Fótbolti

Hildur lagði upp í Madrídarslagnum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Hildur Antonsdóttir í baráttunni í leik dagsins.
Hildur Antonsdóttir í baráttunni í leik dagsins. Diego Souto/Getty Images

Hildur Antonsdóttir lagði upp eina mark Madid CFF er liðið mátti þola 2-1 tap gegn Real Madrid í nágrannaslag spænska boltans í dag.

Hildur og stöllur hennar höfðu byrjað tímabilið á sigri gegn Eibar og jafntefli gegn Real Sociedad, en Real Madrid gerði jafntefli við DUX Logrono í fyrstu umferð og mátti svo þola tap gegn Atlético Madrid í annarri umferð.

Það voru heimakonur í Real Madrid sem komust yfir í leik dagsins á 17. mínútu, áður en Angela Sosa janfaði metin fyrir gestina fjórum mínútum síðar eftir stoðsendingu frá Hildi.

Heimakonur náðu þó forystunni á ný þegar um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik og það reyndist síðasta mark leiksins.

Niðurstaðan því 2-1 sigur Real Madrid, sem nú er með fjögur stig eftir þrjár umferðir, jafn mörg og Madrid CFF.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×