Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Samúel Karl Ólason skrifar 17. september 2025 18:48 Nemesio Oseguera-Cervantes eða „El Mencho“ er sagður valdamesti fíkniefnabarónn heims. DEA og Getty Kókaín hefur aldrei verið ódýrara né hreinna í Bandaríkjunum en það er nú. Neysla þess hefur aukist til muna á undanförnum árum, samhliða umfangsmiklum aðgerðum gegn neyslu fentanýls í Bandaríkjunum og gegn framleiðslu þess í Mexíkó. Aukin neysla á kókaíni og átök innan einna stærstu glæpasamtaka Mexíkó hafa veitt öðrum samtökum rými til að stækka hratt og gera miklar breytingar á stöðu glæpasamtaka í landinu. Nýr kóngur situr á toppnum. Hinn 59 ára gamli Nemesio Oseguera Cervanter, eða „El Mencho“ stýrir glæpasamtökum sem kallast Jalisco New Generation Cartel, eða JNGC. Hann stofnaði samtökin í Jalisco-héraði í Mexíkó og stýrir þeim frá vel földum bækistöðvum sínum í fjalllendi í Sierra Madre. Hann hefur varið síðustu áratugum í að byggja samtökin upp, með góðum árangri. Honum var nýlega lýst af starfandi yfirmanni fíkniefnalögreglu Bandaríkjanna, DEA, sem valdamesta fíkniefnabaróni heimsins. Gerði samning við syni El Chapo Fyrr á þessu ári fór á kreik hávær orðrómur um að Oseguera hefði mögulega gert bandalag við Los Chapitos, syni hins víðfræga El Chapo, sem hafa um nokkuð langt skeið háð blóðuga baráttu gegn andstæðingum sínum innan Sinaloa-samtakanna, sem voru fyrir einungis nokkrum árum stærstu glæpasamtök Mexíkó og eiga í umfangsmiklu smygli á fentanýli til Bandaríkjanna. Bræðurnir Iván Archivaldo og Ovidio Guzmán leiða eina fylkingu innan Sinaloa-samtakanna og hafa þeir barist gegn fylgimönnum Ismael Zambada eða „El Mayo“, sem leiddir eru af Mayito Flaco, syni „El Mayo“. Fylkingar þessar kallast „Los Chapitos“ og „Los Mayos“. Átakið gegn fentanýli og baráttan innan Sinaloa leiddi þó til mikils tómarúms í undirheimum Mexíkó og í Bandaríkjunum og það hefur El Mencho fyllt upp í. Wall Street Journal segir frá því að Oseguera hafi fundað með Iván Guzmán í desember og hann hafi samþykkt að útvega Los Chapitos vopn, menn og peninga í skiptum fyrir aðgang fyrir CJNG að smyglleiðum Sinaloa samtakanna til Bandaríkjanna. Ítarlega var fjallað um stöðuna í Mexíkó í fréttinni hér að neðan, sem birt var í maí. Gífurleg aukning í neyslu Í frétt Wall Street Journal segir að neysla á kókaíni hafi frá árinu 2019 aukist um 154 prósent á vesturströnd Bandaríkjanna, samkvæmt opinberum gögnum í Bandaríkjunum. Á austurströndinni hefur aukningin verið nítján prósent á sama tímabili. Á sama tíma hefur verð lækkað um nærri því helming. Neysla fentanýls hefur dregist saman á undanförnum árum. WSJ segir að kókaínneyslu fylgi nú ekki sami félagslegi stimpill og fylgt hefur neyslu fentanýls. Fíkniefnalögregla Bandaríkjanna (DEA) sagði frá því í skýrslu fyrr í sumar að hreinleiki kókaíns í Bandaríkjunum hefði aukist á hverju ári frá 2020. Að meðaltali hefði kókaín í duft- eða kristalaformi sem lagt var hald á í fyrra verið 84 prósent hreint. Þá kom einnig fram í skýrslunni að mikill meirihluti kókaíns sem lagt var hald á í fyrra hafi komið frá Kólumbíu, eða að minnsta kosti 84 prósent, mögulega meira. El Mencho hefur grætt fúlgu fjár á þessum breyttu aðstæðum í Bandaríkjunum en samtök hans flytja meðal annars kókaín í tonnatali frá Kólumbíu með ýmsum leiðum, eins og kafbátum og hraðbátum, til Bandaríkjanna. Átak ríkisstjórnar Trumps gegn innflytjendum sem dvelja ólöglega í Bandaríkjunum hefur einnig komið niður á landamæravörslu hvað varðar leit að fíkniefnum, sem hefur reynst CJNG vel. Trump hefur þó einnig ítrekað stungið upp á því að mögulega muni bandaríski herinn gera árásir gegn glæpasamtökum Mexíkó. Umkringdur þungvopnuðum og vel þjálfuðum mönnum DEA sagði í vor að starfsemi El Mencho og CJNG næði til rúmlega fjörutíu landa heims. Samtökin eru sögð álíka kröftug og valdamikil og Sinaloa-samtökin voru þegar þau voru upp á sitt besta, áður en El Chapo var handtekinn. Bandaríkjamenn hafa heitið allt að fimmtán milljónum dala fyrir upplysingar sem leiða til handtöku Nemesio Rubén Oseguera Cervanters, eða „El Mencho“.Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna Bandaríkjamenn hafa heitið allt að fimmtán milljónum dala fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku Oseguera. Hann yfirgefur þó sjaldan bækistöðvar sínar þar sem hann er ávallt umkringdur hundruðum þungvopnaðra manna, sem eru þar að auki vel þjálfaðir af fyrrverandi sérsveitarmönnum úr kólumbíska hernum. Í frétt WSJ segir að hauspokar séu settir á gesti En Mencho og þeir megi ekkert sjá í að minnsta kosti sex klukkustunda bílferð í bækistöðvarnar. Öllum gestum er bannað að taka snjalltæki með sér. Þar að auki sé búið að dreifa jarðsprengjum um svæðið svo ókunnugir geti ekki komist þangað. Þá er Oseguera sagður hafa látið reisa sérstaka sjúkraálmu í bækistöðvum sínum en þangað fær hann til sín lækna vegna nýrnaveikinda sem hann glímir við. Auk þess að græða fúlgur fjár á sölu fíkniefna hagnast CJNG einnig verulega á öðrum sviðum. Meðal annars má benda á það að samtökin starfa nánast sem stjórnvöld Jalisco-héraðs í suðvesturhluta Mexíkó og leggja skatt á fyrirtæki þar og fólk. Samtökin stjórna einnig fjölda fyrirtækja sem byggja innviði á svæðinu og stunda umfangsmikla ólöglega námuvinnslu. Mexíkó Bandaríkin Kólumbía Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Fleiri fréttir Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Sjá meira
Aukin neysla á kókaíni og átök innan einna stærstu glæpasamtaka Mexíkó hafa veitt öðrum samtökum rými til að stækka hratt og gera miklar breytingar á stöðu glæpasamtaka í landinu. Nýr kóngur situr á toppnum. Hinn 59 ára gamli Nemesio Oseguera Cervanter, eða „El Mencho“ stýrir glæpasamtökum sem kallast Jalisco New Generation Cartel, eða JNGC. Hann stofnaði samtökin í Jalisco-héraði í Mexíkó og stýrir þeim frá vel földum bækistöðvum sínum í fjalllendi í Sierra Madre. Hann hefur varið síðustu áratugum í að byggja samtökin upp, með góðum árangri. Honum var nýlega lýst af starfandi yfirmanni fíkniefnalögreglu Bandaríkjanna, DEA, sem valdamesta fíkniefnabaróni heimsins. Gerði samning við syni El Chapo Fyrr á þessu ári fór á kreik hávær orðrómur um að Oseguera hefði mögulega gert bandalag við Los Chapitos, syni hins víðfræga El Chapo, sem hafa um nokkuð langt skeið háð blóðuga baráttu gegn andstæðingum sínum innan Sinaloa-samtakanna, sem voru fyrir einungis nokkrum árum stærstu glæpasamtök Mexíkó og eiga í umfangsmiklu smygli á fentanýli til Bandaríkjanna. Bræðurnir Iván Archivaldo og Ovidio Guzmán leiða eina fylkingu innan Sinaloa-samtakanna og hafa þeir barist gegn fylgimönnum Ismael Zambada eða „El Mayo“, sem leiddir eru af Mayito Flaco, syni „El Mayo“. Fylkingar þessar kallast „Los Chapitos“ og „Los Mayos“. Átakið gegn fentanýli og baráttan innan Sinaloa leiddi þó til mikils tómarúms í undirheimum Mexíkó og í Bandaríkjunum og það hefur El Mencho fyllt upp í. Wall Street Journal segir frá því að Oseguera hafi fundað með Iván Guzmán í desember og hann hafi samþykkt að útvega Los Chapitos vopn, menn og peninga í skiptum fyrir aðgang fyrir CJNG að smyglleiðum Sinaloa samtakanna til Bandaríkjanna. Ítarlega var fjallað um stöðuna í Mexíkó í fréttinni hér að neðan, sem birt var í maí. Gífurleg aukning í neyslu Í frétt Wall Street Journal segir að neysla á kókaíni hafi frá árinu 2019 aukist um 154 prósent á vesturströnd Bandaríkjanna, samkvæmt opinberum gögnum í Bandaríkjunum. Á austurströndinni hefur aukningin verið nítján prósent á sama tímabili. Á sama tíma hefur verð lækkað um nærri því helming. Neysla fentanýls hefur dregist saman á undanförnum árum. WSJ segir að kókaínneyslu fylgi nú ekki sami félagslegi stimpill og fylgt hefur neyslu fentanýls. Fíkniefnalögregla Bandaríkjanna (DEA) sagði frá því í skýrslu fyrr í sumar að hreinleiki kókaíns í Bandaríkjunum hefði aukist á hverju ári frá 2020. Að meðaltali hefði kókaín í duft- eða kristalaformi sem lagt var hald á í fyrra verið 84 prósent hreint. Þá kom einnig fram í skýrslunni að mikill meirihluti kókaíns sem lagt var hald á í fyrra hafi komið frá Kólumbíu, eða að minnsta kosti 84 prósent, mögulega meira. El Mencho hefur grætt fúlgu fjár á þessum breyttu aðstæðum í Bandaríkjunum en samtök hans flytja meðal annars kókaín í tonnatali frá Kólumbíu með ýmsum leiðum, eins og kafbátum og hraðbátum, til Bandaríkjanna. Átak ríkisstjórnar Trumps gegn innflytjendum sem dvelja ólöglega í Bandaríkjunum hefur einnig komið niður á landamæravörslu hvað varðar leit að fíkniefnum, sem hefur reynst CJNG vel. Trump hefur þó einnig ítrekað stungið upp á því að mögulega muni bandaríski herinn gera árásir gegn glæpasamtökum Mexíkó. Umkringdur þungvopnuðum og vel þjálfuðum mönnum DEA sagði í vor að starfsemi El Mencho og CJNG næði til rúmlega fjörutíu landa heims. Samtökin eru sögð álíka kröftug og valdamikil og Sinaloa-samtökin voru þegar þau voru upp á sitt besta, áður en El Chapo var handtekinn. Bandaríkjamenn hafa heitið allt að fimmtán milljónum dala fyrir upplysingar sem leiða til handtöku Nemesio Rubén Oseguera Cervanters, eða „El Mencho“.Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna Bandaríkjamenn hafa heitið allt að fimmtán milljónum dala fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku Oseguera. Hann yfirgefur þó sjaldan bækistöðvar sínar þar sem hann er ávallt umkringdur hundruðum þungvopnaðra manna, sem eru þar að auki vel þjálfaðir af fyrrverandi sérsveitarmönnum úr kólumbíska hernum. Í frétt WSJ segir að hauspokar séu settir á gesti En Mencho og þeir megi ekkert sjá í að minnsta kosti sex klukkustunda bílferð í bækistöðvarnar. Öllum gestum er bannað að taka snjalltæki með sér. Þar að auki sé búið að dreifa jarðsprengjum um svæðið svo ókunnugir geti ekki komist þangað. Þá er Oseguera sagður hafa látið reisa sérstaka sjúkraálmu í bækistöðvum sínum en þangað fær hann til sín lækna vegna nýrnaveikinda sem hann glímir við. Auk þess að græða fúlgur fjár á sölu fíkniefna hagnast CJNG einnig verulega á öðrum sviðum. Meðal annars má benda á það að samtökin starfa nánast sem stjórnvöld Jalisco-héraðs í suðvesturhluta Mexíkó og leggja skatt á fyrirtæki þar og fólk. Samtökin stjórna einnig fjölda fyrirtækja sem byggja innviði á svæðinu og stunda umfangsmikla ólöglega námuvinnslu.
Mexíkó Bandaríkin Kólumbía Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Fleiri fréttir Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Sjá meira