Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Agnar Már Másson skrifar 16. september 2025 17:30 Sanna Magdalena Mörtudóttir segir hvorki af né á um mögulegt framboð sitt fyrir Sósíalistaflokkinn til borgarstjórnar næsta vor. Vísir/Lýður Valberg Framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins hvetur Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, eina kjörna oddvita flokksins, til að segja sig úr flokknum eftir að hún hefur sagst mögulega ætla að bjóða sig fram fyrir annan flokk. Sanna segist fyrst hafa heyrt af þessari áskorun í fjölmiðlum. Formaður stjórnarinnar segir hana ekki sýna nokkurn áhuga á að vinna með flokknum. Borgarfulltrúinn sagði sig frá trúnaðarstörfum innan flokksins eftir að hallarbylting var gerð á aðalfundi flokksins. Framkvæmdastjórnin segir í ályktun að Sanna hafi ítrekað tekið afstöðu gegn flokknum frá því að ný stjórn tók við. Oddvitinn eigi að „koma hreint og heiðarlega fram“ Sæþór Benjamín Randalsson, formaður framkvæmdastjórnarinnar, segir í samtali við Vísi að stjórnin hafi frá fyrsta degi óskað eftir því að vinna með Sönnu. „En hún hefur ekki verið til í að hitta okkur, vinna með okkur eða upplýsa okkur hvað er í gangi í borginni,“ segir Sæþór, sem vísar svo til þess að hún tali nú um sig sem „sósíalískan borgarfulltrúa“ frekar en borgarfulltrúa Sósíalistaflokksins. Í ályktun sem samþykkt var af framkvæmdastjórn flokksins í dag segir að vegna ummæla oddvitans í frétt Rúv í gær um að bjóða sig mögulega fram í öðrum flokki hvetji framkvæmdastjórn hana til að „koma hreint og heiðarlega fram“ og segja sig úr flokknum. „Sanna Magdalena Mörtudóttir hefur lengst af á sinni starfsævi unnið sem atvinnustjórnmálakona sem kjörinn fulltrúi Sósíalistaflokksins. Af ummælum hennar að dæma um mögulegt framboð með öðrum flokki virðist hún horfa frekar til eigin frama í stjórnmálum en hag síns eigin flokks og framgang félagshyggju á Íslandi,“ segir í ályktun framkvæmdastjórnarinnar. Sæþór Benjamín segir mikilvægt að efla innra starf flokksins. Ný forysta hafi nú það verkefni að sannfæra almenning um að þeim sé treystandi fyrir flokknum. Bylgjan Enn fremur lýsir framkvæmdastjórn Sósíalistaflokks Íslands furðu á ummælum borgarfulltrúans á RÚV um að það sé „ekkert launungarmál“ að ný stjórn Sósíalistaflokksins, sem tók við á aðalfundi í vor eftir dramatíska hallarbyltingu, „hafi ekki staðið heilshugar að baki borgarstjórnarflokknum.“ Framkvæmdastjórnin vísar þessum ummælum á bug og segist hafa þvert á móti ítrekað reynt á samstarf og samtal við Sönnu. „Eftir margra mánaða umleitanir fékkst hún loks á fund með framkvæmdarstjórn en neitaði að hitta framkvæmdarstjórn einsömul líkt og aðrir borgarfulltrúar flokksins höfðu þá þegar gert. Ekki var að merkja nokkurn samstarfsvilja af hálfu Sönnu Magdalenu á þeim fundi,“ segir í ályktun. „Óskar framkvæmdarstjórn Sönnu velfarnaðar í öllu því sem hún ákveður að taka sér fyrir hendur.“ Sanna skrifar á Facebook að hún hafi fyrst heyrt af þessari áskorun á vef Rúv, sem greindi fyrst frá. „Ég hef allavegana ekki fengið tölvupóst, símtal, né sms með þessari áskorun framkvæmdastjórnar,“ skrifar hún í ummæli á Rauða þræðinum, umræðuvettvangi sósíalista á Facebook. Sósíalistaflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Erlent Fleiri fréttir Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Sjá meira
Formaður stjórnarinnar segir hana ekki sýna nokkurn áhuga á að vinna með flokknum. Borgarfulltrúinn sagði sig frá trúnaðarstörfum innan flokksins eftir að hallarbylting var gerð á aðalfundi flokksins. Framkvæmdastjórnin segir í ályktun að Sanna hafi ítrekað tekið afstöðu gegn flokknum frá því að ný stjórn tók við. Oddvitinn eigi að „koma hreint og heiðarlega fram“ Sæþór Benjamín Randalsson, formaður framkvæmdastjórnarinnar, segir í samtali við Vísi að stjórnin hafi frá fyrsta degi óskað eftir því að vinna með Sönnu. „En hún hefur ekki verið til í að hitta okkur, vinna með okkur eða upplýsa okkur hvað er í gangi í borginni,“ segir Sæþór, sem vísar svo til þess að hún tali nú um sig sem „sósíalískan borgarfulltrúa“ frekar en borgarfulltrúa Sósíalistaflokksins. Í ályktun sem samþykkt var af framkvæmdastjórn flokksins í dag segir að vegna ummæla oddvitans í frétt Rúv í gær um að bjóða sig mögulega fram í öðrum flokki hvetji framkvæmdastjórn hana til að „koma hreint og heiðarlega fram“ og segja sig úr flokknum. „Sanna Magdalena Mörtudóttir hefur lengst af á sinni starfsævi unnið sem atvinnustjórnmálakona sem kjörinn fulltrúi Sósíalistaflokksins. Af ummælum hennar að dæma um mögulegt framboð með öðrum flokki virðist hún horfa frekar til eigin frama í stjórnmálum en hag síns eigin flokks og framgang félagshyggju á Íslandi,“ segir í ályktun framkvæmdastjórnarinnar. Sæþór Benjamín segir mikilvægt að efla innra starf flokksins. Ný forysta hafi nú það verkefni að sannfæra almenning um að þeim sé treystandi fyrir flokknum. Bylgjan Enn fremur lýsir framkvæmdastjórn Sósíalistaflokks Íslands furðu á ummælum borgarfulltrúans á RÚV um að það sé „ekkert launungarmál“ að ný stjórn Sósíalistaflokksins, sem tók við á aðalfundi í vor eftir dramatíska hallarbyltingu, „hafi ekki staðið heilshugar að baki borgarstjórnarflokknum.“ Framkvæmdastjórnin vísar þessum ummælum á bug og segist hafa þvert á móti ítrekað reynt á samstarf og samtal við Sönnu. „Eftir margra mánaða umleitanir fékkst hún loks á fund með framkvæmdarstjórn en neitaði að hitta framkvæmdarstjórn einsömul líkt og aðrir borgarfulltrúar flokksins höfðu þá þegar gert. Ekki var að merkja nokkurn samstarfsvilja af hálfu Sönnu Magdalenu á þeim fundi,“ segir í ályktun. „Óskar framkvæmdarstjórn Sönnu velfarnaðar í öllu því sem hún ákveður að taka sér fyrir hendur.“ Sanna skrifar á Facebook að hún hafi fyrst heyrt af þessari áskorun á vef Rúv, sem greindi fyrst frá. „Ég hef allavegana ekki fengið tölvupóst, símtal, né sms með þessari áskorun framkvæmdastjórnar,“ skrifar hún í ummæli á Rauða þræðinum, umræðuvettvangi sósíalista á Facebook.
Sósíalistaflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Erlent Fleiri fréttir Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Sjá meira