferðilegrar stefnumótunar. Við þurfum eins og Norðmenn að spyrja okkur: Hvernig samfélag viljum við byggja til framtíðar? Viljum við virkt lýðræði og öflugt borgarasamfélag? Eða þægilegt kerfi sem gefur öllum eitthvað – en gerir engan fúsan til að breyta nokkru og þar sem allir starfa hjá ríkinu? Lokaorð: Að spyrja óþægilegra spurninga „Við gætum orðið landið sem varð of ríkt á ný – nema við lærum að spyrja óþægilegra spurninga í tæka tíð,“ segir Holte í bók sinni. Þetta er ekki eingöngu áskorun til Norðmanna. Hún á einnig við okkur Íslendinga, sem nú þurfa að vega og meta hvernig framtíð grænnar orkunýtingar eigi að líta út og hvernig hún í raun og veru þjónar fólkinu í landinu. Að verða rík – það eitt og sér er ekki afrek. Spurningin er hvort við hvort við reynum að nýta þann auð af visku til að byggja réttlátt, gagnrýnið og sjálfbært samfélag. Höfundur er læknir og fullveldissinni Heimildir: https://www.norli.no/boker/dokumentar-og-fakta/historie-og-dokumentar/debatt-og-samfunn/landet-som-ble-for-rikt-9788248938262 https://www.svd.se/a/1MEaOM/ekonomen-bech-holte-om-norges-problem-lata-lontagare-och-undermaliga-studenter https://www.nrk.no/anmeldelser/anmeldelse_-_landet-som-ble-for-rikt_-av-martin-bech-holte-1.17201297 https://www.akademibokhandeln.se/sok?sokfraga=Martin+Bech+Holte
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun