Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar 12. september 2025 07:32 Í síðustu viku birtust tvær lýsandi ákvarðanir fyrir værukærð opinberra stofnana sem eiga að gæta hagsmuna almennings í umhverfismálum. Fyrst leit dagsins ljós úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um að fella úr úr gildi ákvörðun Umhverfisstofnunar um að grípa ekki til úrræða samkvæmt lögum um umhverfisábyrgð þegar Arctic Fish lét um 3.500 eldislaxa sleppa úr sjókví Patreksfirði í ágúst 2023. Sama dag og úrskurðarnefndin tók í hnakkadrambið á Umhverfisstofnun vegna þessa tveggja ára gamals máls tók Fiskistofa keimlíka ákvörðun um aðgerðaleysi í glænýju umhverfisslysi í boði Arctic Fish. Óskiljanlegt tómlæti Tómlæti Umhverfisstofnunar gagnvart kröfu um rannsókn á hörmulegu umhverfisslysi Arctic Fish árið 2023 var og er óskiljanlegt. Brot á lögum um umhverfisábyrgð geta varðað sektum eða fangelsisvist ábyrgðarmanna viðkomandi fyrirtækja. Enn liggur ekki fyrir hvernig Umhverfisstofnun ætlar að bregðast við þessum áfellisdómi úrskurðarnefndarinnar. Ætlar stofnunin að ljúka rannsókn á þessu tveggja ára gamla máli? Brotastarfsemi ábyrgðarmanna Arctic Fish Hitt vitum við að ábyrgðarmenn Arctic Fish halda brotastarfsemi sinni ótrauðir áfram. Staðfest er að eldislaxar frá fyrirtækinu hafa á undanförnum dögum verið fjarlægðir úr Haukadalsá, Hrútafjarðará, Vatnsdalsá, Blöndu, Reykjadalsá í Borgarfirði og Miðfjarðará. Og nú er það Fiskistofa sem neitar að verða við áskorun um að grípa til aðgerða sem geta varpað ljósi á mögulegt umfang þessa nýja umhverfisslyss í boði Daníels Jakobssonar, forstjóra Arctic Fish, og annarra ábyrgðarmanna fyrirtækisins. Fiskistofa neitar Í byrjun mánaðarins óskaði Landssamband veiðifélaga (samtök bænda og eigenda lögbýla þar sem um renna laxveiðiár) við Fiskistofu að skipulögð yrði leit sérfræðinga í froskköfun að eldislaxi á laxgengum svæðum allra áa sem fóstra lax frá og með Andakílsá í vestri til og með Fnjóská í Eyjafirði í austri. Þessu hafnaði Fiskistofa síðasta föstudag. Hvaða eiga bændur að gera nú? Kæra ákvörðun Fiskistofu til úrskurðarnefndarinnar og vonast til að hún skipi Fiskistofu að láta leita að eldislaxi í ánum eftir tvö ár? Þetta er auðvitað glórulaus staða. Bændur undirbúa því nú sjálfir leit í ánum í samvinnu við okkur hjá Íslenska náttúruverndarsjóðnum og NASF. Vonin ein engin vörn Við vonum auðvitað að þetta slys sé ekki jafn hrikalegt og þegar fjarlægðir voru um 500 eldislaxar frá Arctic Fish haustið 2023, en vonin ein er engin vörn fyrir villta laxinn. Við verðum að fá skýra mynd af því sem allra fyrst hver staðan er. Það gerist ekki án aðkomu sérfræðinga í rekköfun sem skanna árnar. Munum þetta: Staðfest er að þeir eldislaxar sem hafa þegar fundist eru úr fleiri en einni sleppingu. Í stóru sleppingu Arctic Fish 2023 hófu eldislaxar fyrst að hellast í árnar um miðjan september. Upplýsingar úr skipulagðri leit sérfræðinga geta sagt okkur til um hvort grípa þurfi til umfangsmikils hreinsunarstarfs nú í haust. Upplýsingar úr köfun nú verða líka lykilgögn í rannsóknum til að meta virkni áhættumats erfðablöndunar sem Hafrannsóknastofnun gefur út. Í fyrrahaust fundust 23 eldislaxar í ám þegar Hafrannsóknastofnun stóð fyrir litlu þjálfunarverkefni í rekköfun. Þar af voru sex fiskar úr ótilkynntum sleppingum úr sjókvíum. Almenningur verður að geta treyst því að stofnanir sinni lögbundnum skyldum sínum við rannsókn umhverfisslysa og refsi þeim sem bera ábyrgð á þeim eins og lög kveða á um. Þessi furðulega meðvirkni með fúskurum verður að hætta. Höfundur er talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu viku birtust tvær lýsandi ákvarðanir fyrir værukærð opinberra stofnana sem eiga að gæta hagsmuna almennings í umhverfismálum. Fyrst leit dagsins ljós úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um að fella úr úr gildi ákvörðun Umhverfisstofnunar um að grípa ekki til úrræða samkvæmt lögum um umhverfisábyrgð þegar Arctic Fish lét um 3.500 eldislaxa sleppa úr sjókví Patreksfirði í ágúst 2023. Sama dag og úrskurðarnefndin tók í hnakkadrambið á Umhverfisstofnun vegna þessa tveggja ára gamals máls tók Fiskistofa keimlíka ákvörðun um aðgerðaleysi í glænýju umhverfisslysi í boði Arctic Fish. Óskiljanlegt tómlæti Tómlæti Umhverfisstofnunar gagnvart kröfu um rannsókn á hörmulegu umhverfisslysi Arctic Fish árið 2023 var og er óskiljanlegt. Brot á lögum um umhverfisábyrgð geta varðað sektum eða fangelsisvist ábyrgðarmanna viðkomandi fyrirtækja. Enn liggur ekki fyrir hvernig Umhverfisstofnun ætlar að bregðast við þessum áfellisdómi úrskurðarnefndarinnar. Ætlar stofnunin að ljúka rannsókn á þessu tveggja ára gamla máli? Brotastarfsemi ábyrgðarmanna Arctic Fish Hitt vitum við að ábyrgðarmenn Arctic Fish halda brotastarfsemi sinni ótrauðir áfram. Staðfest er að eldislaxar frá fyrirtækinu hafa á undanförnum dögum verið fjarlægðir úr Haukadalsá, Hrútafjarðará, Vatnsdalsá, Blöndu, Reykjadalsá í Borgarfirði og Miðfjarðará. Og nú er það Fiskistofa sem neitar að verða við áskorun um að grípa til aðgerða sem geta varpað ljósi á mögulegt umfang þessa nýja umhverfisslyss í boði Daníels Jakobssonar, forstjóra Arctic Fish, og annarra ábyrgðarmanna fyrirtækisins. Fiskistofa neitar Í byrjun mánaðarins óskaði Landssamband veiðifélaga (samtök bænda og eigenda lögbýla þar sem um renna laxveiðiár) við Fiskistofu að skipulögð yrði leit sérfræðinga í froskköfun að eldislaxi á laxgengum svæðum allra áa sem fóstra lax frá og með Andakílsá í vestri til og með Fnjóská í Eyjafirði í austri. Þessu hafnaði Fiskistofa síðasta föstudag. Hvaða eiga bændur að gera nú? Kæra ákvörðun Fiskistofu til úrskurðarnefndarinnar og vonast til að hún skipi Fiskistofu að láta leita að eldislaxi í ánum eftir tvö ár? Þetta er auðvitað glórulaus staða. Bændur undirbúa því nú sjálfir leit í ánum í samvinnu við okkur hjá Íslenska náttúruverndarsjóðnum og NASF. Vonin ein engin vörn Við vonum auðvitað að þetta slys sé ekki jafn hrikalegt og þegar fjarlægðir voru um 500 eldislaxar frá Arctic Fish haustið 2023, en vonin ein er engin vörn fyrir villta laxinn. Við verðum að fá skýra mynd af því sem allra fyrst hver staðan er. Það gerist ekki án aðkomu sérfræðinga í rekköfun sem skanna árnar. Munum þetta: Staðfest er að þeir eldislaxar sem hafa þegar fundist eru úr fleiri en einni sleppingu. Í stóru sleppingu Arctic Fish 2023 hófu eldislaxar fyrst að hellast í árnar um miðjan september. Upplýsingar úr skipulagðri leit sérfræðinga geta sagt okkur til um hvort grípa þurfi til umfangsmikils hreinsunarstarfs nú í haust. Upplýsingar úr köfun nú verða líka lykilgögn í rannsóknum til að meta virkni áhættumats erfðablöndunar sem Hafrannsóknastofnun gefur út. Í fyrrahaust fundust 23 eldislaxar í ám þegar Hafrannsóknastofnun stóð fyrir litlu þjálfunarverkefni í rekköfun. Þar af voru sex fiskar úr ótilkynntum sleppingum úr sjókvíum. Almenningur verður að geta treyst því að stofnanir sinni lögbundnum skyldum sínum við rannsókn umhverfisslysa og refsi þeim sem bera ábyrgð á þeim eins og lög kveða á um. Þessi furðulega meðvirkni með fúskurum verður að hætta. Höfundur er talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun