„Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. september 2025 12:01 Hrönn vill að utanríkisráðherra gangi lengra í aðgerðum gegn Ísrael. Yfirlýsing utanríkisráðherra um að fríverslunarsamningur við Ísrael verði ekki uppfærður er sýndaraðgerð, að mati talskonu sniðgönguhreyfingarinnar BDS á Íslandi. Hún segir ekki nógu langt gengið, íslensk stjórnvöld gætu haft raunveruleg áhrif til að stöðva árásir Ísraela á Gasa, lágmark væri að rifta samningnum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra tilkynnti í gær að fríverslunarsamningur Íslands og annrra EFTA-ríkja við Ísrael verði ekki uppfærður og að tveir ísraelskir ráðherrar verði meinað að ferðast til Íslands og megi ekki fara um íslenska lofthelgi. Tilefnið er hernaður Ísraela á Gasa en auk þess tilkynnti ráðherrann að vörur frá hernundum svæðum Ísraela verði merktar. Fyrirmyndir í Skotlandi Hrönn G. Guðmundsdóttir talskona sniðgönguhreyfingarinnar BDS á Íslandi segir ekki nógu langt gengið.„Miðað við okkar upplýsingar þá er þetta ársgömul ákvörðun. Svo er líka spurning. Hún segir, við ætlum ekki að rifta samningum því það geti orðið svo erfitt að stofna til hans aftur seinna. Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Ísland geti farið ýmsar leiðir til alvöru aðgerða. „Við myndum vilja sjá að íslenska ríkið færi sömu leið og skoska ríkið ákvað nýlega að fara. Skoska þingið samþykkti á síðustu dögum um að skoska þingið eigi að grípa til aðgerða BDS hreyfingarinnar, sniðgönguhreyfingarinnar. Sniðgöngu, fjárlosunar- og þvingunaraðgerða. Við hvetjum Alþingi og Þorgerði Katrínu og Kristrúnu Frostadóttur til að fara sömu leið, sniðganga Ísrael allsstaðar þar sem hægt er og beita viðskiptaþvingunum og auðvitað rifta fríverslunarsamningi við Ísrael.“ Hvað varðar sérstaka merkingu á vörum frá hernumdum svæðum í Ísrael segir Hrönn að Alþjóðadómstóllinn hafi staðfest að landnemabyggðir Ísrael séu ólögmætar. „Auðvitað eigum við ekki yfir höfuð að selja þessar vörur á Íslandi og við ættum að velta því fyrir okkur alvarlega hvort verslun með þessar vörur skapi íslenskum fyrirtækjum sem flytja þær inn og selja hlutdeild í lögbrotum Ísraels.“ Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Verslun Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra tilkynnti í gær að fríverslunarsamningur Íslands og annrra EFTA-ríkja við Ísrael verði ekki uppfærður og að tveir ísraelskir ráðherrar verði meinað að ferðast til Íslands og megi ekki fara um íslenska lofthelgi. Tilefnið er hernaður Ísraela á Gasa en auk þess tilkynnti ráðherrann að vörur frá hernundum svæðum Ísraela verði merktar. Fyrirmyndir í Skotlandi Hrönn G. Guðmundsdóttir talskona sniðgönguhreyfingarinnar BDS á Íslandi segir ekki nógu langt gengið.„Miðað við okkar upplýsingar þá er þetta ársgömul ákvörðun. Svo er líka spurning. Hún segir, við ætlum ekki að rifta samningum því það geti orðið svo erfitt að stofna til hans aftur seinna. Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Ísland geti farið ýmsar leiðir til alvöru aðgerða. „Við myndum vilja sjá að íslenska ríkið færi sömu leið og skoska ríkið ákvað nýlega að fara. Skoska þingið samþykkti á síðustu dögum um að skoska þingið eigi að grípa til aðgerða BDS hreyfingarinnar, sniðgönguhreyfingarinnar. Sniðgöngu, fjárlosunar- og þvingunaraðgerða. Við hvetjum Alþingi og Þorgerði Katrínu og Kristrúnu Frostadóttur til að fara sömu leið, sniðganga Ísrael allsstaðar þar sem hægt er og beita viðskiptaþvingunum og auðvitað rifta fríverslunarsamningi við Ísrael.“ Hvað varðar sérstaka merkingu á vörum frá hernumdum svæðum í Ísrael segir Hrönn að Alþjóðadómstóllinn hafi staðfest að landnemabyggðir Ísrael séu ólögmætar. „Auðvitað eigum við ekki yfir höfuð að selja þessar vörur á Íslandi og við ættum að velta því fyrir okkur alvarlega hvort verslun með þessar vörur skapi íslenskum fyrirtækjum sem flytja þær inn og selja hlutdeild í lögbrotum Ísraels.“
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Verslun Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira