Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. september 2025 12:01 Ásgeir Þór Ásgeirsson aðstoðarlögreglustjóri segir mikilvægt að lögregla hafi brugðist við af festu. Vísir/Vilhelm Hells Angels hafa aukið umsvif sín og sýnileika hér á landi að undanförnu að sögn lögreglu og hafa fengið heimsóknir frá meðlimum systursamtaka erlendis frá. Því hafi verið nauðsynlegt að bregðast við af festu á laugardag þegar samtökin boðuðu til hittings á ensku. Lögregla hafi ríkar heimildir til að tryggja almannaöryggi. Lögreglan auk sérsveitar réðist í umfangsmiklar aðgerðir á laugardagskvöld í Auðbrekku í Kópavogi þar sem Hells Angels á Íslandi hélt samkvæmi. Götunni var lokað, dróni nýttur til að vakta húsnæðið og grímuklæddir lögreglumenn leituðu á gestum. Þrír voru handteknir og svo sleppt. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var einn handtekinn fyrir að hafa ekki farið eftir fyrirmælum, annar hafi verið grunaður um að vera hérlendis í ólöglegri dvöl og sá þriðji handtekinn vegna þess að hann hafi verið með eggvopn. Færð ekki að vera fullgildur nema hafa sannað þig Ásgeir Þór Ásgeirsson aðstoðarlögreglustjóri segir að full þörf hafi verið á aðgerðum lögreglu. „Þetta eru samtök sem viðurkenna ekki lög og reglur landsins og lifa ekki samkvæmt þeim. Þessi samtök á heimsvísu eru þekkt fyrir skipulagða brotastarfsemi, mansal, vændi, ofbeldi, kúganir, fíkniefnaframleiðslu og fíkniefnasölu.“ Meðlimir samtakanna hafa borið sig aumlega og sagt um vinahitting að ræða. „Hells Angels vörumerkið er þannig að þú færð ekkert að vera fullgildur með kafla á Íslandi nema þú sért búinn að sanna þig á einhvern hátt, að þú eigir erindi inn í þetta mynstur,“ segir Ásgeir. Samtökin hafi áður fengið erlenda gesti Það sé alveg ljóst að um skipulagða brotastarfsemi sé að ræða. „Og þegar það kemur ofan á það að Hells Angels kaflinn á Íslandi er búinn að vera að gera sig meira gildandi og er búinn að vera meira sýnilegur að undanförnu þá bregst lögregla að sjálfsögðu við þegar þeir auglýsa samkvæmi.“ Spurningar hafa vaknað um heimildir lögreglu til þess að loka götunni og leita á öllum gestum. Ásgeir segir að á grundvelli almannaöryggis hafi lögregla fullar heimildir til þessa. Plakat þar sem viðburðurinn var auglýstur var á ensku og vakti það sérstaka athygli lögreglu. Ljóst sé að samtökin hér á landi séu hluti af regnhlífarsamtökum Hells Angels á Norðurlöndunum. „Þetta eru ekki fyrstu afskipti okkar af þessum samtökum og sagan hefur verið þannig að hingað til hafa komið meðlimir systursamtaka bæði af Norðurlöndunum og jafnvel víðar.“ Lögreglumál Kópavogur Tengdar fréttir Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Umfangsmikið viðbragð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og sérsveitar ríkislögreglustjóra var ræst út í gærkvöldi eftir að lögregla frétti af gleðskap vélhjólaklúbbsins Hells Angels við Auðbrekku í Kópavogi. Tökumaður var á vettvangi. 14. september 2025 13:52 Allir þrír lausir úr haldi Allir þrír sem voru handteknir í umfangsmikilli aðgerð lögreglunnar og sérsveitarinnar í Auðbrekku í Kópavogi í gær hafa verið látnir lausir. 14. september 2025 11:08 Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Þrír hafa verið handteknir í umfangsmikilli aðgerð lögreglunnar og sérsveitarinnar í Auðbrekku í Kópavogi. Lögregla frétti af því að vélhjólaklúbburinn Hells Angels væri að halda veislu í húsnæði í nærri Hamraborg og gerði út mikinn mannskap til að fylgjast með og ganga úr skugga um að allt færi vel fram. 13. september 2025 23:41 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Lögreglan auk sérsveitar réðist í umfangsmiklar aðgerðir á laugardagskvöld í Auðbrekku í Kópavogi þar sem Hells Angels á Íslandi hélt samkvæmi. Götunni var lokað, dróni nýttur til að vakta húsnæðið og grímuklæddir lögreglumenn leituðu á gestum. Þrír voru handteknir og svo sleppt. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var einn handtekinn fyrir að hafa ekki farið eftir fyrirmælum, annar hafi verið grunaður um að vera hérlendis í ólöglegri dvöl og sá þriðji handtekinn vegna þess að hann hafi verið með eggvopn. Færð ekki að vera fullgildur nema hafa sannað þig Ásgeir Þór Ásgeirsson aðstoðarlögreglustjóri segir að full þörf hafi verið á aðgerðum lögreglu. „Þetta eru samtök sem viðurkenna ekki lög og reglur landsins og lifa ekki samkvæmt þeim. Þessi samtök á heimsvísu eru þekkt fyrir skipulagða brotastarfsemi, mansal, vændi, ofbeldi, kúganir, fíkniefnaframleiðslu og fíkniefnasölu.“ Meðlimir samtakanna hafa borið sig aumlega og sagt um vinahitting að ræða. „Hells Angels vörumerkið er þannig að þú færð ekkert að vera fullgildur með kafla á Íslandi nema þú sért búinn að sanna þig á einhvern hátt, að þú eigir erindi inn í þetta mynstur,“ segir Ásgeir. Samtökin hafi áður fengið erlenda gesti Það sé alveg ljóst að um skipulagða brotastarfsemi sé að ræða. „Og þegar það kemur ofan á það að Hells Angels kaflinn á Íslandi er búinn að vera að gera sig meira gildandi og er búinn að vera meira sýnilegur að undanförnu þá bregst lögregla að sjálfsögðu við þegar þeir auglýsa samkvæmi.“ Spurningar hafa vaknað um heimildir lögreglu til þess að loka götunni og leita á öllum gestum. Ásgeir segir að á grundvelli almannaöryggis hafi lögregla fullar heimildir til þessa. Plakat þar sem viðburðurinn var auglýstur var á ensku og vakti það sérstaka athygli lögreglu. Ljóst sé að samtökin hér á landi séu hluti af regnhlífarsamtökum Hells Angels á Norðurlöndunum. „Þetta eru ekki fyrstu afskipti okkar af þessum samtökum og sagan hefur verið þannig að hingað til hafa komið meðlimir systursamtaka bæði af Norðurlöndunum og jafnvel víðar.“
Lögreglumál Kópavogur Tengdar fréttir Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Umfangsmikið viðbragð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og sérsveitar ríkislögreglustjóra var ræst út í gærkvöldi eftir að lögregla frétti af gleðskap vélhjólaklúbbsins Hells Angels við Auðbrekku í Kópavogi. Tökumaður var á vettvangi. 14. september 2025 13:52 Allir þrír lausir úr haldi Allir þrír sem voru handteknir í umfangsmikilli aðgerð lögreglunnar og sérsveitarinnar í Auðbrekku í Kópavogi í gær hafa verið látnir lausir. 14. september 2025 11:08 Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Þrír hafa verið handteknir í umfangsmikilli aðgerð lögreglunnar og sérsveitarinnar í Auðbrekku í Kópavogi. Lögregla frétti af því að vélhjólaklúbburinn Hells Angels væri að halda veislu í húsnæði í nærri Hamraborg og gerði út mikinn mannskap til að fylgjast með og ganga úr skugga um að allt færi vel fram. 13. september 2025 23:41 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Umfangsmikið viðbragð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og sérsveitar ríkislögreglustjóra var ræst út í gærkvöldi eftir að lögregla frétti af gleðskap vélhjólaklúbbsins Hells Angels við Auðbrekku í Kópavogi. Tökumaður var á vettvangi. 14. september 2025 13:52
Allir þrír lausir úr haldi Allir þrír sem voru handteknir í umfangsmikilli aðgerð lögreglunnar og sérsveitarinnar í Auðbrekku í Kópavogi í gær hafa verið látnir lausir. 14. september 2025 11:08
Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Þrír hafa verið handteknir í umfangsmikilli aðgerð lögreglunnar og sérsveitarinnar í Auðbrekku í Kópavogi. Lögregla frétti af því að vélhjólaklúbburinn Hells Angels væri að halda veislu í húsnæði í nærri Hamraborg og gerði út mikinn mannskap til að fylgjast með og ganga úr skugga um að allt færi vel fram. 13. september 2025 23:41