Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Árni Sæberg skrifar 9. september 2025 16:04 Í forgrunni er Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra, sem ef yfir málaflokki þeim sem brennur á mótmælendunum fyrir aftan hana. Vísir/Anton Brink Fámennur hópur mótmælenda kom saman á Austurvelli í dag þegar Alþingi var sett. Flestir kyrjuðu algeng stef mótmælenda gegn brottvísunum hælisleitenda en aðrir hreyttu fúkyrðum í ráðamenn. Alþingi var sett í 157. skipti í dag við hátíðlega athöfn í Dómkirkjunni og Alþingishúsinu. Að lokinni guðsþjónustu í kirkjunni gengu Alþingismenn, ráðherrar, biskup, forseti og gestir þingsetningarinnar yfir í Alþingishúsið þar sem Alþingi var formlega sett af Höllu Tómasdóttur forseta. Mótmæltu stefnu í útlendingamálum Fámennum hópi mótmælenda, á að giska tæplega tuttugu talsins, var þó allt annað en hátíðlegheit í huga. Samtökin No Borders Iceland höfðu boðað til mótmæla við þingsetninguna undir yfirskriftinni Engar fangabúðir fyrir börn á flótta! Þar er vitanlega vísað til boðaðar lagasetningar dómsmálaráðherra um brottfararstöð. Í þingmálaskrá sem komið var fyrir í pósthólfum alþingismanna í gærkvöldi og kynnt í dag segir að með frumvarpi til laga um brottfararstöð sé lagt til að heimilt verði að vista útlending á brottfararstöð í þeim tilvikum þegar tryggja þarf að útlendingur sé til staðar vegna ákvörðunar um að hann skuli yfirgefa landið og þegar mál sem getur leitt til slíkrar ákvörðunar er til meðferðar hjá stjórnvöldum. Flestir í kór en ekki Magga Stína Í myndskeiðinu hér að neðan má heyra flesta mótmælendur kyrja kunnuglega stefið „öll börn eru okkar börn“ saman í kór og berja á trommur á meðan ráðamenn gengu hjá. Einn mótmælenda sker sig þó greinilega úr hópnum. Það er tónlistarkonan Margrét Kristín Blöndal, Magga Stína, sem öskraði „Afætur! Afætur! Rasistar!“ og „Aumingjar! Rasistar!“ ítrekað að þeim sem gengu hjá. Þá sló hún kjuðum af innlifun í grindverk, sem komið hafði verið upp í tilefni dagsins. Alþingi Tjáningarfrelsi Hælisleitendur Reykjavík Brottfararstöð fyrir útlendinga Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Alþingi var sett í 157. skipti í dag við hátíðlega athöfn í Dómkirkjunni og Alþingishúsinu. Að lokinni guðsþjónustu í kirkjunni gengu Alþingismenn, ráðherrar, biskup, forseti og gestir þingsetningarinnar yfir í Alþingishúsið þar sem Alþingi var formlega sett af Höllu Tómasdóttur forseta. Mótmæltu stefnu í útlendingamálum Fámennum hópi mótmælenda, á að giska tæplega tuttugu talsins, var þó allt annað en hátíðlegheit í huga. Samtökin No Borders Iceland höfðu boðað til mótmæla við þingsetninguna undir yfirskriftinni Engar fangabúðir fyrir börn á flótta! Þar er vitanlega vísað til boðaðar lagasetningar dómsmálaráðherra um brottfararstöð. Í þingmálaskrá sem komið var fyrir í pósthólfum alþingismanna í gærkvöldi og kynnt í dag segir að með frumvarpi til laga um brottfararstöð sé lagt til að heimilt verði að vista útlending á brottfararstöð í þeim tilvikum þegar tryggja þarf að útlendingur sé til staðar vegna ákvörðunar um að hann skuli yfirgefa landið og þegar mál sem getur leitt til slíkrar ákvörðunar er til meðferðar hjá stjórnvöldum. Flestir í kór en ekki Magga Stína Í myndskeiðinu hér að neðan má heyra flesta mótmælendur kyrja kunnuglega stefið „öll börn eru okkar börn“ saman í kór og berja á trommur á meðan ráðamenn gengu hjá. Einn mótmælenda sker sig þó greinilega úr hópnum. Það er tónlistarkonan Margrét Kristín Blöndal, Magga Stína, sem öskraði „Afætur! Afætur! Rasistar!“ og „Aumingjar! Rasistar!“ ítrekað að þeim sem gengu hjá. Þá sló hún kjuðum af innlifun í grindverk, sem komið hafði verið upp í tilefni dagsins.
Alþingi Tjáningarfrelsi Hælisleitendur Reykjavík Brottfararstöð fyrir útlendinga Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira