Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar 9. september 2025 09:01 Nú á áratugi tileinkuðum öldrun hjá Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni hefur umræðu um stöðu eldra fólks verið ríkulega lyft upp á heimsvísu. Sú áhersla er ekki úr lausu lofti gripin. Við erum öll meðvituð um þá þróun að fjöldi og hlutfall eldra fólks hefur aukist í heiminum og mun halda svo áfram næstu áratugina. Því ber að þakka bættu heilsufari og meðferðum við langvinnum sjúkdómum. Já, við lifum lengur og mörg hver munum við, ef vel gefst, finna fyrir hreysti og lífsgleði á gamals aldri. En með hækkandi aldri aukast þó líkur á fjölþættri sjúkdómabyrði með líkamlegum og vitrænum skerðingum. Það liggur því fyrir að sífellt stækkandi hópur okkar elsta fólks mun þurfa umönnun og stuðning við daglegt líf sitt. Umræða um stöðu og staðreyndir stækkandi hóps elsta fólksins í samfélagi okkar einkennist mikið til af áhyggjum yfir því hvernig manna skuli þjónustu við þennan hóp og hversu mörg rými þurfi að reisa til að hýsa þá þjónustu. Sú umræða þarf vissulega að fara fram en eftir stendur þó mikilvægasta samtalið. Hvernig ætlum við að byggja upp og efla þá fagmennsku og starfsgleði sem starfsfólk okkar þarf að búa yfir til að geta enn betur mætt þörfum ört stækkandi og fjölbreytts hóps einstaklinga sem verða að reiða sig á aðstoð annarra við daglega athafnir? Ef við lítum inn á við þá eigum við það líklega öll sameiginlegt að finna ástríðu fyrir því að okkur sjálfum og okkar fólki sé mætt af virðingu, að hlúð sé að gildum okkar og að umönnun sé veitt með velferð okkar að leiðarljósi. Einnig er það víst að allt það starfsfólk sem valið hefur sér störf við velferðarþjónustu vill gera eins vel í þeim efnum og kostur er. Fólk sem velur sér starfsvettvang í umönnun er almennt drifið áfram af þörf fyrir að hlúa að vellíðan og þörfum hvers einstaklings í þeirra þjónustu. En þó er það svo að í hraða og annríki umönnunarstarfa heyrum við ítrekuð dæmi um að grunngildum persónumiðaðrar umönnunar sé ábótavant í öldrunarþjónustu íslensks samfélags. Grunnstoðir persónumiðaðrar umönnunar felast í að styðja og hlúa að grunnþörfum hvers einstaklings út frá hans gildum og aðstæðum. Slíkt kallar á traust og einlægni í samskiptum milli starfsmanns og þess sem þjónustunnar nýtur. Mikilvægt er að þjálfa og leiðbeina umönnunarstarfsfólki í hugmyndafræði og starfsaðferðum sem ýta undir persónumiðaða nálgun, allt frá upphafi náms í umönnun og í gegnum allan feril starfsævinnar. Gefa þarf starfsfólki andrými og hvatningu til að hugsa út fyrir fastmótaðan ramma þjónustunnar og mæta þeim fjölbreyttu aðstæðum sem eldra fólk í umönnunarþörf býr við. Persónumiðuð umönnunarþjónusta verður ekki viðhöfð í einangruðu framlagi hvers starfsmanns. Persónumiðaða nálgun þarf að þjálfa og hvetja til með samtakamætti og stuðningi stjórnenda. Ef kjarni hugmyndafræðinnar er vel síaður inn í hugsun fólks í öllum lögum velferðarkerfis okkar – þá gerast töfrarnir. Ef gildi persónumiðaðrar nálgunar er drifkraftur í markmiðum og stefnu stjórnvalda, rekstri stofnanna og stjórnun eininga, verkar það sem hvatning og valdefling til okkar verðmæta starfsfólks til bættari umönnunar við þjónustuþega. Föstudaginn 12. september næst komandi, verður málþing tileinkað persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu á Hótel Natura, undir yfirskriftinni Þekking til framtíðar, lífsgæði í forgrunni. Málþingið er haldið á vegum samtakanna Eden á Íslandi sem fagnar 15 ára afmæli sínu og nýrrar Miðstöðvar í öldrunarfræðum sem starfrækt er hjá Heilbrigðisvísindastofnun Háskóla Íslands í samvinnu við Landspítala og ráðuneyti heilbrigðis- og félagsmála sem bæði standa að framkvæmd verkefnisins Gott að eldast. Tilgangur málþingsins er að leiða saman starfsfólk og fræðafólk úr ýmsum þáttum öldrunarþjónustu þar sem áhersla er lögð á fjölbreytta og gagnreynda umræðu um áskoranir og tækifæri í að auka persónumiðaða nálgun í velferðarkerfi okkar. Tíu fyrirlesarar með ólíkan bakgrunn deila rannsóknum, hugmyndum sínum og framtíðarsýn um aukna velferð okkar elsta fólks í samfélaginu. Tækifæri gefst einnig fyrir þátttakendur í sal að eiga samtal og leggja sín lóð á vogarskálarnar í heildrænni þróun persónumiðaðrar öldrunarþjónustu á hverjum starfsstað og í saumlausu flæði frá einu þjónustustigi til annars. Sjá dagskrá á https://edeniceland.is/vidburdir/thekking-til-framtidar/ Persónumiðuð nálgun í öldrunarþjónustu er ekki á ábyrgð einstakra starfsmanna. Hún er samvinnuverkefni okkar allra sem samfélags. Höfundur er forstöðumaður Miðstöðvar í öldrunarfræðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Nú á áratugi tileinkuðum öldrun hjá Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni hefur umræðu um stöðu eldra fólks verið ríkulega lyft upp á heimsvísu. Sú áhersla er ekki úr lausu lofti gripin. Við erum öll meðvituð um þá þróun að fjöldi og hlutfall eldra fólks hefur aukist í heiminum og mun halda svo áfram næstu áratugina. Því ber að þakka bættu heilsufari og meðferðum við langvinnum sjúkdómum. Já, við lifum lengur og mörg hver munum við, ef vel gefst, finna fyrir hreysti og lífsgleði á gamals aldri. En með hækkandi aldri aukast þó líkur á fjölþættri sjúkdómabyrði með líkamlegum og vitrænum skerðingum. Það liggur því fyrir að sífellt stækkandi hópur okkar elsta fólks mun þurfa umönnun og stuðning við daglegt líf sitt. Umræða um stöðu og staðreyndir stækkandi hóps elsta fólksins í samfélagi okkar einkennist mikið til af áhyggjum yfir því hvernig manna skuli þjónustu við þennan hóp og hversu mörg rými þurfi að reisa til að hýsa þá þjónustu. Sú umræða þarf vissulega að fara fram en eftir stendur þó mikilvægasta samtalið. Hvernig ætlum við að byggja upp og efla þá fagmennsku og starfsgleði sem starfsfólk okkar þarf að búa yfir til að geta enn betur mætt þörfum ört stækkandi og fjölbreytts hóps einstaklinga sem verða að reiða sig á aðstoð annarra við daglega athafnir? Ef við lítum inn á við þá eigum við það líklega öll sameiginlegt að finna ástríðu fyrir því að okkur sjálfum og okkar fólki sé mætt af virðingu, að hlúð sé að gildum okkar og að umönnun sé veitt með velferð okkar að leiðarljósi. Einnig er það víst að allt það starfsfólk sem valið hefur sér störf við velferðarþjónustu vill gera eins vel í þeim efnum og kostur er. Fólk sem velur sér starfsvettvang í umönnun er almennt drifið áfram af þörf fyrir að hlúa að vellíðan og þörfum hvers einstaklings í þeirra þjónustu. En þó er það svo að í hraða og annríki umönnunarstarfa heyrum við ítrekuð dæmi um að grunngildum persónumiðaðrar umönnunar sé ábótavant í öldrunarþjónustu íslensks samfélags. Grunnstoðir persónumiðaðrar umönnunar felast í að styðja og hlúa að grunnþörfum hvers einstaklings út frá hans gildum og aðstæðum. Slíkt kallar á traust og einlægni í samskiptum milli starfsmanns og þess sem þjónustunnar nýtur. Mikilvægt er að þjálfa og leiðbeina umönnunarstarfsfólki í hugmyndafræði og starfsaðferðum sem ýta undir persónumiðaða nálgun, allt frá upphafi náms í umönnun og í gegnum allan feril starfsævinnar. Gefa þarf starfsfólki andrými og hvatningu til að hugsa út fyrir fastmótaðan ramma þjónustunnar og mæta þeim fjölbreyttu aðstæðum sem eldra fólk í umönnunarþörf býr við. Persónumiðuð umönnunarþjónusta verður ekki viðhöfð í einangruðu framlagi hvers starfsmanns. Persónumiðaða nálgun þarf að þjálfa og hvetja til með samtakamætti og stuðningi stjórnenda. Ef kjarni hugmyndafræðinnar er vel síaður inn í hugsun fólks í öllum lögum velferðarkerfis okkar – þá gerast töfrarnir. Ef gildi persónumiðaðrar nálgunar er drifkraftur í markmiðum og stefnu stjórnvalda, rekstri stofnanna og stjórnun eininga, verkar það sem hvatning og valdefling til okkar verðmæta starfsfólks til bættari umönnunar við þjónustuþega. Föstudaginn 12. september næst komandi, verður málþing tileinkað persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu á Hótel Natura, undir yfirskriftinni Þekking til framtíðar, lífsgæði í forgrunni. Málþingið er haldið á vegum samtakanna Eden á Íslandi sem fagnar 15 ára afmæli sínu og nýrrar Miðstöðvar í öldrunarfræðum sem starfrækt er hjá Heilbrigðisvísindastofnun Háskóla Íslands í samvinnu við Landspítala og ráðuneyti heilbrigðis- og félagsmála sem bæði standa að framkvæmd verkefnisins Gott að eldast. Tilgangur málþingsins er að leiða saman starfsfólk og fræðafólk úr ýmsum þáttum öldrunarþjónustu þar sem áhersla er lögð á fjölbreytta og gagnreynda umræðu um áskoranir og tækifæri í að auka persónumiðaða nálgun í velferðarkerfi okkar. Tíu fyrirlesarar með ólíkan bakgrunn deila rannsóknum, hugmyndum sínum og framtíðarsýn um aukna velferð okkar elsta fólks í samfélaginu. Tækifæri gefst einnig fyrir þátttakendur í sal að eiga samtal og leggja sín lóð á vogarskálarnar í heildrænni þróun persónumiðaðrar öldrunarþjónustu á hverjum starfsstað og í saumlausu flæði frá einu þjónustustigi til annars. Sjá dagskrá á https://edeniceland.is/vidburdir/thekking-til-framtidar/ Persónumiðuð nálgun í öldrunarþjónustu er ekki á ábyrgð einstakra starfsmanna. Hún er samvinnuverkefni okkar allra sem samfélags. Höfundur er forstöðumaður Miðstöðvar í öldrunarfræðum.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun