„Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. september 2025 10:38 Kristbjörg við skrifborðið heima hjá hjónunum í Doha í Katar. Til hægri má sjá sprengjuummerkin úr öryggismyndavél á mánudaginn. Kristbjörg/Getty Kristbjörg Jónasdóttir einkaþjálfari sem búsett er í Katar segir það hafa verið súrrealíska og skelfilega upplifun að hlusta á lætin frá sprengjunum sem Ísraelar vörpuðu á Katar á mánudag. Fimm samningamenn Hamas létust í árásinni og einn meðlimur öryggissveita Katar. Forsætisráðherra Katar sagði að með árásinni hefði Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, „drepið von“ þeirra gísla sem enn eru í haldi Hamas á Gasa. Fáir Íslendingar eru búsettir í Katar en þeirra á meðal eru Kristbjörg og Aron Einar Gunnarsson eiginmaður hennar og fyrrverandi landsliðsfyrirliði í knattspyrnu. Þau hafa búið í Doha undanfarin ár ásamt börnum sínum. „Að heyra sprengjurnar var óraunverulegt og skelfilegt. Sem betur fer er rólegt núna og vonandi helst það þannig, en það fékk mig til að hugsa djúpt um fólkið í Palestínu sem lifir með þessum ótta á hverjum degi,“ segir Kristbjörg í færslu á Facebook. Hún er allajafna mjög virk á samfélagsmiðlum en staldrar við litla virkni sína undanfarið á miðlinum. Eftir að hún sneri aftur til Katar eftir þriggja mánaða sumardvöl á Íslandi hafi lífið í Doha verið henni áskorun. „Allt frá því að horfast í augu við þá staðreynd að litla loðna Ninja okkar er ekki lengur með okkur yfir í að vakna klukkan fimm á morgnana, keyra í skólann, pakka nestisboxum, djúphreingerningar (já, litla áráttuþráhyggjan mín) og reyna að koma húsinu í lag - það hefur verið mikið.“ Þau hjónin hafi líka þurft að kveðja barnapíu sína og aðstoðarmann til sex ára og leiti nú að einhverjum til að fylla í skarðið. Við bætist mikil vinna hjá Kristbjörgu sem reynir á sama tíma að halda öllu gangandi heima fyrir. „Svefninn minn hefur verið út um allt og í stað þess að æfa hef ég verið að laumast til að fá mér lúr - bara til að halda virkni. Ég veit að hvíld skiptir máli, en ég sakna þess líka að hreyfa líkamann rétt því æfingar halda mér heilbrigðri. Ég held áfram að minna mig á að þetta er tímabundið og jafnvægi komist á á ný.“ Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Katar Íslendingar erlendis Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri Sjá meira
Fimm samningamenn Hamas létust í árásinni og einn meðlimur öryggissveita Katar. Forsætisráðherra Katar sagði að með árásinni hefði Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, „drepið von“ þeirra gísla sem enn eru í haldi Hamas á Gasa. Fáir Íslendingar eru búsettir í Katar en þeirra á meðal eru Kristbjörg og Aron Einar Gunnarsson eiginmaður hennar og fyrrverandi landsliðsfyrirliði í knattspyrnu. Þau hafa búið í Doha undanfarin ár ásamt börnum sínum. „Að heyra sprengjurnar var óraunverulegt og skelfilegt. Sem betur fer er rólegt núna og vonandi helst það þannig, en það fékk mig til að hugsa djúpt um fólkið í Palestínu sem lifir með þessum ótta á hverjum degi,“ segir Kristbjörg í færslu á Facebook. Hún er allajafna mjög virk á samfélagsmiðlum en staldrar við litla virkni sína undanfarið á miðlinum. Eftir að hún sneri aftur til Katar eftir þriggja mánaða sumardvöl á Íslandi hafi lífið í Doha verið henni áskorun. „Allt frá því að horfast í augu við þá staðreynd að litla loðna Ninja okkar er ekki lengur með okkur yfir í að vakna klukkan fimm á morgnana, keyra í skólann, pakka nestisboxum, djúphreingerningar (já, litla áráttuþráhyggjan mín) og reyna að koma húsinu í lag - það hefur verið mikið.“ Þau hjónin hafi líka þurft að kveðja barnapíu sína og aðstoðarmann til sex ára og leiti nú að einhverjum til að fylla í skarðið. Við bætist mikil vinna hjá Kristbjörgu sem reynir á sama tíma að halda öllu gangandi heima fyrir. „Svefninn minn hefur verið út um allt og í stað þess að æfa hef ég verið að laumast til að fá mér lúr - bara til að halda virkni. Ég veit að hvíld skiptir máli, en ég sakna þess líka að hreyfa líkamann rétt því æfingar halda mér heilbrigðri. Ég held áfram að minna mig á að þetta er tímabundið og jafnvægi komist á á ný.“
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Katar Íslendingar erlendis Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri Sjá meira