Íslenski boltinn

Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana

Valur Páll Eiríksson skrifar
Ómar Björn kom Skagamönnum á bragðið.
Ómar Björn kom Skagamönnum á bragðið. Vísir / Diego

Botnlið ÍA hélt vonum sínum um áframhaldandi veru í Bestu deild karla á lífi með frábærum 3-0 sigri á Breiðabliki í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöld. 

Skagamenn komust yfir eftir aðeins tólf mínútna leik með marki Ómars Björns Stefánssonar úr teignum og Gísli Laxdal Unnarsson tvöfaldaði forystuna seint í fyrri hálfleik. Steinar Þorsteinsson innsiglaði 3-0 sigur Skagamanna í blálok uppbótartíma með laglegri afgreiðslu.

Klippa: ÍA 3-0 Breiðablik

ÍA vann sinn fyrsta leik síðan í júlí og er eftir sigurinn fimm stigum frá öruggu sæti þegar ein umferð er eftir af hefðbundinni deildarkeppni, áður en deildinni er skipt upp.

Breiðablik hefur spilað sex deildarleiki í röð án þess að fagna sigri og er að missa af lestinni í baráttunni um Evrópusæti, hvað þá Íslandsmeistaratitil.

Mörkin þrjú úr leiknum má sjá í spilaranum.


Tengdar fréttir

„Ljúft að klára leikinn svona“

ÍA, botnlið Bestu deildar karla, sigraði Breiðablik á heimavelli 3-0 í kvöld og sótti mikilvæg þrjú stig í baráttunni um að halda sér uppi. Lárus Orri Sigurðsson, þjálfari liðsins, var ánægður með spilamennsku sinna manna eftir leikinn.

„Þá gætum við lagst niður og gefist upp“

Breiðablik hefur nú tapað báðum leikjum sínum gegn ÍA sem situr á botni deildarinnar í sumar. Liðið er einnig án sigurs í síðustu fimm leikjum í deildinni og ljóst að Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, þarf að finna lausnir á ógöngu liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×