Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar 16. september 2025 11:32 Fyrir nokkru fórum við að átta okkur á því að við hefðum vanrækt að byggja upp ýmsa mikilvæga innviði samfélagsins eða halda þeim við, og þá varð til orðið innviðaskuld. Elstu dæmi um það eru frá 2018 en síðan hefur það breiðst mjög út og er nánast orðið tískuorð. Stundum hefur verið reynt að leggja mat á þessa skuld og í nýlegri skýrslu Samtaka iðnaðarins er hún metin á 680 milljarða, en þar er eingöngu vísað til efnislegra innviða svo sem vegakerfis, fráveitna, fasteigna o.s.frv. En við stöndum líka í innviðaskuld við óefnisleg kerfi samfélagsins svo sem heilbrigðiskerfi og menntakerfi, og það er ekki síður nauðsynlegt að greiða inn á þá skuld. Einnig hefur verið bent á innviðaskuld við skapandi greinar og íslenska menningu. En einn er sá innviður sem hefur oftast gleymst í þessari umræðu þótt hann sé í raun forsenda fyrir tilvist íslensks samfélags. Það er íslenskan. Þess vegna var ánægjulegt að lesa viðtalVísis við Höllu Hrund Logadóttur alþingismann þar sem hún bendir á að „tungumálið sé einn af mikilvægustu innviðum samfélagsins sem huga verði að“ og „vill að þingheimur hugsi um íslenska tungu með sama hætti og hann hugsar um innviði á borð við samgöngur og orkumál“. Þetta er meginatriði. Íslenskan er ekki einungis mikilvægasta samskiptatæki okkar og menningarmiðlari, heldur grundvallarþáttur í sjálfstæði okkar og þjóðarímynd – burðarás samfélagsins. Ef brestir koma í þann innvið er hætt við að samfélagið fari sömu leið. Ný ríkisstjórn hefur lagt áherslu á mikilvægi þess að vinna á innviðaskuldinni og segist vera byrjuð á því. Í ljósi þess skýtur skökku við að í fjárlagafrumvarpi næsta árs er lagt til að þeim greiðslum inn á innviðaskuld við íslenskuna sem fyrri ríkisstjórn hóf í fjárlögum þessa árs skuli nú hætt. Erlendum ríkisborgurum á Íslandi hefur fjölgað um fimmtíu þúsund undanfarinn áratug – úr um 10% upp í um 20% íbúa. Þetta eru ekki ómagar á þjóðinni – atvinnuþátttaka þeirra er mjög mikil, og við þurfum á þeim að halda. En inngilding svo fjölmenns hóps í samfélagið, þar á meðal íslenskukennsla, er risastórt verkefni sem ekki verður hrist fram úr erminni og fráleitt að lækka fjárveitingar til þessa málaflokks þótt dregið hafi úr fólksstraumi til landsins í fyrra. Ég trúi ekki öðru en að í meðförum Alþingis verði umrædd lækkun á framlögum til íslenskukennslu og inngildingar afturkölluð. En það er ekki nóg – við þurfum að bæta verulega í. Í skýrslu OECD um málefni innflytjenda á Íslandi sem birt var fyrir ári kom fram að fjárveitingar til kennslu íslensku sem annars máls (miðað við fjölda innflytjenda) eru ekki nema brot af því sem önnur Norðurlönd verja til kennslu í þjóðtungum sínum, og það endurspeglast í því að hlutfall innflytjenda sem telur sig hafa sæmilega færni í tungumáli landsins þar sem þeir búa er hvergi lægra en á Íslandi. Innviðaskuld okkar við íslenskuna felst ekki síst í þessu – við þurfum að verja miklu meira fé til þess að gera hana að sameign allra sem hér búa. Við þurfum samt að varast ómálefnalega mismunun á grundvelli íslenskukunnáttu, og gæta þess að láta skort á íslenskukunnáttu ekki bitna á fólki. En það á ekkert skylt við þjóðrembu að telja mikilvægt að þau sem hér búa læri íslensku. Það er öllum í hag. Skortur á íslenskukunnáttu veldur því iðulega að verðmæt þekking og kunnátta innflytjenda nýtist ekki heldur sitja þeir fastir í láglaunastörfum og börn þeirra eru í mikilli hættu að falla brott úr námi vegna ófullnægjandi íslenskukunnáttu. Skortur á íslenskukunnáttu leiðir líka til þess að innflytjendur taka lítinn þátt í almennri þjóðfélagsumræðu og þátttaka þeirra í kosningum er mun minni en innfæddra. Í ljósi hás hlutfalls innflytjenda er þetta vitaskuld alvarlegt fyrir lýðræði í landinu. Fjölgun innflytjenda skall fremur skyndilega á og hefur verið mjög ör og við áttuðum okkur ekki á því að nauðsynlegt væri að bregðast við henni – og vorum líka vanbúin til þess. En nú hefur margoft verið bent á, bæði í áðurnefndri skýrslu OECD og víðar, að staðan er alvarleg og íslenskan er á undanhaldi. Við höfum þess vegna enga afsökun fyrir því lengur að láta reka á reiðanum. Eftir því sem lengri tími líður án þess að við sinnum þessum málum minnka líkurnar á að innflytjendur sjái ástæðu til að læra íslensku vegna þess að það verða til samfélög þar sem íslenskan verður í raun óþörf. Til skamms tíma er kannski þægilegast og ódýrast fyrir okkur að stinga höfðinu í sandinn – en viljum við það? Nú reynir á Alþingi og ríkisstjórn. Höfundur er uppgjafaprófessor í íslensku og málfarslegur aðgerðasinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eiríkur Rögnvaldsson Íslensk tunga Alþingi Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Fyrir nokkru fórum við að átta okkur á því að við hefðum vanrækt að byggja upp ýmsa mikilvæga innviði samfélagsins eða halda þeim við, og þá varð til orðið innviðaskuld. Elstu dæmi um það eru frá 2018 en síðan hefur það breiðst mjög út og er nánast orðið tískuorð. Stundum hefur verið reynt að leggja mat á þessa skuld og í nýlegri skýrslu Samtaka iðnaðarins er hún metin á 680 milljarða, en þar er eingöngu vísað til efnislegra innviða svo sem vegakerfis, fráveitna, fasteigna o.s.frv. En við stöndum líka í innviðaskuld við óefnisleg kerfi samfélagsins svo sem heilbrigðiskerfi og menntakerfi, og það er ekki síður nauðsynlegt að greiða inn á þá skuld. Einnig hefur verið bent á innviðaskuld við skapandi greinar og íslenska menningu. En einn er sá innviður sem hefur oftast gleymst í þessari umræðu þótt hann sé í raun forsenda fyrir tilvist íslensks samfélags. Það er íslenskan. Þess vegna var ánægjulegt að lesa viðtalVísis við Höllu Hrund Logadóttur alþingismann þar sem hún bendir á að „tungumálið sé einn af mikilvægustu innviðum samfélagsins sem huga verði að“ og „vill að þingheimur hugsi um íslenska tungu með sama hætti og hann hugsar um innviði á borð við samgöngur og orkumál“. Þetta er meginatriði. Íslenskan er ekki einungis mikilvægasta samskiptatæki okkar og menningarmiðlari, heldur grundvallarþáttur í sjálfstæði okkar og þjóðarímynd – burðarás samfélagsins. Ef brestir koma í þann innvið er hætt við að samfélagið fari sömu leið. Ný ríkisstjórn hefur lagt áherslu á mikilvægi þess að vinna á innviðaskuldinni og segist vera byrjuð á því. Í ljósi þess skýtur skökku við að í fjárlagafrumvarpi næsta árs er lagt til að þeim greiðslum inn á innviðaskuld við íslenskuna sem fyrri ríkisstjórn hóf í fjárlögum þessa árs skuli nú hætt. Erlendum ríkisborgurum á Íslandi hefur fjölgað um fimmtíu þúsund undanfarinn áratug – úr um 10% upp í um 20% íbúa. Þetta eru ekki ómagar á þjóðinni – atvinnuþátttaka þeirra er mjög mikil, og við þurfum á þeim að halda. En inngilding svo fjölmenns hóps í samfélagið, þar á meðal íslenskukennsla, er risastórt verkefni sem ekki verður hrist fram úr erminni og fráleitt að lækka fjárveitingar til þessa málaflokks þótt dregið hafi úr fólksstraumi til landsins í fyrra. Ég trúi ekki öðru en að í meðförum Alþingis verði umrædd lækkun á framlögum til íslenskukennslu og inngildingar afturkölluð. En það er ekki nóg – við þurfum að bæta verulega í. Í skýrslu OECD um málefni innflytjenda á Íslandi sem birt var fyrir ári kom fram að fjárveitingar til kennslu íslensku sem annars máls (miðað við fjölda innflytjenda) eru ekki nema brot af því sem önnur Norðurlönd verja til kennslu í þjóðtungum sínum, og það endurspeglast í því að hlutfall innflytjenda sem telur sig hafa sæmilega færni í tungumáli landsins þar sem þeir búa er hvergi lægra en á Íslandi. Innviðaskuld okkar við íslenskuna felst ekki síst í þessu – við þurfum að verja miklu meira fé til þess að gera hana að sameign allra sem hér búa. Við þurfum samt að varast ómálefnalega mismunun á grundvelli íslenskukunnáttu, og gæta þess að láta skort á íslenskukunnáttu ekki bitna á fólki. En það á ekkert skylt við þjóðrembu að telja mikilvægt að þau sem hér búa læri íslensku. Það er öllum í hag. Skortur á íslenskukunnáttu veldur því iðulega að verðmæt þekking og kunnátta innflytjenda nýtist ekki heldur sitja þeir fastir í láglaunastörfum og börn þeirra eru í mikilli hættu að falla brott úr námi vegna ófullnægjandi íslenskukunnáttu. Skortur á íslenskukunnáttu leiðir líka til þess að innflytjendur taka lítinn þátt í almennri þjóðfélagsumræðu og þátttaka þeirra í kosningum er mun minni en innfæddra. Í ljósi hás hlutfalls innflytjenda er þetta vitaskuld alvarlegt fyrir lýðræði í landinu. Fjölgun innflytjenda skall fremur skyndilega á og hefur verið mjög ör og við áttuðum okkur ekki á því að nauðsynlegt væri að bregðast við henni – og vorum líka vanbúin til þess. En nú hefur margoft verið bent á, bæði í áðurnefndri skýrslu OECD og víðar, að staðan er alvarleg og íslenskan er á undanhaldi. Við höfum þess vegna enga afsökun fyrir því lengur að láta reka á reiðanum. Eftir því sem lengri tími líður án þess að við sinnum þessum málum minnka líkurnar á að innflytjendur sjái ástæðu til að læra íslensku vegna þess að það verða til samfélög þar sem íslenskan verður í raun óþörf. Til skamms tíma er kannski þægilegast og ódýrast fyrir okkur að stinga höfðinu í sandinn – en viljum við það? Nú reynir á Alþingi og ríkisstjórn. Höfundur er uppgjafaprófessor í íslensku og málfarslegur aðgerðasinni.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun