Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar 10. september 2025 15:01 Grænland og Danmörk Í Napóleonsstyrjöldinni veðjaði Danmörk/Noregur á rangan hest og eftir tap Frakka neyddist Danmörk til að afsala sér völdum yfir Noregi til Svíþjóðar en hélt yfirráðum sínum yfir Íslandi, Grænlandi og Færeyjum, sem höfðu verið hluti af norska konungsríkinu. (Kiel sáttmálinn 1814). Grænland hafði verið undir Noregi frá 1261 og fór með Noregi inn í danska ríkið. Frá þeim tíma er hægt að tala um formleg dönsk yfirráð yfir Grænlandi, sem síðan hefur verið dönsk nýlenda. Með stjórnarskrárbreytingu 1953 var staða Grænlands sem dönsk nýlenda afnumin og landið formlega skilgreint sem hérað (amt) í danska ríkinu. Grænlendingar urðu þá danskir ríkisborgarar. Grænland og ESB Þegar Danmörk gekk í ESB árið 1973 (þá Efnahagsbandalagið, EBE) fylgdi Grænland með í kaupunum, enda var það þá danskt hérað. Eftir að Grænlendingar fengu aukna sjálfstjórn árið 1979 var haldin þjóðaratkvæðagreiðsla 1982 um aðild að ESB. Niðurstaðan var að meirihluti Grænlendinga vildi úrsögn úr ESB, aðallega vegna óánægju þeirra með sjávarútvegsstefnu ESB, sem Grænlendingar töldu skerða stjórn þeirra á eigin fiskimiðum. Grænland yfirgaf svo ESB árið 1985, en er þó enn hluti af Danmörku. Grænland er skilgreint af ESB sem hluti af ”Ytri löndum og landsvæðum ESB” (Overseas Countries and Territories, OCT) sem eru svæði sem tengjast ESB ríkjum stjórnarfarslega en sem eru ekki hluti af ESB. Þetta þýðir að Grænland er ekki hluti af innri markaðnum eða tollabandalaginu, en hefur sérstök viðskiptakjör og samstarfssamninga við ESB. Þrátt fyrir aukna heimastjórn og sjálfstjórn hafa Danir enn formlegt vald yfir mikilvægum málum á Grænlandi, svo sem utanríkismálum, varnarmálum og myntmálum. Grænland er auðugasta ríki heims. Grænland býr yfir góifurlegum náttúruauðlindum: sjávardýrum, málmum (sjaldgæfum jarðefnum, úrani, gulli, járni o.fl.), vatnsafli og möguleikum á olíu- og gasvinnslu. Margir telja að tekjur af þessum auðlindum ættu að renna beint til Grænlendinga, ekki Dana. Sjálfstæði gæti gert Grænlendingum kleift að gera eigin samninga við ríki og fyrirtæki um nýtingu auðlinda myndi færa Grænlendingum óskorað vald yfir eigin framtíð og stefnumótun. Sjálfstæði Grænlands Samkvæmt alþjóðalögum, meðal annars stofnskrá Sameinuðu þjóðanna, eiga þjóðir rétt á sjálfsákvörðun. Margir Grænlendingar telja að fullveldi sé eðlilegt framhald af sjálfstæðisbaráttu sinni. Grænlendingar eru flestir Inúítar með eigin tungumál, hefðir og menningu, sem er mjög frábrugðin dönsku og danskri menningu. Margir telja því að sjálfstæði Grænlands styrki og verndi grænlenska menningu betur en tengsl við Danmörku, þar sem danska hefur lengi haft yfirburði í stjórnsýslu og menntakerfi landsins. Í hugum Grænlendinga hafa áhrif danskra yfirráða verið neikvæð, sem kemur fram meðal annars í ójafnræði í menntun, launum, heilbrigðisþjónustu, nauðungarflutningum og alvarlegu misrétti gagnvart íbúum og menningu landsins (sbr. spíralmálið). Sjálfstæði væri táknrænn réttarbót og leið til að endurheimta þjóðarstolt. Spíralmálið „Spíralmálið“ (lykkjumálið) í Grænlandi var skipulagt verkefni þar sem þúsundir grænlenskra stúlkna og kvenna fengu spírala (getnaðarvarnerlykkjur) settan upp á sjöunda áratugnum, oftast án samþykkis. Málið er nú rannsakað sem alvarlegt mannréttindabrot og sem tákn um nýlenduarfleifð Dana í Grænlandi. Málið kom fyrst að fullu fram í fjölmiðlum árið 2017, þegar danskir blaðamenn opinberuðu skjöl sem sýndu umfang málsins. Um helmingur kynþroska stúlkna á Grænlandi voru þá gerðar ófrjóar. Í kjölfarið kröfðust grænlensk stjórnvöld opinberrar rannsóknar og viðurkenningar á brotum Dana gegn grænlenskum konum. Spíralmálið er oft nefnt sem dæmi um nýlenduvald Dana og um skort á virðingu fyrir sjálfsákvörðunarrétti Grænlendinga. Ísland og Grænland Fullveldi Íslands árið 1918 og stofnun lýðveldis árið 1944 voru góð fordæmi fyrir aðrar þjóðir á Norðurlöndum sem vildu losna undan yfirráðum Dana. Grænlenskir sjálfstæðissinnar hafa oft nefnt Ísland sem innblástur og fyrirmynd, þar sem Íslendingar sýndu að lítið þjóðríki geti staðið á eigin fótum. Íslensk stjórnvöld hafa jafnan viðurkennt rétt Grænlendinga til sjálfsákvörðunarréttar samkvæmt alþjóðalögum. Á vettvangi Norðurlandaráðs hefur Ísland verið jákvætt gagnvart því að styrkja stöðu Grænlendinga og Færeyinga sem sjálfstæðra fulltrúa í ráðinu, og Ísland hefur oft tekið undir sjónarmið um að Grænland þurfi að hafa sjálfstæða rödd á alþjóðavettvangi, jafnvel þótt það sé enn hluti af danska ríkinu. Bandaríkin hafa sýnt Grænlandi aukinn áhuga og vilja efla beint samband við grænlensk stjórnvöld, án afskipta frá Danmörku. Þetta vakti mikla athygli árið 2019 þegar Donald Trump forseti Bandaríjanna lét kanna möguleikann á að kaupa Grænland af Dönum. Þótt mörgum hafi þótt hugmyndin fjarstæðukennd, endurspeglaði hún raunverulega áhuga Bandaríkjanna á að tryggja sér áhrif á svæðinu. Bandaríkin hafa aukið fjárhagslega og pólitíska aðstoð til Grænlands, til dæmis með því að opna bandaríska ræðisskrifstofu í Nuuk árið 2020. Bandaríkin líta á Grænland sem afar mikilvægt hernaðarlegt varnar- og eftirlitssvæði, auðlindageymslu og lykilhlutverk í norðurslóðapólitík, og vilja tryggja áframhaldandi áhrif sín og bandalagsríkja sinna á Grænlandi. Grænlendingar eiga sjálfir að ráða sinni framtíð og sínum örlögum. Þeir ákváðu að segja sig úr Evrópusambandinu og vilja nú slíta sig alfarið úr sambandi við Dani, þrátt fyrir rúmlega 3 milljarða danskra króna í árlegan styrk frá Dönum.Íslendingar ættu að styðja af fullum krafti við sjálfstæðisbaráttu Grænlands. Því vekur því furðu að íslenskir ráðamenn lýsi ítrekað yfir að þeir „standi með Dönum“. Í sjálfstæðismálum Grænlands ætti Ísland að styðja málstað Grænlendinga! Höfundur er læknir og fullveldissinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Júlíus Valsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Grænland og Danmörk Í Napóleonsstyrjöldinni veðjaði Danmörk/Noregur á rangan hest og eftir tap Frakka neyddist Danmörk til að afsala sér völdum yfir Noregi til Svíþjóðar en hélt yfirráðum sínum yfir Íslandi, Grænlandi og Færeyjum, sem höfðu verið hluti af norska konungsríkinu. (Kiel sáttmálinn 1814). Grænland hafði verið undir Noregi frá 1261 og fór með Noregi inn í danska ríkið. Frá þeim tíma er hægt að tala um formleg dönsk yfirráð yfir Grænlandi, sem síðan hefur verið dönsk nýlenda. Með stjórnarskrárbreytingu 1953 var staða Grænlands sem dönsk nýlenda afnumin og landið formlega skilgreint sem hérað (amt) í danska ríkinu. Grænlendingar urðu þá danskir ríkisborgarar. Grænland og ESB Þegar Danmörk gekk í ESB árið 1973 (þá Efnahagsbandalagið, EBE) fylgdi Grænland með í kaupunum, enda var það þá danskt hérað. Eftir að Grænlendingar fengu aukna sjálfstjórn árið 1979 var haldin þjóðaratkvæðagreiðsla 1982 um aðild að ESB. Niðurstaðan var að meirihluti Grænlendinga vildi úrsögn úr ESB, aðallega vegna óánægju þeirra með sjávarútvegsstefnu ESB, sem Grænlendingar töldu skerða stjórn þeirra á eigin fiskimiðum. Grænland yfirgaf svo ESB árið 1985, en er þó enn hluti af Danmörku. Grænland er skilgreint af ESB sem hluti af ”Ytri löndum og landsvæðum ESB” (Overseas Countries and Territories, OCT) sem eru svæði sem tengjast ESB ríkjum stjórnarfarslega en sem eru ekki hluti af ESB. Þetta þýðir að Grænland er ekki hluti af innri markaðnum eða tollabandalaginu, en hefur sérstök viðskiptakjör og samstarfssamninga við ESB. Þrátt fyrir aukna heimastjórn og sjálfstjórn hafa Danir enn formlegt vald yfir mikilvægum málum á Grænlandi, svo sem utanríkismálum, varnarmálum og myntmálum. Grænland er auðugasta ríki heims. Grænland býr yfir góifurlegum náttúruauðlindum: sjávardýrum, málmum (sjaldgæfum jarðefnum, úrani, gulli, járni o.fl.), vatnsafli og möguleikum á olíu- og gasvinnslu. Margir telja að tekjur af þessum auðlindum ættu að renna beint til Grænlendinga, ekki Dana. Sjálfstæði gæti gert Grænlendingum kleift að gera eigin samninga við ríki og fyrirtæki um nýtingu auðlinda myndi færa Grænlendingum óskorað vald yfir eigin framtíð og stefnumótun. Sjálfstæði Grænlands Samkvæmt alþjóðalögum, meðal annars stofnskrá Sameinuðu þjóðanna, eiga þjóðir rétt á sjálfsákvörðun. Margir Grænlendingar telja að fullveldi sé eðlilegt framhald af sjálfstæðisbaráttu sinni. Grænlendingar eru flestir Inúítar með eigin tungumál, hefðir og menningu, sem er mjög frábrugðin dönsku og danskri menningu. Margir telja því að sjálfstæði Grænlands styrki og verndi grænlenska menningu betur en tengsl við Danmörku, þar sem danska hefur lengi haft yfirburði í stjórnsýslu og menntakerfi landsins. Í hugum Grænlendinga hafa áhrif danskra yfirráða verið neikvæð, sem kemur fram meðal annars í ójafnræði í menntun, launum, heilbrigðisþjónustu, nauðungarflutningum og alvarlegu misrétti gagnvart íbúum og menningu landsins (sbr. spíralmálið). Sjálfstæði væri táknrænn réttarbót og leið til að endurheimta þjóðarstolt. Spíralmálið „Spíralmálið“ (lykkjumálið) í Grænlandi var skipulagt verkefni þar sem þúsundir grænlenskra stúlkna og kvenna fengu spírala (getnaðarvarnerlykkjur) settan upp á sjöunda áratugnum, oftast án samþykkis. Málið er nú rannsakað sem alvarlegt mannréttindabrot og sem tákn um nýlenduarfleifð Dana í Grænlandi. Málið kom fyrst að fullu fram í fjölmiðlum árið 2017, þegar danskir blaðamenn opinberuðu skjöl sem sýndu umfang málsins. Um helmingur kynþroska stúlkna á Grænlandi voru þá gerðar ófrjóar. Í kjölfarið kröfðust grænlensk stjórnvöld opinberrar rannsóknar og viðurkenningar á brotum Dana gegn grænlenskum konum. Spíralmálið er oft nefnt sem dæmi um nýlenduvald Dana og um skort á virðingu fyrir sjálfsákvörðunarrétti Grænlendinga. Ísland og Grænland Fullveldi Íslands árið 1918 og stofnun lýðveldis árið 1944 voru góð fordæmi fyrir aðrar þjóðir á Norðurlöndum sem vildu losna undan yfirráðum Dana. Grænlenskir sjálfstæðissinnar hafa oft nefnt Ísland sem innblástur og fyrirmynd, þar sem Íslendingar sýndu að lítið þjóðríki geti staðið á eigin fótum. Íslensk stjórnvöld hafa jafnan viðurkennt rétt Grænlendinga til sjálfsákvörðunarréttar samkvæmt alþjóðalögum. Á vettvangi Norðurlandaráðs hefur Ísland verið jákvætt gagnvart því að styrkja stöðu Grænlendinga og Færeyinga sem sjálfstæðra fulltrúa í ráðinu, og Ísland hefur oft tekið undir sjónarmið um að Grænland þurfi að hafa sjálfstæða rödd á alþjóðavettvangi, jafnvel þótt það sé enn hluti af danska ríkinu. Bandaríkin hafa sýnt Grænlandi aukinn áhuga og vilja efla beint samband við grænlensk stjórnvöld, án afskipta frá Danmörku. Þetta vakti mikla athygli árið 2019 þegar Donald Trump forseti Bandaríjanna lét kanna möguleikann á að kaupa Grænland af Dönum. Þótt mörgum hafi þótt hugmyndin fjarstæðukennd, endurspeglaði hún raunverulega áhuga Bandaríkjanna á að tryggja sér áhrif á svæðinu. Bandaríkin hafa aukið fjárhagslega og pólitíska aðstoð til Grænlands, til dæmis með því að opna bandaríska ræðisskrifstofu í Nuuk árið 2020. Bandaríkin líta á Grænland sem afar mikilvægt hernaðarlegt varnar- og eftirlitssvæði, auðlindageymslu og lykilhlutverk í norðurslóðapólitík, og vilja tryggja áframhaldandi áhrif sín og bandalagsríkja sinna á Grænlandi. Grænlendingar eiga sjálfir að ráða sinni framtíð og sínum örlögum. Þeir ákváðu að segja sig úr Evrópusambandinu og vilja nú slíta sig alfarið úr sambandi við Dani, þrátt fyrir rúmlega 3 milljarða danskra króna í árlegan styrk frá Dönum.Íslendingar ættu að styðja af fullum krafti við sjálfstæðisbaráttu Grænlands. Því vekur því furðu að íslenskir ráðamenn lýsi ítrekað yfir að þeir „standi með Dönum“. Í sjálfstæðismálum Grænlands ætti Ísland að styðja málstað Grænlendinga! Höfundur er læknir og fullveldissinni.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun