Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar Kjartan Kjartansson skrifar 18. september 2025 09:26 Kona reynir að kæla sig í gosbrunni í miðborg Rómar í sterkri hitabylgju í byrjun júlí. Rauð viðvörun vegna hita var gefin út í fjölda ítalskra borga í hitabylgjunni. Vísir/EPA Hnattræn hlýnun af völdum manna olli um það bil 16.500 viðbótardauðsföllum vegna hita í Evrópu í sumar samkvæmt mati hóps faralds- og loftslagsfræðinga. Það eru 68 prósent allra þeirra sem létust af völdum hita í álfunni. Sumarið var það þriðja hlýjasta í mælingasögunni samkvæmt gögnum loftslagsstofnunar Evrópusambandsins. Áætlað er að loftslag í helstu stórborgum Evrópu sé nú 2,2 gráðum hlýrra en það var fyrir iðnbyltingu vegna stórfelldrar losunar mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti. Alls voru 24.400 dauðsföll rakin beint til sumarhitans í ár í þeim 854 borgum sem rannsóknin náði til. Nærri sjötíu prósent þeirra sem létust eru talin hafa látist vegna þeirrar hlýnunar sem menn hafa valdið, a því er segir í frétt dagblaðsins Politico um rannsóknina. „Þessar tölur tákna raunverulegt fólk sem lést undanfarna mánuði vegna ofsafengins hita. Margir hefðu ekki látist ef ekki væri fyrir loftslagsbreytingar,“ segir Friederike Otto, loftslagsvísindamaður við Imperial College London sem átti þátt í rannsókninni. Garyfallos Konstantinoudis frá Grantham-loftlagsbreytingastofnuninni, segir að þó að hitabylgjur verði aðeins tveimur til fjórum gráðum heitari en ella geti það skilið á milli lífs og dauða fyrir þúsundir manna. Langflestir þeirra sem létust voru 65 ára eða eldri. Það er sagt undirstrika þá hættu sem stafar af hlýnandi loftslagi í ljósi þess að Evrópuþjóðir eru að eldast að meðaltali. Flest dauðsföllin urðu á Ítalíu og Spáni, 4.597 í fyrrnefnda ríkinu en 2.841 í því síðarnefnda. Dauðsföllin í Evrópu í sumar voru líklega enn fleiri en fram kemur í rannsókninni þar sem hún náði aðeins til borga með fleiri en fimmtíu þúsund íbúa í Evrópusambandsríkjum og Bretlandi. Um þrjátíu prósent íbúa álfunnar búa í þeim. Þó að færri látist af völdum öfgahita í Norður-Evrópu segja rannsakendurnir að hærra hlutfall þeirra sem látast þar megi rekja beint til hnattrænnar hlýnunar. Loftslagsmál Heilbrigðismál Spánn Ítalía Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Sjá meira
Sumarið var það þriðja hlýjasta í mælingasögunni samkvæmt gögnum loftslagsstofnunar Evrópusambandsins. Áætlað er að loftslag í helstu stórborgum Evrópu sé nú 2,2 gráðum hlýrra en það var fyrir iðnbyltingu vegna stórfelldrar losunar mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti. Alls voru 24.400 dauðsföll rakin beint til sumarhitans í ár í þeim 854 borgum sem rannsóknin náði til. Nærri sjötíu prósent þeirra sem létust eru talin hafa látist vegna þeirrar hlýnunar sem menn hafa valdið, a því er segir í frétt dagblaðsins Politico um rannsóknina. „Þessar tölur tákna raunverulegt fólk sem lést undanfarna mánuði vegna ofsafengins hita. Margir hefðu ekki látist ef ekki væri fyrir loftslagsbreytingar,“ segir Friederike Otto, loftslagsvísindamaður við Imperial College London sem átti þátt í rannsókninni. Garyfallos Konstantinoudis frá Grantham-loftlagsbreytingastofnuninni, segir að þó að hitabylgjur verði aðeins tveimur til fjórum gráðum heitari en ella geti það skilið á milli lífs og dauða fyrir þúsundir manna. Langflestir þeirra sem létust voru 65 ára eða eldri. Það er sagt undirstrika þá hættu sem stafar af hlýnandi loftslagi í ljósi þess að Evrópuþjóðir eru að eldast að meðaltali. Flest dauðsföllin urðu á Ítalíu og Spáni, 4.597 í fyrrnefnda ríkinu en 2.841 í því síðarnefnda. Dauðsföllin í Evrópu í sumar voru líklega enn fleiri en fram kemur í rannsókninni þar sem hún náði aðeins til borga með fleiri en fimmtíu þúsund íbúa í Evrópusambandsríkjum og Bretlandi. Um þrjátíu prósent íbúa álfunnar búa í þeim. Þó að færri látist af völdum öfgahita í Norður-Evrópu segja rannsakendurnir að hærra hlutfall þeirra sem látast þar megi rekja beint til hnattrænnar hlýnunar.
Loftslagsmál Heilbrigðismál Spánn Ítalía Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Sjá meira