Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar 15. september 2025 08:17 Jæja, þá erum við komin aftur að gamla, góða sannleikanum: óttinn selur. Þetta er auðvitað aldagamall sannleikur, hvort sem það eru glæpamenn sem græða á veikum sálum eða stórveldi sem troða á okkur „öryggi og heimsfriði“ með hræðsluáróðri. Svo virðist sem ótti hafi alltaf verið besta söluvaran. Auðvitað ætla ég ekki að reyna að réttlæta myrkraverk Pútíns – þau eru óumdeilanleg. Við höfum vitað af stríðsglæpum hans lengi og sagan mun eflaust dæma hann grimmt, alveg eins og hún gerði við Stalín. En þegar forseti Frakklands er farinn að skipuleggja heilbrigðisþjónustu landsins vegna stríðs við Rússland á maður varla til orð. Situr maður ekki bara eftir með hnút í maganum og hugsar: „Hvað er í gangi?“ Eiga börnin okkar að lifa af kjarnorkuvetur og erfa óbyggilega jörð? Þetta eru ekki lengur vangaveltur heldur raunverulegar áætlanir. Erum við orðin svo blind að við sjáum ekki að við erum að leika okkur að eldi í kringum púðurtunnu? Einn einasti neisti, og búmm! Heimsbruni sem enginn ræður við. Hvað gerir einræðisherra þegar draumar hans hrynja og hann er kominn út í horn? Sagan kennir okkur að slíkir menn eyra engu, sérstaklega þegar þeir sitja á 6.000 kjarnorkusprengjum. Við erum í raun að æsa upp óstöðugan einstakling sem er líklegur til alls. Það virðist vera auðvelt að gleyma því að Rússum var lofað að NATO myndi ekki stækka til austurs. Vörðum við það loforð? Nei. Getur verið að Úkraínustríðið sé afleiðing af þessum óheiðarleika? Já, kannski. Hneykslanlegar viðskiptasnilldir vopnaiðnaðarins Á meðan þessari „sýningu“ er haldið uppi eru hlutabréf vopnaframleiðenda að stökkva upp. Krafa NATO um að þjóðir leggi 5% af þjóðarframleiðslu til varnarmála er hin mesta viðskiptasnilld. Þessir peningar koma ekki úr lausu lofti, heldur eru þeir teknir af velferðarkerfunum. Þýskaland, Frakkland og Ítalía eru dæmi um þetta brjálæði. Þau eiga að eyða meiru í hergögn en þau gera í menntakerfið sitt! Það er líka athyglisvert að aðeins 9 lönd í heiminum eyða 5% af landsframleiðslu sinni í varnarmál og þau eru nánast öll einræðisríki. Hvernig getur þetta verið? Hvað með okkar eigið land? Hvaðan eiga þeir peningar að koma þegar við getum ekki einu sinni byggt fangelsi eða séð um gamla fólkið okkar? Er það eðlilegt? Það er auðvelt að halda því fram að Rússland sé að hrynja að innan vegna efnahagsþvingana og heimatilbúins drónahernaðar Úkraínumanna. Við höfum séð merki um olíu- og vöruskort, auk þess sem efnahagskerfi Rússlands og bandamanna þess, eins og Hvíta-Rússlands, eru í miklum vanda. Verðbólga og vextir stíga hratt upp á við. Þegar þetta nær ákveðnum hæðum er mjög líklegt að almenningur muni rísa upp og steypa þessum stjórnvöldum af stóli. Sögulega séð eru einræðisherrar mest hræddir við eigin þegna, ekki erlendar ríkisstjórnir. Því þegar fólk getur ekki lengur fætt sig og fjölskyldur sínar, þá mun það grípa til örþrifaráða. Það er þá sem fólkið hefur engu að tapa. En þetta er ekki eins einfalt og það lítur út fyrir að vera, miðað við að Kínverjar hafa verið að fjarlægjast rússnesk stjórnvöld og síðasta heimsókn Pútíns til Kína var sögð hafa verið niðurlægjandi fyrir hann. Ísland sem fórnarlamb á stærra taflborði Hvernig getur áróður stjórnmálamanna flætt um allt án gagnrýni? Hverjum er það í hag að setja Ísland upp á skotskífu stórveldanna? Ef þetta snýst um að tilheyra „réttu“ félögunum, þá erum við í mjög slæmum félagsskap. Við megum ekki gleyma því að einn kjarnorkukafbátur getur sprengt helming jarðarinnar. Einn. Og þeir lúra bara við landhelgina okkar. Hvað gerir rotta þegar hún er komin út í horn? Jú, hún stekkur á hálsinn. Pútín gæti auðveldlega notað þessa litlu eyju í Norður-Atlantshafi sem aðvörun til annarra NATO-ríkja. 400.000 Íslendingar gætu verið ásættanlegur fórnarkostnaður. Það er svo sannarlega ekki dýrt að sökkva litlu skeri til að sýna heimsbyggðinni hver ræður. Geðheilbrigði barna okkar: Dýrmætt fórnarlamb Í stað þess að kjósa um framtíðarviðræður við Evrópusambandið ættum við frekar að kjósa um hvort við eigum að vera áfram í þessu hernaðarbandalagi. Það er á kostnað geðheilbrigði okkar allra, þar sem við lifum með stöðugan ótta á meðan þeir útvöldu græða. Sérstaklega er þetta á kostnað barnanna okkar, sem geta ekki sofið fyrir loftslags- og kjarnorkukvíða. Hvað eiga þau að gera? Flýja þennan vonda veruleika sem við erum að taka þátt í að skapa? Sálfræðiþjónusta er ekki til staðar og verður ekki á meðan við eyðum skattfé okkar í hernaðarbrölt. Þetta er hreint og klárt brjálæði. Höfundur er miðflokksmaður og áhugamaður um betra samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Bergmann Mest lesið Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Skoðun Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Sjá meira
Jæja, þá erum við komin aftur að gamla, góða sannleikanum: óttinn selur. Þetta er auðvitað aldagamall sannleikur, hvort sem það eru glæpamenn sem græða á veikum sálum eða stórveldi sem troða á okkur „öryggi og heimsfriði“ með hræðsluáróðri. Svo virðist sem ótti hafi alltaf verið besta söluvaran. Auðvitað ætla ég ekki að reyna að réttlæta myrkraverk Pútíns – þau eru óumdeilanleg. Við höfum vitað af stríðsglæpum hans lengi og sagan mun eflaust dæma hann grimmt, alveg eins og hún gerði við Stalín. En þegar forseti Frakklands er farinn að skipuleggja heilbrigðisþjónustu landsins vegna stríðs við Rússland á maður varla til orð. Situr maður ekki bara eftir með hnút í maganum og hugsar: „Hvað er í gangi?“ Eiga börnin okkar að lifa af kjarnorkuvetur og erfa óbyggilega jörð? Þetta eru ekki lengur vangaveltur heldur raunverulegar áætlanir. Erum við orðin svo blind að við sjáum ekki að við erum að leika okkur að eldi í kringum púðurtunnu? Einn einasti neisti, og búmm! Heimsbruni sem enginn ræður við. Hvað gerir einræðisherra þegar draumar hans hrynja og hann er kominn út í horn? Sagan kennir okkur að slíkir menn eyra engu, sérstaklega þegar þeir sitja á 6.000 kjarnorkusprengjum. Við erum í raun að æsa upp óstöðugan einstakling sem er líklegur til alls. Það virðist vera auðvelt að gleyma því að Rússum var lofað að NATO myndi ekki stækka til austurs. Vörðum við það loforð? Nei. Getur verið að Úkraínustríðið sé afleiðing af þessum óheiðarleika? Já, kannski. Hneykslanlegar viðskiptasnilldir vopnaiðnaðarins Á meðan þessari „sýningu“ er haldið uppi eru hlutabréf vopnaframleiðenda að stökkva upp. Krafa NATO um að þjóðir leggi 5% af þjóðarframleiðslu til varnarmála er hin mesta viðskiptasnilld. Þessir peningar koma ekki úr lausu lofti, heldur eru þeir teknir af velferðarkerfunum. Þýskaland, Frakkland og Ítalía eru dæmi um þetta brjálæði. Þau eiga að eyða meiru í hergögn en þau gera í menntakerfið sitt! Það er líka athyglisvert að aðeins 9 lönd í heiminum eyða 5% af landsframleiðslu sinni í varnarmál og þau eru nánast öll einræðisríki. Hvernig getur þetta verið? Hvað með okkar eigið land? Hvaðan eiga þeir peningar að koma þegar við getum ekki einu sinni byggt fangelsi eða séð um gamla fólkið okkar? Er það eðlilegt? Það er auðvelt að halda því fram að Rússland sé að hrynja að innan vegna efnahagsþvingana og heimatilbúins drónahernaðar Úkraínumanna. Við höfum séð merki um olíu- og vöruskort, auk þess sem efnahagskerfi Rússlands og bandamanna þess, eins og Hvíta-Rússlands, eru í miklum vanda. Verðbólga og vextir stíga hratt upp á við. Þegar þetta nær ákveðnum hæðum er mjög líklegt að almenningur muni rísa upp og steypa þessum stjórnvöldum af stóli. Sögulega séð eru einræðisherrar mest hræddir við eigin þegna, ekki erlendar ríkisstjórnir. Því þegar fólk getur ekki lengur fætt sig og fjölskyldur sínar, þá mun það grípa til örþrifaráða. Það er þá sem fólkið hefur engu að tapa. En þetta er ekki eins einfalt og það lítur út fyrir að vera, miðað við að Kínverjar hafa verið að fjarlægjast rússnesk stjórnvöld og síðasta heimsókn Pútíns til Kína var sögð hafa verið niðurlægjandi fyrir hann. Ísland sem fórnarlamb á stærra taflborði Hvernig getur áróður stjórnmálamanna flætt um allt án gagnrýni? Hverjum er það í hag að setja Ísland upp á skotskífu stórveldanna? Ef þetta snýst um að tilheyra „réttu“ félögunum, þá erum við í mjög slæmum félagsskap. Við megum ekki gleyma því að einn kjarnorkukafbátur getur sprengt helming jarðarinnar. Einn. Og þeir lúra bara við landhelgina okkar. Hvað gerir rotta þegar hún er komin út í horn? Jú, hún stekkur á hálsinn. Pútín gæti auðveldlega notað þessa litlu eyju í Norður-Atlantshafi sem aðvörun til annarra NATO-ríkja. 400.000 Íslendingar gætu verið ásættanlegur fórnarkostnaður. Það er svo sannarlega ekki dýrt að sökkva litlu skeri til að sýna heimsbyggðinni hver ræður. Geðheilbrigði barna okkar: Dýrmætt fórnarlamb Í stað þess að kjósa um framtíðarviðræður við Evrópusambandið ættum við frekar að kjósa um hvort við eigum að vera áfram í þessu hernaðarbandalagi. Það er á kostnað geðheilbrigði okkar allra, þar sem við lifum með stöðugan ótta á meðan þeir útvöldu græða. Sérstaklega er þetta á kostnað barnanna okkar, sem geta ekki sofið fyrir loftslags- og kjarnorkukvíða. Hvað eiga þau að gera? Flýja þennan vonda veruleika sem við erum að taka þátt í að skapa? Sálfræðiþjónusta er ekki til staðar og verður ekki á meðan við eyðum skattfé okkar í hernaðarbrölt. Þetta er hreint og klárt brjálæði. Höfundur er miðflokksmaður og áhugamaður um betra samfélag.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun