Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. september 2025 11:02 Niclas Füllkrug er auðþekkjanlegur á tönninni sem virðist vanta í hann. getty/Jacques Feeney Strákarnir í Fantasýn, hlaðvarpi Sýnar um Fantasy leik ensku úrvalsdeildarinnar, leituðu ráða hjá þúsundþjalasmiðnum Rúrik Gíslasyni hvað ætti að gera með tvo þýska leikmenn í Fantasy. Leikmennirnir sem um ræðir um þeir Florian Wirtz hjá Liverpool og Niclas Füllkrug hjá West Ham United. Rúrik þekkir vel til þess síðarnefnda en þeir léku saman hjá Nürnberg. Sindri Kamban er með Füllkrug í sínu liði í Fantasy en Albert Þór Guðmundsson spurði Rúrik hvort ekki væri best að selja þýska framherjann. „Einfalda svarið er jú, klárlega. Hann kom í fyrra og meiddist. Það er ógeðslega mikilvægt fyrir hann að gera þetta vel núna. Mér finnst ég skynja á honum að vilja ógeðslega mikið en vera ekki neitt sjálfstraust og það er oft mjög slæm blanda,“ sagði Rúrik um Füllkrug. Rúrik Gíslason í leik með Nürnberg.getty/TF-Images Hann sagðist eitt sinn hafa spurt Füllkrug hvort hann ætlaði ekki láta laga í sér tennurnar en það er eins og það vanti eina slíka í stellið hans. „Ég spurði hann einu sinni út í þetta. Ég hef gaman af því þegar fólk er með fallegar tennur og er blátt áfram og sagði við hann: Það er eins og það vanti í þig eina tönn. Hann sagði að ef hann myndi fara og láta gera við tennurnar myndi þetta einkennisútlitseinkenni hans fara. Það er útpælt að gera ekkert í þessu. Hann sagði mér þetta á sínum tíma og mér fannst þetta sérstakt. Honum finnst þetta töff en það eru stundum Þjóðverjar sem finnast þeir vera töff sem eru ekki töff,“ sagði Rúrik. Ekki viss um að hann standi undir pressunni Albert er að vandræðast með hvað hann eigi að gera við Wirtz og leitaði ráða hjá Rúrik. „Án þess að styggja Liverpool-aðdáendur Íslands sem ég hef margoft gert í gegnum Viaplay þættina. Það má ekki blása á þá því þá verður allt vitlaust,“ sagði Rúrik. „Fyrir mitt leyti hef ég smá áhyggjur af þessu því ég veit að þetta er ótrúlega góður gæi og veit líka að munurinn á enska umhverfinu og því þýska er fáránlega mikill. Á Englandi kemstu lengra áfram því meiri skíthæll sem þú ert. Mér finnst smá Timo Werner og Kai Havertz lykt af þessu. Þetta hefur ekki litið vel út. Hann er með tvö skot á mark í þremur leikjum, fjögur skot allt í allt.“ Wirtz var keyptur dýrum dómum frá Bayer Leverkusen og Rúrik hefur áhyggjur af því að hann ráði ekki við pressuna sem fylgir verðmiðanum. „Til standast pressu þarftu að vera tilbúinn að gefa fólki fingurinn og vera stór og mikill sem ég veit að hann er ekki. Hann er svona elsku kútur og ég hef smá áhyggjur af þessu,“ sagði Rúrik. Hlusta má á Fantasýn hér fyrir neðan en þáttinn má finna á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Enski boltinn Fantasýn Tengdar fréttir Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Alexander Isak er loksins kominn til Liverpool og margir Fantasy-spilarar velta því eflaust fyrir sér hvað eigi að gera við hann. Strákarnir í Fantasýn freistuðu því að svara því í nýjasta þætti þeirra. 5. september 2025 09:02 Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Enski boltinn Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Körfubolti Fleiri fréttir Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Mamardashvili í markinu gegn United Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Sjá meira
Leikmennirnir sem um ræðir um þeir Florian Wirtz hjá Liverpool og Niclas Füllkrug hjá West Ham United. Rúrik þekkir vel til þess síðarnefnda en þeir léku saman hjá Nürnberg. Sindri Kamban er með Füllkrug í sínu liði í Fantasy en Albert Þór Guðmundsson spurði Rúrik hvort ekki væri best að selja þýska framherjann. „Einfalda svarið er jú, klárlega. Hann kom í fyrra og meiddist. Það er ógeðslega mikilvægt fyrir hann að gera þetta vel núna. Mér finnst ég skynja á honum að vilja ógeðslega mikið en vera ekki neitt sjálfstraust og það er oft mjög slæm blanda,“ sagði Rúrik um Füllkrug. Rúrik Gíslason í leik með Nürnberg.getty/TF-Images Hann sagðist eitt sinn hafa spurt Füllkrug hvort hann ætlaði ekki láta laga í sér tennurnar en það er eins og það vanti eina slíka í stellið hans. „Ég spurði hann einu sinni út í þetta. Ég hef gaman af því þegar fólk er með fallegar tennur og er blátt áfram og sagði við hann: Það er eins og það vanti í þig eina tönn. Hann sagði að ef hann myndi fara og láta gera við tennurnar myndi þetta einkennisútlitseinkenni hans fara. Það er útpælt að gera ekkert í þessu. Hann sagði mér þetta á sínum tíma og mér fannst þetta sérstakt. Honum finnst þetta töff en það eru stundum Þjóðverjar sem finnast þeir vera töff sem eru ekki töff,“ sagði Rúrik. Ekki viss um að hann standi undir pressunni Albert er að vandræðast með hvað hann eigi að gera við Wirtz og leitaði ráða hjá Rúrik. „Án þess að styggja Liverpool-aðdáendur Íslands sem ég hef margoft gert í gegnum Viaplay þættina. Það má ekki blása á þá því þá verður allt vitlaust,“ sagði Rúrik. „Fyrir mitt leyti hef ég smá áhyggjur af þessu því ég veit að þetta er ótrúlega góður gæi og veit líka að munurinn á enska umhverfinu og því þýska er fáránlega mikill. Á Englandi kemstu lengra áfram því meiri skíthæll sem þú ert. Mér finnst smá Timo Werner og Kai Havertz lykt af þessu. Þetta hefur ekki litið vel út. Hann er með tvö skot á mark í þremur leikjum, fjögur skot allt í allt.“ Wirtz var keyptur dýrum dómum frá Bayer Leverkusen og Rúrik hefur áhyggjur af því að hann ráði ekki við pressuna sem fylgir verðmiðanum. „Til standast pressu þarftu að vera tilbúinn að gefa fólki fingurinn og vera stór og mikill sem ég veit að hann er ekki. Hann er svona elsku kútur og ég hef smá áhyggjur af þessu,“ sagði Rúrik. Hlusta má á Fantasýn hér fyrir neðan en þáttinn má finna á öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Enski boltinn Fantasýn Tengdar fréttir Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Alexander Isak er loksins kominn til Liverpool og margir Fantasy-spilarar velta því eflaust fyrir sér hvað eigi að gera við hann. Strákarnir í Fantasýn freistuðu því að svara því í nýjasta þætti þeirra. 5. september 2025 09:02 Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Enski boltinn Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Körfubolti Fleiri fréttir Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Mamardashvili í markinu gegn United Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Sjá meira
Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Alexander Isak er loksins kominn til Liverpool og margir Fantasy-spilarar velta því eflaust fyrir sér hvað eigi að gera við hann. Strákarnir í Fantasýn freistuðu því að svara því í nýjasta þætti þeirra. 5. september 2025 09:02