Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Lovísa Arnardóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 16. september 2025 12:03 Dómsmálaráðherra segist styðja aðgerðir lögreglu gegn Hell's Angels um helgina. Vísir/Sigurjón Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir það staðreynd að Europol skilgreinir Hell‘s Angels sem skipulögð glæpasamtök og hún styðji því og skilji aðgerðir lögreglunnar í gleðskapi samtakanna um helgina. Fréttamaður ræddi við Þorbjörgu Sigríði að loknum ríkisstjórnarfundi. Þorbjörg bendir í þessu samhengi á reynslu landa í kringum okkur, Svíþjóð og Danmörku sem dæmi, og sé horft til þeirra gefi það fulla ástæðu til að hafa varann á. Um helgina hafi ástæður verið til viðbragða og það hafi verið skynsamlegt og í samræmi við aðstæður. „Það er sérstaklega fjallað um þetta í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, þessi orð eru ekki upp á punt. Ég sem dómsmálaráðherra er algjörlega markviss í því að við erum að taka ákveðin skref, við erum að taka markviss skref og við ætlum okkur að hafa yfirhöndina þegar við erum að tala um skipulagða glæpahópa. Það er ekki flóknara en svo.“ Spurð hvort hún sé þetta ein af stærstu ógnunum sem steðji að Íslandi segir hún stjórnvöld vera að horfa á öryggi og varnir og landamæri og í samhengi við afbrot sé stríðið við skipulagða glæpahópa eitt stærsta varnarmálið. Spurð um það að Albanir sem tilheyri slíkum glæpahópum komi til landsins á grískum vegabréfum segist Þorbjörg aðeins getað talað almennt um þessi mál. Hún segir stjórnvöld markviss í aðgerðum sínum um landamæri og þau hafi eflt löggæslu á Suðurnesjum í því samhengi. „Við viljum hafa stjórn á því hverjir koma hingað til lands og hafa yfirsýn yfir það og auðvitað eru skilríki algjört lykilatriði í þeim efnum.“ Varðandi það að heimilt verði að vísa erlendum síbrotamönnum úr landi segist hún eiga í reglulegum samtölum við lögreglustjóra víða um land og það sé með mikilli blessun hennar að þetta verði gert. Hún segir lögreglu vinna sína vinnu vel og það sé fjallað um þetta í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar. „Við viljum fara hart, við viljum fara fast í skipulagða glæpi. Lögregla er að vinna í samræmi við stefnu stjórnvalda og er að vinna gott og mikið starf á hverjum degi og það ratar ekki allt í fjölmiðla.“ Brottvísanir síbrotamanna sendi skýr skilaboð Þorbjörg segir að með því að gera þessar brottvísanir mögulegar sé hægt að létta á réttarvörslu- og fangelsiskerfinu. Á sama tíma sendi þetta líka skilaboð. „Um að við ætlum ekki að láta Ísland vera veikan hlekk hvað varðar skipulögð brot. Þegar að menn finna að viðbragðið er til staðar hefur það líka áhrif á það hverjir sækjast eftir því að koma hingað til lands, og það er auðvitað tilgangurinn.“ Lögreglumál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Öryggis- og varnarmál Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Sjá meira
Þorbjörg bendir í þessu samhengi á reynslu landa í kringum okkur, Svíþjóð og Danmörku sem dæmi, og sé horft til þeirra gefi það fulla ástæðu til að hafa varann á. Um helgina hafi ástæður verið til viðbragða og það hafi verið skynsamlegt og í samræmi við aðstæður. „Það er sérstaklega fjallað um þetta í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, þessi orð eru ekki upp á punt. Ég sem dómsmálaráðherra er algjörlega markviss í því að við erum að taka ákveðin skref, við erum að taka markviss skref og við ætlum okkur að hafa yfirhöndina þegar við erum að tala um skipulagða glæpahópa. Það er ekki flóknara en svo.“ Spurð hvort hún sé þetta ein af stærstu ógnunum sem steðji að Íslandi segir hún stjórnvöld vera að horfa á öryggi og varnir og landamæri og í samhengi við afbrot sé stríðið við skipulagða glæpahópa eitt stærsta varnarmálið. Spurð um það að Albanir sem tilheyri slíkum glæpahópum komi til landsins á grískum vegabréfum segist Þorbjörg aðeins getað talað almennt um þessi mál. Hún segir stjórnvöld markviss í aðgerðum sínum um landamæri og þau hafi eflt löggæslu á Suðurnesjum í því samhengi. „Við viljum hafa stjórn á því hverjir koma hingað til lands og hafa yfirsýn yfir það og auðvitað eru skilríki algjört lykilatriði í þeim efnum.“ Varðandi það að heimilt verði að vísa erlendum síbrotamönnum úr landi segist hún eiga í reglulegum samtölum við lögreglustjóra víða um land og það sé með mikilli blessun hennar að þetta verði gert. Hún segir lögreglu vinna sína vinnu vel og það sé fjallað um þetta í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar. „Við viljum fara hart, við viljum fara fast í skipulagða glæpi. Lögregla er að vinna í samræmi við stefnu stjórnvalda og er að vinna gott og mikið starf á hverjum degi og það ratar ekki allt í fjölmiðla.“ Brottvísanir síbrotamanna sendi skýr skilaboð Þorbjörg segir að með því að gera þessar brottvísanir mögulegar sé hægt að létta á réttarvörslu- og fangelsiskerfinu. Á sama tíma sendi þetta líka skilaboð. „Um að við ætlum ekki að láta Ísland vera veikan hlekk hvað varðar skipulögð brot. Þegar að menn finna að viðbragðið er til staðar hefur það líka áhrif á það hverjir sækjast eftir því að koma hingað til lands, og það er auðvitað tilgangurinn.“
Lögreglumál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Öryggis- og varnarmál Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels