Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar 7. september 2025 16:00 Af hverju erum við enn á lífi? Þessi spurning leitar á mann þegar maður hugsar um hversu ótrúlega nálægt við höfum verið því að eyða okkur sjálfum. Það var a.m.k. tvisvar sem mannkynið stóð á barmi kjarnorkustríðs, en kannski oftar, við vitum það ekki fyrir víst. Í seinna skiptið var það einn einstaklingur, bjargvættur, sem tók afgerandi ákvörðun um að gera ekki neitt. Og fyrir það ættum við allir, vanmáttugir almúgamenn, að vera þakklátir. Það eitt að Rússland eigi yfir 6.000 kjarnorkusprengjur er ekki bara óhugnanlegt, heldur dálítið fyndið í ljósi þess að við teljum okkur geta haft einhver áhrif á slíka ógnarstjórn. Þetta er hreint mikilmennskubrjálæði. Hugsið ykkur þetta: Við, Íslendingar norður í Atlantshafi, með okkar 370.000 hræður, sem er vart meira en meðalstórt þorp annars staðar, erum eins og lítill gjammandi Chihuahua-hundur sem er að pirra stóran, sársvangan og úrillan grábjörn sem er að vakna eftir vetrardvala. Hvaða tilgangi þjónar þetta? Björninn þarf bara að slá hraminum einu sinni frá sér og þá er út um Chihuahua-hundinn í eitt skipti fyrir öll. Við höfum ekki einu sinni flugur til að senda í hann, hvað þá kjarnorkuvopn. Slysin hafa gerst og geta gerst aftur. Blessuð sé minning Stanislav Petrov, liðsforingja í sovéska hernum, sem bjargaði heimsbyggðinni frá kjarnorkustríði árið 1983. Í hinu stóra samhengi var hann eins og maurinn í moldinni. Hann hunsaði viðvörun tækja sinna og fór eftir eigin sannfæringu. Honum fannst ólíklegt að aðeins fimm flugskeyti væru á leiðinni. En hvað ef bilunin hefði sýnt 100 flugskeyti á radarnum? Hefði hann þá tekið sömu ákvörðun? Við, litli almúginn, vitum það ekki. En hann gerði það ekki, og fyrir það ætti heimsbyggðin að minnast hans á hverju ári til að muna hversu stutt við erum frá því að tortíma okkur sjálfum vegna heimsku okkar. Hættulegur heimur Á gervigreindaröld gæti svona ástand komið upp aftur. Mun það þá vera einhver lítill maur í moldinni sem tekur fram fyrir tölvuna? Maður spyr sig, við hin sem erum rétt svo fær um að setja saman Ikea-húsgögn. Það eru yfir 12.000 kjarnorkusprengjur í heiminum, flestar í eigu Rússlands og Bandaríkjanna. Leiðtogarnir í þeim löndum eru ekki beint áræðanlegustu leiðtogar heimsins. Það þarf ekki einu sinni að vera gamall maður heldur getur verið ungur og óútreiknanlegur foringi, eins og í Norður-Kóreu sem á greinilega við stórmennskubrjálæði að stríða og það sorglega er að þjóðin fylgir honum í einu og öllu sem guðlegri veru. Hvað ef þeir misreikna sig eða verða fyrir heilabilun? Það virðist vera þannig að það fari eftir veðri hvernig þeir fara fram úr á hverjum degi og við þurfum að haga okkur eftir því, restin í heiminum. Með þessum fjölda gereyðingarvopna væri hægt að sprengja allar borgir á jörðinni og gera hana óbyggilega í þúsundir ára. Það er jafnvel talið að einn kjarnorkukafbátur, sem lúrir kannski einhvers staðar í Atlantshafinu, búi yfir nógu mörgum og kraftmiklum sprengjum til að eyða hálfri jörðinni. Hér er listi yfir þjóðir sem eiga kjarnorkuvopn, fyrir utan Rússland og Bandaríkin: Kína: 600 Frakkland: 290 Bretland: 225 Indland: 180 Pakistan: 170 Ísrael: 90 Norður-Kórea: 50 Þótt kjarnorkuvopnum hafi fækkað erum við aldrei nær því að setja af stað kjarnorkustríð. Það er í raun á valdi örfárra einstaklinga í heiminum að gjöreyða honum, hvort heldur þeir komi úr vestri eða austri. Við, sem höfum enga stjórn á þessari geðveiki, getum aðeins horft á. Það munaði afskaplega litlu í Kúbudeilunni á sínum tíma og svo var það Stanislav sem einn einstaklingur tók afgerandi ákvörðun um að bjarga heiminum. Hvað vitum við? Er til John Smith í Bandaríkjunum eða Li Wei Fang í Kína sem hefur gert það sama og Stanislav, en við munum aldrei fá að vita um það til að halda valdajafnvæginu í heiminum? Hver er með mikilmennskubrjálæði hérna? Væri ekki nær að horfa til hagsmuna eigin þegna í stað þess að hervæða önnur lönd? Það er nóg að taka til hendinni hér heima; búa gamla fólkinu okkar áhyggjulaust ævikvöld, styrkja barnafjölskyldur þannig að börnin þeirra geti stundað heilbrigðar tómstundir, svo eitthvað sé nefnt, og styrkja stoðþjónustukerfið okkar: Menntun, félagslega kerfið, samgöngur, heilbrigðiskerfið, löggæsluna og fleira. Kannski er það svo að það megi fórna minni hagsmunum fyrir meiri og við verðum að horfast í augu við það að vægi okkar í stóra samhenginu þegar kemur að því að leysa Úkraínustríðið er sama og ekkert. Að halda annað er ekkert nema mikilmennskubrjálæði. Höfundur er miðflokksmaður og áhugamaður um betra samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Bergmann Kjarnorka Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Af hverju erum við enn á lífi? Þessi spurning leitar á mann þegar maður hugsar um hversu ótrúlega nálægt við höfum verið því að eyða okkur sjálfum. Það var a.m.k. tvisvar sem mannkynið stóð á barmi kjarnorkustríðs, en kannski oftar, við vitum það ekki fyrir víst. Í seinna skiptið var það einn einstaklingur, bjargvættur, sem tók afgerandi ákvörðun um að gera ekki neitt. Og fyrir það ættum við allir, vanmáttugir almúgamenn, að vera þakklátir. Það eitt að Rússland eigi yfir 6.000 kjarnorkusprengjur er ekki bara óhugnanlegt, heldur dálítið fyndið í ljósi þess að við teljum okkur geta haft einhver áhrif á slíka ógnarstjórn. Þetta er hreint mikilmennskubrjálæði. Hugsið ykkur þetta: Við, Íslendingar norður í Atlantshafi, með okkar 370.000 hræður, sem er vart meira en meðalstórt þorp annars staðar, erum eins og lítill gjammandi Chihuahua-hundur sem er að pirra stóran, sársvangan og úrillan grábjörn sem er að vakna eftir vetrardvala. Hvaða tilgangi þjónar þetta? Björninn þarf bara að slá hraminum einu sinni frá sér og þá er út um Chihuahua-hundinn í eitt skipti fyrir öll. Við höfum ekki einu sinni flugur til að senda í hann, hvað þá kjarnorkuvopn. Slysin hafa gerst og geta gerst aftur. Blessuð sé minning Stanislav Petrov, liðsforingja í sovéska hernum, sem bjargaði heimsbyggðinni frá kjarnorkustríði árið 1983. Í hinu stóra samhengi var hann eins og maurinn í moldinni. Hann hunsaði viðvörun tækja sinna og fór eftir eigin sannfæringu. Honum fannst ólíklegt að aðeins fimm flugskeyti væru á leiðinni. En hvað ef bilunin hefði sýnt 100 flugskeyti á radarnum? Hefði hann þá tekið sömu ákvörðun? Við, litli almúginn, vitum það ekki. En hann gerði það ekki, og fyrir það ætti heimsbyggðin að minnast hans á hverju ári til að muna hversu stutt við erum frá því að tortíma okkur sjálfum vegna heimsku okkar. Hættulegur heimur Á gervigreindaröld gæti svona ástand komið upp aftur. Mun það þá vera einhver lítill maur í moldinni sem tekur fram fyrir tölvuna? Maður spyr sig, við hin sem erum rétt svo fær um að setja saman Ikea-húsgögn. Það eru yfir 12.000 kjarnorkusprengjur í heiminum, flestar í eigu Rússlands og Bandaríkjanna. Leiðtogarnir í þeim löndum eru ekki beint áræðanlegustu leiðtogar heimsins. Það þarf ekki einu sinni að vera gamall maður heldur getur verið ungur og óútreiknanlegur foringi, eins og í Norður-Kóreu sem á greinilega við stórmennskubrjálæði að stríða og það sorglega er að þjóðin fylgir honum í einu og öllu sem guðlegri veru. Hvað ef þeir misreikna sig eða verða fyrir heilabilun? Það virðist vera þannig að það fari eftir veðri hvernig þeir fara fram úr á hverjum degi og við þurfum að haga okkur eftir því, restin í heiminum. Með þessum fjölda gereyðingarvopna væri hægt að sprengja allar borgir á jörðinni og gera hana óbyggilega í þúsundir ára. Það er jafnvel talið að einn kjarnorkukafbátur, sem lúrir kannski einhvers staðar í Atlantshafinu, búi yfir nógu mörgum og kraftmiklum sprengjum til að eyða hálfri jörðinni. Hér er listi yfir þjóðir sem eiga kjarnorkuvopn, fyrir utan Rússland og Bandaríkin: Kína: 600 Frakkland: 290 Bretland: 225 Indland: 180 Pakistan: 170 Ísrael: 90 Norður-Kórea: 50 Þótt kjarnorkuvopnum hafi fækkað erum við aldrei nær því að setja af stað kjarnorkustríð. Það er í raun á valdi örfárra einstaklinga í heiminum að gjöreyða honum, hvort heldur þeir komi úr vestri eða austri. Við, sem höfum enga stjórn á þessari geðveiki, getum aðeins horft á. Það munaði afskaplega litlu í Kúbudeilunni á sínum tíma og svo var það Stanislav sem einn einstaklingur tók afgerandi ákvörðun um að bjarga heiminum. Hvað vitum við? Er til John Smith í Bandaríkjunum eða Li Wei Fang í Kína sem hefur gert það sama og Stanislav, en við munum aldrei fá að vita um það til að halda valdajafnvæginu í heiminum? Hver er með mikilmennskubrjálæði hérna? Væri ekki nær að horfa til hagsmuna eigin þegna í stað þess að hervæða önnur lönd? Það er nóg að taka til hendinni hér heima; búa gamla fólkinu okkar áhyggjulaust ævikvöld, styrkja barnafjölskyldur þannig að börnin þeirra geti stundað heilbrigðar tómstundir, svo eitthvað sé nefnt, og styrkja stoðþjónustukerfið okkar: Menntun, félagslega kerfið, samgöngur, heilbrigðiskerfið, löggæsluna og fleira. Kannski er það svo að það megi fórna minni hagsmunum fyrir meiri og við verðum að horfast í augu við það að vægi okkar í stóra samhenginu þegar kemur að því að leysa Úkraínustríðið er sama og ekkert. Að halda annað er ekkert nema mikilmennskubrjálæði. Höfundur er miðflokksmaður og áhugamaður um betra samfélag.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun