Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Kjartan Kjartansson skrifar 9. september 2025 09:34 Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir (t.v.) og Sigmundur Ernir Rúnarsson (t.h.) tókust á um fjárlagafrumvarpið í Bítínu á Bylgjunni í morgun. Vísir Þingkona Miðflokksins gagnrýnir aðhaldsleysi í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar þar sem gert sér ráð fyrir hæstu ríkisútgjöldum sem sögur fara af. Stjórnarþingmaður segir stjórnina þurfa að greiða upp innviðaskuld eftir „pólitíska leti“ forvera hennar. Fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins í gær. Þar er gert ráð fyrir fimmtán milljarða króna halla á rekstri ríkissjóðs á næsta ári, ellefu milljörðum minna en áður var reiknað með. Ráðherrann lýsti frumvarpinu sem ákaflega aðhaldssömu. Þessu var Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, þingmaður Miðflokksins og fulltrúi í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis, ósammála í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar fullyrti hún að ríkisútgjöld hefðu aldrei verið hærri, jafnvel hærri en á tímum kórónuveirufaraldursins. Ríkisstjórnin hefði ekki einu sinni treyst sér til þess að lækka útgjöld um fimmtán milljarða til þess að ná hallalausum fjárlögum. Rakti hún aukin útgjöld ríkisins undanfarin ár til útlendinga en það væru mál sem Miðflokkurinn hefði „aldrei mátt ræða“. Sagði hún ráðuneyti heilbrigðis- og menntamála ekki hafa getað svarað sér hver kostnaður vegna þjónustu við útlendinga væri en sjálf skyldi hún ekki hvernig væri hægt að gera áætlanir án þess að vita það. „Við verðum að taka á þessum málaflokki ef við ætlum að ná stjórn á útgjöldum ríkisstjórn, stjórn á útlendingamálum og ná niður vöxtum og verðbólgu, þá verður það að gerast,“ sagði Nanna Margrét og vísaði til útlendingamála sem hún fullyrti að síðasta ríkisstjórn hefði ekki viljað vita neitt um. Skuld sem þurfi að greiða Félagi Nönnu Margrétar í efnahags- og viðskiptanefnd, Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, benti aftur á móti á að stóra breytan síðustu tíu árin væri að íbúum landsins hefði fjölgað. Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands voru íbúar á landinu rúmlega 63 þúsund fleiri í upphafi þessa árs en árið 2015. Fjárlagafrumvarpið bæri þvert á móti vitni um stöðugleika og aðhald þar sem reynt væri að ná niður vöxtum og verðbólgu. Þá væri ríkisstjórnin að vinna upp innviðaskuld sem hefði skapast „eftir pólitíska leti síðustu ríkisstjórnar sem gat ekki sakri pólitískrar sundurleitni tekið á sterkum og stórum málum og lét mál drabbast niður.“ Þannig ætti nú að sækja fram á sviðum sem hefðu verið vanrækt, þar á meðal í heilbrigðismálum, löggæslu, vegamálum, gegn fíknivanda og taka til í málefnum öryrkja. „Það finnst mér einfaldlega vera skuld sem við þurfum að gjalda,“ sagði Sigmundur Ernir. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2026 Bítið Rekstur hins opinbera Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Fleiri fréttir Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Sjá meira
Fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins í gær. Þar er gert ráð fyrir fimmtán milljarða króna halla á rekstri ríkissjóðs á næsta ári, ellefu milljörðum minna en áður var reiknað með. Ráðherrann lýsti frumvarpinu sem ákaflega aðhaldssömu. Þessu var Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, þingmaður Miðflokksins og fulltrúi í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis, ósammála í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar fullyrti hún að ríkisútgjöld hefðu aldrei verið hærri, jafnvel hærri en á tímum kórónuveirufaraldursins. Ríkisstjórnin hefði ekki einu sinni treyst sér til þess að lækka útgjöld um fimmtán milljarða til þess að ná hallalausum fjárlögum. Rakti hún aukin útgjöld ríkisins undanfarin ár til útlendinga en það væru mál sem Miðflokkurinn hefði „aldrei mátt ræða“. Sagði hún ráðuneyti heilbrigðis- og menntamála ekki hafa getað svarað sér hver kostnaður vegna þjónustu við útlendinga væri en sjálf skyldi hún ekki hvernig væri hægt að gera áætlanir án þess að vita það. „Við verðum að taka á þessum málaflokki ef við ætlum að ná stjórn á útgjöldum ríkisstjórn, stjórn á útlendingamálum og ná niður vöxtum og verðbólgu, þá verður það að gerast,“ sagði Nanna Margrét og vísaði til útlendingamála sem hún fullyrti að síðasta ríkisstjórn hefði ekki viljað vita neitt um. Skuld sem þurfi að greiða Félagi Nönnu Margrétar í efnahags- og viðskiptanefnd, Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, benti aftur á móti á að stóra breytan síðustu tíu árin væri að íbúum landsins hefði fjölgað. Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands voru íbúar á landinu rúmlega 63 þúsund fleiri í upphafi þessa árs en árið 2015. Fjárlagafrumvarpið bæri þvert á móti vitni um stöðugleika og aðhald þar sem reynt væri að ná niður vöxtum og verðbólgu. Þá væri ríkisstjórnin að vinna upp innviðaskuld sem hefði skapast „eftir pólitíska leti síðustu ríkisstjórnar sem gat ekki sakri pólitískrar sundurleitni tekið á sterkum og stórum málum og lét mál drabbast niður.“ Þannig ætti nú að sækja fram á sviðum sem hefðu verið vanrækt, þar á meðal í heilbrigðismálum, löggæslu, vegamálum, gegn fíknivanda og taka til í málefnum öryrkja. „Það finnst mér einfaldlega vera skuld sem við þurfum að gjalda,“ sagði Sigmundur Ernir.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2026 Bítið Rekstur hins opinbera Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Fleiri fréttir Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent