Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Agnar Már Másson skrifar 13. september 2025 15:08 Af mótmælunum í Lundúnum í dag. AP Ríflega hundrað þúsund manns söfnuðust saman, að sögn lögreglu, í Lundúnum í dag til að mótmæla straumi hælisleitenda til Bretlands. Mótmælin nefnast „sameinum konungsríkið“ og eru skipulögð af þekktum pólitískum öfgamanni. Um fimm þúsund mótmælendur úr röðum andrasista mættu til að mótmæla mótmælunum. Fjöldinn hefur safnast saman við Whitehall í dag, margir með breska, skoska, velska eða enska fána á lofti, þar sem þeir munu heyra á ræðumenn, meðal annars Steve Bannon, fyrrverandi ráðgjafa Donalds Trumps. Guardian hefur eftir lögreglunni að um 110 þúsund manns séu taldir á vettvangi á vegum „Sameinum konungsríkið“ auk fimm þúsund manns frá andrasísku samtökunum SUTRa („Stand up against racism“). Tommy Robinson, sem réttu nafni heitir Stephen Yaxley-Lennon, skipulagði mótmælin en heldur því fram að milljónir manna hafi mætt á mótmælin í Lundúnum. Breskir, enskir, velskir og skoskir fánar voru áberandi. Til hægri má sjá templarakross sem Skjöldur Íslands ber einnig iðulega.AP Robinson er stofnandi hægriöfgaflokksins Enska varnarbandalagsins (EDL) og var áður í Breska þjóðflokknum (BNP), sem hefur gjarnan verið kallaður fasistahreyfing. Miðillinn hefur eftir lögreglumönnum að fólk úr mótmælafylkingu Robinsons hafi kastað hlutum í laganna verði. Mótmælin snúast aðallega að hælisleitendum. „Stöðvið bátana,“ kyrjaði hópurinn, „sendið þá heim“ einnig. Lögreglan hafði gefið „Sameinum konungsríkið“-mótmælunum leyfi til að standa yfir til klukkan 18 að breskum tíma en hin mótmælin þyrftu að klárast tveimur tímum fyrr. Sem fyrr segir voru fánar hinna bresku þjóða afar áberandi á mótmælunum og svipa mótmælin þannig til mótmælafunda Íslands þvert á flokka, sem hafa vakið athygli í sumar. Þá var kross templarareglunnar einnig sjáanlegur víða á mótmælunum í Bretlandi en þann kross ber Skjöldur Íslands en samtökin eru náskyld Íslandi þvert á flokka. Bretland Hælisleitendur Flóttamenn Innflytjendamál England Tengdar fréttir „Við erum engir rasistar“ Stimpingar brutust út milli mótmælenda við Austurvöll í dag. Mótmælum þar sem krafist var endurskoðun á hælisleitendakerfinu var mótmælt af hópi sem sagði mótmælendur rasíska. 31. maí 2025 19:14 „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Samtökin Skjöldur Íslands hafa skipt um merki eftir að bent var á að merkið líktist járnkrossi. Forsvarsmaður hópsins segir þetta gert af tillitssemi við Frímúrara og Templara og ekki vegna þess að merkið beri líkindi við krossinn sem nasistar tóku upp í seinni heimsstyrjöld. 11. ágúst 2025 12:12 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Sjá meira
Fjöldinn hefur safnast saman við Whitehall í dag, margir með breska, skoska, velska eða enska fána á lofti, þar sem þeir munu heyra á ræðumenn, meðal annars Steve Bannon, fyrrverandi ráðgjafa Donalds Trumps. Guardian hefur eftir lögreglunni að um 110 þúsund manns séu taldir á vettvangi á vegum „Sameinum konungsríkið“ auk fimm þúsund manns frá andrasísku samtökunum SUTRa („Stand up against racism“). Tommy Robinson, sem réttu nafni heitir Stephen Yaxley-Lennon, skipulagði mótmælin en heldur því fram að milljónir manna hafi mætt á mótmælin í Lundúnum. Breskir, enskir, velskir og skoskir fánar voru áberandi. Til hægri má sjá templarakross sem Skjöldur Íslands ber einnig iðulega.AP Robinson er stofnandi hægriöfgaflokksins Enska varnarbandalagsins (EDL) og var áður í Breska þjóðflokknum (BNP), sem hefur gjarnan verið kallaður fasistahreyfing. Miðillinn hefur eftir lögreglumönnum að fólk úr mótmælafylkingu Robinsons hafi kastað hlutum í laganna verði. Mótmælin snúast aðallega að hælisleitendum. „Stöðvið bátana,“ kyrjaði hópurinn, „sendið þá heim“ einnig. Lögreglan hafði gefið „Sameinum konungsríkið“-mótmælunum leyfi til að standa yfir til klukkan 18 að breskum tíma en hin mótmælin þyrftu að klárast tveimur tímum fyrr. Sem fyrr segir voru fánar hinna bresku þjóða afar áberandi á mótmælunum og svipa mótmælin þannig til mótmælafunda Íslands þvert á flokka, sem hafa vakið athygli í sumar. Þá var kross templarareglunnar einnig sjáanlegur víða á mótmælunum í Bretlandi en þann kross ber Skjöldur Íslands en samtökin eru náskyld Íslandi þvert á flokka.
Bretland Hælisleitendur Flóttamenn Innflytjendamál England Tengdar fréttir „Við erum engir rasistar“ Stimpingar brutust út milli mótmælenda við Austurvöll í dag. Mótmælum þar sem krafist var endurskoðun á hælisleitendakerfinu var mótmælt af hópi sem sagði mótmælendur rasíska. 31. maí 2025 19:14 „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Samtökin Skjöldur Íslands hafa skipt um merki eftir að bent var á að merkið líktist járnkrossi. Forsvarsmaður hópsins segir þetta gert af tillitssemi við Frímúrara og Templara og ekki vegna þess að merkið beri líkindi við krossinn sem nasistar tóku upp í seinni heimsstyrjöld. 11. ágúst 2025 12:12 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Sjá meira
„Við erum engir rasistar“ Stimpingar brutust út milli mótmælenda við Austurvöll í dag. Mótmælum þar sem krafist var endurskoðun á hælisleitendakerfinu var mótmælt af hópi sem sagði mótmælendur rasíska. 31. maí 2025 19:14
„Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Samtökin Skjöldur Íslands hafa skipt um merki eftir að bent var á að merkið líktist járnkrossi. Forsvarsmaður hópsins segir þetta gert af tillitssemi við Frímúrara og Templara og ekki vegna þess að merkið beri líkindi við krossinn sem nasistar tóku upp í seinni heimsstyrjöld. 11. ágúst 2025 12:12