Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Sindri Sverrisson skrifar 17. september 2025 10:02 Erling Haaland var fyrirliði í liði Ragnars í síðustu umferð og stóð fyrir sínu. Getty/Vísir Rithöfundinum Ragnari Jónassyni er greinilega margt til lista lagt eins og komið var inn á í nýjum lið í Fantasýn, hlaðvarpsþættinum um fantasy-leik ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Í nýjasta þætti þeirra Alberts Þórs Guðmundssonar og Sindra Kamban, sem hlusta má á hér að neðan, er farið yfir allt það helsta fyrir fantasy-spilara landsins eftir fjórar umferðir af deildinni. Meðal annars veltu þeir vöngum yfir því hvað þeir sem ætla að nýta wildcard-möguleikann ættu að gera. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan eða með því að smella hér. Í anda stjörnulífsfrétta á miðlum landsins ákváðu þeir félagar einnig að brydda upp á nýjung og finna frægt fólk í hópi fantasy-spilara. Einn af þeim er glæpasagnahöfundurinn Ragnar sem er í toppbaráttunni í Sýnar-deildinni, þar sem allir íslenskir fantasy-spilarar eru sjálfkrafa með. Ragnar er þar í 4. sæti og hlaut heil 89 stig í síðustu umferð, með afar öfluga vörn og Erling Haaland sem fyrirliða eins og sjá má. Lið Ragnars í síðustu umferð Fantasy. Bannað að herma eftir.Skjáskot/Fantasy.premierleague.com „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda? Hann er búinn að skrifa bókina, svo kemur lognið á undan storminum, og svo fer jólabókaflóðið af stað,“ spurði Albert léttur, þegar þeir Sindri ræddu um árangur Ragnars. „Jú mögulega, en ég held að það sé nóg að gera,“ sagði Sindri. „Ég hef reyndar engar áhyggjur af því að Ragnar Jónasson hafi ekki nóg að gera, verandi rithöfundur og lögfræðingur í fullu starfi held ég. Og góður fantasy-spilari,“ sagði Albert. Sindri benti auk þess á að Ragnar héldi utan um flotta glæpasagnahátíð í nóvember, Iceland Noir, svo það væri alveg ljóst að hann hefði nóg fyrir stafni annað en að sinna fantasy-liðinu sínu. „Er hann ekki bara fjórði besti glæpasagnahöfundur Norðurlanda líka?“ spurði Albert en sjálfsagt má rökræða um það lengi. Sindri benti hins vegar á að hæfileikar Ragnars nýttust greinilega á fleiri en einu sviði: „Þegar þú ert að setja upp svona glæpasögur… þetta er smá púsluspil. Þú þarft að láta ákveðna þræði ganga upp. Hann er greinilega góður greinandi. Annar maður sem skarar fram úr á sínu sviði, Magnus Carlsen skákmaðurinn knái, er þekktur sem mjög góður fantasy-spilari.“ Hægt er að hlusta á alla þætti Fantasýn á tal.is með því að smella hér. Enski boltinn Fantasýn Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Sunderland-Manchester City: City getur unnið sjöunda leikinn í röð Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Sjá meira
Í nýjasta þætti þeirra Alberts Þórs Guðmundssonar og Sindra Kamban, sem hlusta má á hér að neðan, er farið yfir allt það helsta fyrir fantasy-spilara landsins eftir fjórar umferðir af deildinni. Meðal annars veltu þeir vöngum yfir því hvað þeir sem ætla að nýta wildcard-möguleikann ættu að gera. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan eða með því að smella hér. Í anda stjörnulífsfrétta á miðlum landsins ákváðu þeir félagar einnig að brydda upp á nýjung og finna frægt fólk í hópi fantasy-spilara. Einn af þeim er glæpasagnahöfundurinn Ragnar sem er í toppbaráttunni í Sýnar-deildinni, þar sem allir íslenskir fantasy-spilarar eru sjálfkrafa með. Ragnar er þar í 4. sæti og hlaut heil 89 stig í síðustu umferð, með afar öfluga vörn og Erling Haaland sem fyrirliða eins og sjá má. Lið Ragnars í síðustu umferð Fantasy. Bannað að herma eftir.Skjáskot/Fantasy.premierleague.com „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda? Hann er búinn að skrifa bókina, svo kemur lognið á undan storminum, og svo fer jólabókaflóðið af stað,“ spurði Albert léttur, þegar þeir Sindri ræddu um árangur Ragnars. „Jú mögulega, en ég held að það sé nóg að gera,“ sagði Sindri. „Ég hef reyndar engar áhyggjur af því að Ragnar Jónasson hafi ekki nóg að gera, verandi rithöfundur og lögfræðingur í fullu starfi held ég. Og góður fantasy-spilari,“ sagði Albert. Sindri benti auk þess á að Ragnar héldi utan um flotta glæpasagnahátíð í nóvember, Iceland Noir, svo það væri alveg ljóst að hann hefði nóg fyrir stafni annað en að sinna fantasy-liðinu sínu. „Er hann ekki bara fjórði besti glæpasagnahöfundur Norðurlanda líka?“ spurði Albert en sjálfsagt má rökræða um það lengi. Sindri benti hins vegar á að hæfileikar Ragnars nýttust greinilega á fleiri en einu sviði: „Þegar þú ert að setja upp svona glæpasögur… þetta er smá púsluspil. Þú þarft að láta ákveðna þræði ganga upp. Hann er greinilega góður greinandi. Annar maður sem skarar fram úr á sínu sviði, Magnus Carlsen skákmaðurinn knái, er þekktur sem mjög góður fantasy-spilari.“ Hægt er að hlusta á alla þætti Fantasýn á tal.is með því að smella hér.
Enski boltinn Fantasýn Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Sunderland-Manchester City: City getur unnið sjöunda leikinn í röð Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Sjá meira