Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar 12. september 2025 07:32 Í síðustu viku birtust tvær lýsandi ákvarðanir fyrir værukærð opinberra stofnana sem eiga að gæta hagsmuna almennings í umhverfismálum. Fyrst leit dagsins ljós úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um að fella úr úr gildi ákvörðun Umhverfisstofnunar um að grípa ekki til úrræða samkvæmt lögum um umhverfisábyrgð þegar Arctic Fish lét um 3.500 eldislaxa sleppa úr sjókví Patreksfirði í ágúst 2023. Sama dag og úrskurðarnefndin tók í hnakkadrambið á Umhverfisstofnun vegna þessa tveggja ára gamals máls tók Fiskistofa keimlíka ákvörðun um aðgerðaleysi í glænýju umhverfisslysi í boði Arctic Fish. Óskiljanlegt tómlæti Tómlæti Umhverfisstofnunar gagnvart kröfu um rannsókn á hörmulegu umhverfisslysi Arctic Fish árið 2023 var og er óskiljanlegt. Brot á lögum um umhverfisábyrgð geta varðað sektum eða fangelsisvist ábyrgðarmanna viðkomandi fyrirtækja. Enn liggur ekki fyrir hvernig Umhverfisstofnun ætlar að bregðast við þessum áfellisdómi úrskurðarnefndarinnar. Ætlar stofnunin að ljúka rannsókn á þessu tveggja ára gamla máli? Brotastarfsemi ábyrgðarmanna Arctic Fish Hitt vitum við að ábyrgðarmenn Arctic Fish halda brotastarfsemi sinni ótrauðir áfram. Staðfest er að eldislaxar frá fyrirtækinu hafa á undanförnum dögum verið fjarlægðir úr Haukadalsá, Hrútafjarðará, Vatnsdalsá, Blöndu, Reykjadalsá í Borgarfirði og Miðfjarðará. Og nú er það Fiskistofa sem neitar að verða við áskorun um að grípa til aðgerða sem geta varpað ljósi á mögulegt umfang þessa nýja umhverfisslyss í boði Daníels Jakobssonar, forstjóra Arctic Fish, og annarra ábyrgðarmanna fyrirtækisins. Fiskistofa neitar Í byrjun mánaðarins óskaði Landssamband veiðifélaga (samtök bænda og eigenda lögbýla þar sem um renna laxveiðiár) við Fiskistofu að skipulögð yrði leit sérfræðinga í froskköfun að eldislaxi á laxgengum svæðum allra áa sem fóstra lax frá og með Andakílsá í vestri til og með Fnjóská í Eyjafirði í austri. Þessu hafnaði Fiskistofa síðasta föstudag. Hvaða eiga bændur að gera nú? Kæra ákvörðun Fiskistofu til úrskurðarnefndarinnar og vonast til að hún skipi Fiskistofu að láta leita að eldislaxi í ánum eftir tvö ár? Þetta er auðvitað glórulaus staða. Bændur undirbúa því nú sjálfir leit í ánum í samvinnu við okkur hjá Íslenska náttúruverndarsjóðnum og NASF. Vonin ein engin vörn Við vonum auðvitað að þetta slys sé ekki jafn hrikalegt og þegar fjarlægðir voru um 500 eldislaxar frá Arctic Fish haustið 2023, en vonin ein er engin vörn fyrir villta laxinn. Við verðum að fá skýra mynd af því sem allra fyrst hver staðan er. Það gerist ekki án aðkomu sérfræðinga í rekköfun sem skanna árnar. Munum þetta: Staðfest er að þeir eldislaxar sem hafa þegar fundist eru úr fleiri en einni sleppingu. Í stóru sleppingu Arctic Fish 2023 hófu eldislaxar fyrst að hellast í árnar um miðjan september. Upplýsingar úr skipulagðri leit sérfræðinga geta sagt okkur til um hvort grípa þurfi til umfangsmikils hreinsunarstarfs nú í haust. Upplýsingar úr köfun nú verða líka lykilgögn í rannsóknum til að meta virkni áhættumats erfðablöndunar sem Hafrannsóknastofnun gefur út. Í fyrrahaust fundust 23 eldislaxar í ám þegar Hafrannsóknastofnun stóð fyrir litlu þjálfunarverkefni í rekköfun. Þar af voru sex fiskar úr ótilkynntum sleppingum úr sjókvíum. Almenningur verður að geta treyst því að stofnanir sinni lögbundnum skyldum sínum við rannsókn umhverfisslysa og refsi þeim sem bera ábyrgð á þeim eins og lög kveða á um. Þessi furðulega meðvirkni með fúskurum verður að hætta. Höfundur er talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Í síðustu viku birtust tvær lýsandi ákvarðanir fyrir værukærð opinberra stofnana sem eiga að gæta hagsmuna almennings í umhverfismálum. Fyrst leit dagsins ljós úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um að fella úr úr gildi ákvörðun Umhverfisstofnunar um að grípa ekki til úrræða samkvæmt lögum um umhverfisábyrgð þegar Arctic Fish lét um 3.500 eldislaxa sleppa úr sjókví Patreksfirði í ágúst 2023. Sama dag og úrskurðarnefndin tók í hnakkadrambið á Umhverfisstofnun vegna þessa tveggja ára gamals máls tók Fiskistofa keimlíka ákvörðun um aðgerðaleysi í glænýju umhverfisslysi í boði Arctic Fish. Óskiljanlegt tómlæti Tómlæti Umhverfisstofnunar gagnvart kröfu um rannsókn á hörmulegu umhverfisslysi Arctic Fish árið 2023 var og er óskiljanlegt. Brot á lögum um umhverfisábyrgð geta varðað sektum eða fangelsisvist ábyrgðarmanna viðkomandi fyrirtækja. Enn liggur ekki fyrir hvernig Umhverfisstofnun ætlar að bregðast við þessum áfellisdómi úrskurðarnefndarinnar. Ætlar stofnunin að ljúka rannsókn á þessu tveggja ára gamla máli? Brotastarfsemi ábyrgðarmanna Arctic Fish Hitt vitum við að ábyrgðarmenn Arctic Fish halda brotastarfsemi sinni ótrauðir áfram. Staðfest er að eldislaxar frá fyrirtækinu hafa á undanförnum dögum verið fjarlægðir úr Haukadalsá, Hrútafjarðará, Vatnsdalsá, Blöndu, Reykjadalsá í Borgarfirði og Miðfjarðará. Og nú er það Fiskistofa sem neitar að verða við áskorun um að grípa til aðgerða sem geta varpað ljósi á mögulegt umfang þessa nýja umhverfisslyss í boði Daníels Jakobssonar, forstjóra Arctic Fish, og annarra ábyrgðarmanna fyrirtækisins. Fiskistofa neitar Í byrjun mánaðarins óskaði Landssamband veiðifélaga (samtök bænda og eigenda lögbýla þar sem um renna laxveiðiár) við Fiskistofu að skipulögð yrði leit sérfræðinga í froskköfun að eldislaxi á laxgengum svæðum allra áa sem fóstra lax frá og með Andakílsá í vestri til og með Fnjóská í Eyjafirði í austri. Þessu hafnaði Fiskistofa síðasta föstudag. Hvaða eiga bændur að gera nú? Kæra ákvörðun Fiskistofu til úrskurðarnefndarinnar og vonast til að hún skipi Fiskistofu að láta leita að eldislaxi í ánum eftir tvö ár? Þetta er auðvitað glórulaus staða. Bændur undirbúa því nú sjálfir leit í ánum í samvinnu við okkur hjá Íslenska náttúruverndarsjóðnum og NASF. Vonin ein engin vörn Við vonum auðvitað að þetta slys sé ekki jafn hrikalegt og þegar fjarlægðir voru um 500 eldislaxar frá Arctic Fish haustið 2023, en vonin ein er engin vörn fyrir villta laxinn. Við verðum að fá skýra mynd af því sem allra fyrst hver staðan er. Það gerist ekki án aðkomu sérfræðinga í rekköfun sem skanna árnar. Munum þetta: Staðfest er að þeir eldislaxar sem hafa þegar fundist eru úr fleiri en einni sleppingu. Í stóru sleppingu Arctic Fish 2023 hófu eldislaxar fyrst að hellast í árnar um miðjan september. Upplýsingar úr skipulagðri leit sérfræðinga geta sagt okkur til um hvort grípa þurfi til umfangsmikils hreinsunarstarfs nú í haust. Upplýsingar úr köfun nú verða líka lykilgögn í rannsóknum til að meta virkni áhættumats erfðablöndunar sem Hafrannsóknastofnun gefur út. Í fyrrahaust fundust 23 eldislaxar í ám þegar Hafrannsóknastofnun stóð fyrir litlu þjálfunarverkefni í rekköfun. Þar af voru sex fiskar úr ótilkynntum sleppingum úr sjókvíum. Almenningur verður að geta treyst því að stofnanir sinni lögbundnum skyldum sínum við rannsókn umhverfisslysa og refsi þeim sem bera ábyrgð á þeim eins og lög kveða á um. Þessi furðulega meðvirkni með fúskurum verður að hætta. Höfundur er talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun