Fótbolti

„Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“

Valur Páll Eiríksson skrifar
Hákon verður með fyrirliðabandið gegn Frökkum annað kvöld.
Hákon verður með fyrirliðabandið gegn Frökkum annað kvöld. vísir / anton brink

Landsliðsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson segir frönsku kunnáttu sína ekki vera nægilega góða til að hann geti tjáð sig mikið við leikmenn franska landsliðsins í leik Íslands og Frakklands í undankeppni HM á Parc des Princes í París annað kvöld. Hann lét vera að láta blótsyrði falla á blaðamannafundi í dag.

Hákon leikur með Lille í frönsku úrvalsdeildinni og var spurður að því á blaðamannafundi sem fram fór á leikvellinum í dag hvernig franskan væri. Hann sagðist kunna nokkur blótsyrði sem kæmi til greina að láta flakka á vellinum annað kvöld.

„Ég er ekki nógu góður í frönskunni, því miður. Ég get sagt nokkur orð sem ég get ekki verið að segja hérna,“

„Slepptu því bara,“ sagði þá Ómar Smárason, fjölmiðlafulltrúi KSÍ.

„Kannski geri ég það á morgun, til að æsa aðeins í þeim,“ bætti Hákon við.

Fundinn má sjá í spilaranum.

Leikur Frakklands og Íslands er klukkan 18:45 annað kvöld og verður sýndur beint á Sýn Sport.

Klippa: Blaðamannafundur fyrir leik gegn Frökkum

Tengdar fréttir

Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið

„Það eru allir klárir og allir heilir. Hefur verið óvenju mikið að gera hjá sjúkraþjálfurunum í þessari ferð,“ sagði Arnar Gunnlaugsson á blaðamannafundi um landsliðshóp Íslands fyrir leikinn við Frakkland á Parc des Princes í undankeppni HM karla í fótbolta annað kvöld.

Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið

Þeir Stefán Árni Pálsson, Guðmundur Benediktsson og Kjartan Henry Finnbogason eru á Parc des Princes í Frakklandi þar sem karlalandsliðið í fótbolta mætir Frökkum í undankeppni HM 2026 á morgun. Þeir hituðu upp fyrir leikinn í Leiðin á HM.

„Ísland er eini óvinur okkar“

Didier Deschamps landsliðsþjálfari Frakklands hefur verið harðlega gagnrýndur af stórliðinu þar í landi, Paris Saint-Germain, fyrir að velja tvo leikmenn liðsins í landsliðshópinn. Deschamps segir þó engar erjur milli landsliðsins og PSG, Frakkland eigi aðeins einn óvin og það er Ísland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×