Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. september 2025 11:31 Erling Haaland og Mohamed Salah eru dýrustu leikmennirnir í Fantasy-leik ensku úrvalsdeildarinnar. Alexander Isak kostar einnig sitt. vísir/epa Margir velta því eflaust fyrir sér hvenær þeir eigi að nota hið svokallaða Wildcard í fantasy-leik ensku úrvalsdeildarinnar. Strákarnir í Fantasýn fóru yfir hvernig mögulegt Wildcard lið myndi líta út fyrir næstu umferð. Ein af stóru spurningunum sem Fantasy-spilarar standa frammi fyrir á hverju tímabili er hvenær þeir eigi að nota Wildcard. Það gefur spilurum færi á að breyta liðinu sínu með ótakmörkuðum félagsskiptum. Í nýjasta þætti Fantasýn, hlaðvarpi Sýnar um fantasy, fór Albert Þór Guðmundsson yfir hvernig hans lið myndi líta út kysi hann að nota Wildcard fyrir næstu umferð. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan eða með því að smella hér. Albert segir að myndi velja Erling Haaland í liðið sitt, jafnvel á kostnað Mohameds Salah. Albert myndi þó forðast að velja samherja Salahs, Alexander Isak, í liðið fyrir þessa umferð. „Þú ert með Haaland og Salah, langdýrasta í leiknum. Ef þú ert með þá báða ertu ekki með þá nógu oft sem fyrirliða til að það réttlæti að eyða svona miklum pening í þá. Þannig ég held að þú eigir að velja þinn hest og kannski hoppa á milli ef þú átt kost á því. En ef ég ætti að velja á milli þeirra í dag myndi ég velja Haaland en mér finnst ekki það langt á milli þeirra til að ég væri til í að taka mínusstig til að breyta Salah í Haaland,“ sagði Albert. Hann telur að flestir þeir sem nota Wildcard í næstu umferð myndu velja Antoine Semenyo, leikmann Bournemouth, í liðið sitt. Kamerúninn hefur byrjað tímabilið af miklum krafti og er kominn með þrjú mörk og tvær stoðsendingar í fjórum fyrstu leikjunum í ensku úrvalsdeildinni. Sindri Þór Kamban spurði Albert hvort hann teldi að Jack Grealish hjá Everton yrði vinsæll kostur. Hann hefur lagt upp fjögur mörk á tímabilinu, flest allra í ensku úrvalsdeildinni. „Ég væri frekar bara með [Kiernan] Dewsbury-Hall. Hann er ódýrari,“ sagði Albert sem myndi heldur ekki hafa tvo Arsenal-menn í vörninni sinni. Brasilíski miðvörðurinn Gabriel yrði þó í liðinu hans sem og samherji hans, sænski framherjinn Viktor Gyökeres. Fyrir tímabilið hafði Albert mikla trú á Chelsea-manninum Cole Palmer en hann er efins um að velja hann í liðið sitt, noti hann Wildcard. „Þeir eiga reyndar Manchester United í næsta leik. En eru þeir að fara að mæta laskaðir þangað? Svo Brighton og Liverpool og útileikur gegn Nottingham Forest. Þetta er ekkert frábær dagskrá og ég myndi örugglega geyma Palmer,“ sagði Albert en umræðan um Wildcard-liðið hans hefst á 54:30 í þættinum. Hægt er að hlusta á alla þætti Fantasýn á tal.is með því að smella hér. Enski boltinn Fantasýn Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Sjá meira
Ein af stóru spurningunum sem Fantasy-spilarar standa frammi fyrir á hverju tímabili er hvenær þeir eigi að nota Wildcard. Það gefur spilurum færi á að breyta liðinu sínu með ótakmörkuðum félagsskiptum. Í nýjasta þætti Fantasýn, hlaðvarpi Sýnar um fantasy, fór Albert Þór Guðmundsson yfir hvernig hans lið myndi líta út kysi hann að nota Wildcard fyrir næstu umferð. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan eða með því að smella hér. Albert segir að myndi velja Erling Haaland í liðið sitt, jafnvel á kostnað Mohameds Salah. Albert myndi þó forðast að velja samherja Salahs, Alexander Isak, í liðið fyrir þessa umferð. „Þú ert með Haaland og Salah, langdýrasta í leiknum. Ef þú ert með þá báða ertu ekki með þá nógu oft sem fyrirliða til að það réttlæti að eyða svona miklum pening í þá. Þannig ég held að þú eigir að velja þinn hest og kannski hoppa á milli ef þú átt kost á því. En ef ég ætti að velja á milli þeirra í dag myndi ég velja Haaland en mér finnst ekki það langt á milli þeirra til að ég væri til í að taka mínusstig til að breyta Salah í Haaland,“ sagði Albert. Hann telur að flestir þeir sem nota Wildcard í næstu umferð myndu velja Antoine Semenyo, leikmann Bournemouth, í liðið sitt. Kamerúninn hefur byrjað tímabilið af miklum krafti og er kominn með þrjú mörk og tvær stoðsendingar í fjórum fyrstu leikjunum í ensku úrvalsdeildinni. Sindri Þór Kamban spurði Albert hvort hann teldi að Jack Grealish hjá Everton yrði vinsæll kostur. Hann hefur lagt upp fjögur mörk á tímabilinu, flest allra í ensku úrvalsdeildinni. „Ég væri frekar bara með [Kiernan] Dewsbury-Hall. Hann er ódýrari,“ sagði Albert sem myndi heldur ekki hafa tvo Arsenal-menn í vörninni sinni. Brasilíski miðvörðurinn Gabriel yrði þó í liðinu hans sem og samherji hans, sænski framherjinn Viktor Gyökeres. Fyrir tímabilið hafði Albert mikla trú á Chelsea-manninum Cole Palmer en hann er efins um að velja hann í liðið sitt, noti hann Wildcard. „Þeir eiga reyndar Manchester United í næsta leik. En eru þeir að fara að mæta laskaðir þangað? Svo Brighton og Liverpool og útileikur gegn Nottingham Forest. Þetta er ekkert frábær dagskrá og ég myndi örugglega geyma Palmer,“ sagði Albert en umræðan um Wildcard-liðið hans hefst á 54:30 í þættinum. Hægt er að hlusta á alla þætti Fantasýn á tal.is með því að smella hér.
Enski boltinn Fantasýn Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Sjá meira