„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. september 2025 19:22 Navi Pillay er suðurafrískur mannréttindalögfræðingur. Hún gegndi áður embætti mannréttindast´jora Sameinuðu þjóðanna. Hún er formaður rannsóknarnefndar Sameinuðu þjóðanna. Cem Ozdel/Anadolu Agency/Getty Images Rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna segir Ísraelsríki fremja þjóðarmorð á Gaza. Í skýrslu reynir hún að höfða til ábyrgðarkenndar bandalagsríkja Ísraels. Í nótt hóf Ísraelski herinn stórsókn á Gazaborg sem hann hyggst hernema. Utanríkisráðherra segir framferðið hreinlega galið. Í nýrri skýrslu óháðrar rannsóknarnefndar mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna er fullyrt að Ísraelsríki sé að fremja þjóðarmorð á Gaza. Þetta er í fyrsta sinn sem nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna segir Ísrael fremja þjóðarmorð. Navi Pillay er formaður rannsóknarnefndarinnar. „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna á Gaza. Nefndin flokkar þetta sem þjóðarmorð.“ Rannsóknarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að Ísraelsríki hefði orðið uppvíst að háttsemi sem lýst er sem hópmorði í fjórum af fimm ákvæðum alþjóðalaga; að drepa einstaklinga úr viðkomandi hópi, að valda einstaklingum úr viðkomandi hópi alvarlegum líkamlegum eða andlegum skaða, að þröngva viðkomandi hópi af ásetningi til þess að búa við lífsskilyrði sem miða að líkamlegri eyðingu hópsins eða hluta hans, að beita þvingunaraðgerðum sem miða að því að koma í veg fyrir barnsfæðingar í hópnum. Rannsóknarnefndin reyndi að höfða til ábyrgðarkenndar bandalagsríkja Ísraels. „Við leggjum til að öll aðildarríkin, sérstaklega þau sem hafa áhrif á Ísrael, stuðli að því að drápum og limlestingum á óbreyttum borgurum á Gaza verði hætt þegar í stað.“ Í nótt hófst stórsókn ísraelska hersins í Gazaborg og hernámið er að fullu hafið. Hátt í sjötíu eru sagðir hafa látist í árásunum í dag. Samira Issa, íbúi Gazaborgar, ræddi við fréttamann en hún er ein af þeim fjölmörgu Palestínumönnum sem er á vergangi, niðurbrotin og aðframkomin. „Ég grátbið alla heimsbyggðina; Arabaríkin, konunga og forseta um að standa með okkur og bjarga okkur. Við erum þreytt.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, fordæmir framgöngu Ísraelshers. „Þetta er náttúrulega galið framferði Ísraelshers. Síðustu fréttir frá því í morgun hvernig þeir eru byrjaðir líklega að hreinsa allt út á Gaza. Þetta fordæmum við Íslendingar harðlega.“ Í ríkisstjórn Ísraelsríkis séu síbrotamenn mannúðar-og alþjóðalaga. „Þetta er bara þyngra en tárum taki og það versta í þessu er að þær þjóðir sem raunverulega hafa tak á Ísraelum eru ekki að beita sér nóg.“ Ísrael Sameinuðu þjóðirnar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Samráðsvettvangurinn Samstaða með Palestínu heldur á fimmtudag málþing um þýðingu tilkynntra aðgerða ríkisstjórnarinnar gegn Ísrael, mögulegar frekari aðgerðir og um ástandið á Gasa. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, ein skipuleggjenda, segir skýrt ákall um frekari aðgerðir af hálfu stjórnvalda og að stuðningur sé mikill meðal Íslendinga. 16. september 2025 15:56 Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Utanríkisráðherra segir framferði Ísraela „galið“ og að Ísland fordæmi landhernað þeirra á Gasa harðlega. Hún segir skýrslu SÞ um að framið sé þjóðarmorð á Gasa styðja við ákall um frekari aðgerðir. Hún segir Ísland ekki griðarstað fyrir þá sem bera ábyrgð á stríðsglæpum. 16. september 2025 12:08 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Í nýrri skýrslu óháðrar rannsóknarnefndar mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna er fullyrt að Ísraelsríki sé að fremja þjóðarmorð á Gaza. Þetta er í fyrsta sinn sem nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna segir Ísrael fremja þjóðarmorð. Navi Pillay er formaður rannsóknarnefndarinnar. „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna á Gaza. Nefndin flokkar þetta sem þjóðarmorð.“ Rannsóknarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að Ísraelsríki hefði orðið uppvíst að háttsemi sem lýst er sem hópmorði í fjórum af fimm ákvæðum alþjóðalaga; að drepa einstaklinga úr viðkomandi hópi, að valda einstaklingum úr viðkomandi hópi alvarlegum líkamlegum eða andlegum skaða, að þröngva viðkomandi hópi af ásetningi til þess að búa við lífsskilyrði sem miða að líkamlegri eyðingu hópsins eða hluta hans, að beita þvingunaraðgerðum sem miða að því að koma í veg fyrir barnsfæðingar í hópnum. Rannsóknarnefndin reyndi að höfða til ábyrgðarkenndar bandalagsríkja Ísraels. „Við leggjum til að öll aðildarríkin, sérstaklega þau sem hafa áhrif á Ísrael, stuðli að því að drápum og limlestingum á óbreyttum borgurum á Gaza verði hætt þegar í stað.“ Í nótt hófst stórsókn ísraelska hersins í Gazaborg og hernámið er að fullu hafið. Hátt í sjötíu eru sagðir hafa látist í árásunum í dag. Samira Issa, íbúi Gazaborgar, ræddi við fréttamann en hún er ein af þeim fjölmörgu Palestínumönnum sem er á vergangi, niðurbrotin og aðframkomin. „Ég grátbið alla heimsbyggðina; Arabaríkin, konunga og forseta um að standa með okkur og bjarga okkur. Við erum þreytt.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, fordæmir framgöngu Ísraelshers. „Þetta er náttúrulega galið framferði Ísraelshers. Síðustu fréttir frá því í morgun hvernig þeir eru byrjaðir líklega að hreinsa allt út á Gaza. Þetta fordæmum við Íslendingar harðlega.“ Í ríkisstjórn Ísraelsríkis séu síbrotamenn mannúðar-og alþjóðalaga. „Þetta er bara þyngra en tárum taki og það versta í þessu er að þær þjóðir sem raunverulega hafa tak á Ísraelum eru ekki að beita sér nóg.“
Ísrael Sameinuðu þjóðirnar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Samráðsvettvangurinn Samstaða með Palestínu heldur á fimmtudag málþing um þýðingu tilkynntra aðgerða ríkisstjórnarinnar gegn Ísrael, mögulegar frekari aðgerðir og um ástandið á Gasa. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, ein skipuleggjenda, segir skýrt ákall um frekari aðgerðir af hálfu stjórnvalda og að stuðningur sé mikill meðal Íslendinga. 16. september 2025 15:56 Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Utanríkisráðherra segir framferði Ísraela „galið“ og að Ísland fordæmi landhernað þeirra á Gasa harðlega. Hún segir skýrslu SÞ um að framið sé þjóðarmorð á Gasa styðja við ákall um frekari aðgerðir. Hún segir Ísland ekki griðarstað fyrir þá sem bera ábyrgð á stríðsglæpum. 16. september 2025 12:08 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
„Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Samráðsvettvangurinn Samstaða með Palestínu heldur á fimmtudag málþing um þýðingu tilkynntra aðgerða ríkisstjórnarinnar gegn Ísrael, mögulegar frekari aðgerðir og um ástandið á Gasa. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, ein skipuleggjenda, segir skýrt ákall um frekari aðgerðir af hálfu stjórnvalda og að stuðningur sé mikill meðal Íslendinga. 16. september 2025 15:56
Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Utanríkisráðherra segir framferði Ísraela „galið“ og að Ísland fordæmi landhernað þeirra á Gasa harðlega. Hún segir skýrslu SÞ um að framið sé þjóðarmorð á Gasa styðja við ákall um frekari aðgerðir. Hún segir Ísland ekki griðarstað fyrir þá sem bera ábyrgð á stríðsglæpum. 16. september 2025 12:08