Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. september 2025 13:02 Umhverfisráðherra óttast að Evrópureglur um íslenskar merkingar á plastvörum muni leiða til verðhækkana og bitna á konum og barnafjölskyldum. Hann muni gæti hagsmuna Íslands og segir mögulegt að reglurnar verði ekki innleiddar að fullu. Drög að reglugerð um plastvörur, sem miðar að innleiðingu tilskipunar Evrópusambandsins, voru nýverið birt í samráðsgátt stjórnvalda og hafa ýmis hagsmunasamtök gagnrýnt þau harðlega. Samkvæmt reglugerðinni verður skylt merkja einnota vörur sérstaklega sem plastvörur á móðurtungumálinu, eða á íslensku hér á landi. Sökum smæðar íslenska markaðarins hefur verið bent á að þetta gæti leitt til minna vöruframboðs og verðhækkana, sem bitni fyrst og fremst á konum og barnafjölskyldum, þar sem tíðavörur og blautþurrkur eru þar undir. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis og loftslagsráðherra, tekur undir þessi sjónarmið. „Það er alveg ljóst að þessi framkvæmdareglugerð frá Evrópusambandinu og þessi stranga tungumálakrafa felur í sér mjög íþyngjandi kröfur á atvinnulíf og neytendur. Ég hef áhyggjur af því að þetta verði til þess að þrýsta upp verði,“ segir Jóhann. Reglugerðin myndi hafa áhrif á vörur á borð við tíðavörur, blautþurrkur, tóbaksvörur sem innihalda plast og bolla og glös fyrir drykkjarvörur.vísir/getty Hann mun fara yfir mögulega kosti í stöðunni á ríkisstjórnarfundi á morgun, meðal annars hvort það eigi annað hvort að sleppa því að innleiða tilskipunina eða setja reglugerð með meiri sveigjanleika. Það gæti aftur á móti leitt til þess að látið verði á málið reyna fyrir EFTA-dómstólnum. Hann útilokar ekki að svo fari. „Ég held að það megi færa sterk rök fyrir því að framkvæmdastjórnin hafi farið út fyrir valdmörk sín með þessari reglugerð, ekki tekið tillit til ákveðinna meginsjónarmiða um meðalhóf. Þetta bitnar sérstaklega illa á Íslandi af því við erum örhagkerfi og við erum fámennt málsvæði og það skiptir gríðarlega miklu máli að við höldum vöku okkar og tryggjum að svona reglur séu aðlagaðar að íslenskum aðstæðum. Ég mun gæta ítrustu hagmuna Íslands í þessu máli,“ segir Jóhann Páll. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Umhverfismál Neytendur Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Áhyggjuefni hversu mörg börn hafa stöðu sakbornings í ofbeldismálum POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Sjá meira
Drög að reglugerð um plastvörur, sem miðar að innleiðingu tilskipunar Evrópusambandsins, voru nýverið birt í samráðsgátt stjórnvalda og hafa ýmis hagsmunasamtök gagnrýnt þau harðlega. Samkvæmt reglugerðinni verður skylt merkja einnota vörur sérstaklega sem plastvörur á móðurtungumálinu, eða á íslensku hér á landi. Sökum smæðar íslenska markaðarins hefur verið bent á að þetta gæti leitt til minna vöruframboðs og verðhækkana, sem bitni fyrst og fremst á konum og barnafjölskyldum, þar sem tíðavörur og blautþurrkur eru þar undir. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis og loftslagsráðherra, tekur undir þessi sjónarmið. „Það er alveg ljóst að þessi framkvæmdareglugerð frá Evrópusambandinu og þessi stranga tungumálakrafa felur í sér mjög íþyngjandi kröfur á atvinnulíf og neytendur. Ég hef áhyggjur af því að þetta verði til þess að þrýsta upp verði,“ segir Jóhann. Reglugerðin myndi hafa áhrif á vörur á borð við tíðavörur, blautþurrkur, tóbaksvörur sem innihalda plast og bolla og glös fyrir drykkjarvörur.vísir/getty Hann mun fara yfir mögulega kosti í stöðunni á ríkisstjórnarfundi á morgun, meðal annars hvort það eigi annað hvort að sleppa því að innleiða tilskipunina eða setja reglugerð með meiri sveigjanleika. Það gæti aftur á móti leitt til þess að látið verði á málið reyna fyrir EFTA-dómstólnum. Hann útilokar ekki að svo fari. „Ég held að það megi færa sterk rök fyrir því að framkvæmdastjórnin hafi farið út fyrir valdmörk sín með þessari reglugerð, ekki tekið tillit til ákveðinna meginsjónarmiða um meðalhóf. Þetta bitnar sérstaklega illa á Íslandi af því við erum örhagkerfi og við erum fámennt málsvæði og það skiptir gríðarlega miklu máli að við höldum vöku okkar og tryggjum að svona reglur séu aðlagaðar að íslenskum aðstæðum. Ég mun gæta ítrustu hagmuna Íslands í þessu máli,“ segir Jóhann Páll.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Umhverfismál Neytendur Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Áhyggjuefni hversu mörg börn hafa stöðu sakbornings í ofbeldismálum POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Sjá meira