Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar 19. september 2025 15:32 Á mánudaginn næstkomandi, 23. september, stendur Lundarskóli frammi fyrir mikilli breytingu á því hvernig fulltrúar í nemendaráð eru valdir. Í stað þess að nemendur í 7.–10. bekk kjósi fulltrúa sína með lýðræðislegri kosningu innan bekkjar eins og hingað til hefur verið gert verður nú dregið um hverjir fá sæti. Rökin eru að allir eigi að fá „jafn mikla möguleika“. Þau telja að með kosningu sé of mikil hætta á að einhver vinsældarframboð komi sem eigi ekki að vera sanngjarnt og sé gjarnan bara fíflagangur, en þegar hefur verið kosinn fulltrúi með meirihluta þá gætir hann hagsmuna meirihluta bekkjarins ef ekki alls. Þangað til nú hafa nemendur boðið sig fram, sumir haldið kosningaræður og upplifað bæði sigur og tap. Þetta hefur verið bæði æfing í því að taka ábyrgð á framboði og tjá skoðanir opinberlega. Að tapa kosningu er jafn mikilvægur lærdómur og að vinna hana. Með því að taka þetta af nemendum er verið að kenna okkur það að notast við lýðræðið sé ekki sanngjarnt. Rödd okkar hefur ekki lengur vægi nú ræður happdrættið. Það er verið að segja „Við treystum ykkur ekki til að velja sjálf hverjir eigi að gæta þinna hagsmuna innan skólans.“ Þetta brýtur gegn aðalnámskrá og lögum Aðalnámskrá grunnskóla segir að lýðræði og mannréttindi eru meðal grunnþátta menntunar, og að skólar skuli undirbúa nemendur fyrir þátttöku í lýðræðissamfélagi. Í lögum um grunnskóla nr. 91/2008 kemur fram að hlutverk grunnskóla sé, í samvinnu við heimilin, að stuðla að alhliða þroska nemenda og þátttöku þeirra í lýðræðissamfélagi. Starfshættir skulu m.a. mótast af umburðarlyndi, jafnrétti og lýðræðislegu samstarfi. Lýðræðið er ekki happdrætti Ég vil að samnemendur mínir taki þátt í kosningum þegar þau verða eldri. Því þarf að kenna að þeirra atkvæði skiptir máli. En nú er kennt að það sé bara tilviljun sem ræður ekki atkvæði. Það að hafa svona kosningu í svo litlum hóp sýnir svo vel hvað þitt atkvæði skiptir miklu máli, en nú er sá lærdómur tekin alveg út af borðinu. Höfundur er nemandi í 10. bekk í Lundarskóla Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grunnskólar Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Sjá meira
Á mánudaginn næstkomandi, 23. september, stendur Lundarskóli frammi fyrir mikilli breytingu á því hvernig fulltrúar í nemendaráð eru valdir. Í stað þess að nemendur í 7.–10. bekk kjósi fulltrúa sína með lýðræðislegri kosningu innan bekkjar eins og hingað til hefur verið gert verður nú dregið um hverjir fá sæti. Rökin eru að allir eigi að fá „jafn mikla möguleika“. Þau telja að með kosningu sé of mikil hætta á að einhver vinsældarframboð komi sem eigi ekki að vera sanngjarnt og sé gjarnan bara fíflagangur, en þegar hefur verið kosinn fulltrúi með meirihluta þá gætir hann hagsmuna meirihluta bekkjarins ef ekki alls. Þangað til nú hafa nemendur boðið sig fram, sumir haldið kosningaræður og upplifað bæði sigur og tap. Þetta hefur verið bæði æfing í því að taka ábyrgð á framboði og tjá skoðanir opinberlega. Að tapa kosningu er jafn mikilvægur lærdómur og að vinna hana. Með því að taka þetta af nemendum er verið að kenna okkur það að notast við lýðræðið sé ekki sanngjarnt. Rödd okkar hefur ekki lengur vægi nú ræður happdrættið. Það er verið að segja „Við treystum ykkur ekki til að velja sjálf hverjir eigi að gæta þinna hagsmuna innan skólans.“ Þetta brýtur gegn aðalnámskrá og lögum Aðalnámskrá grunnskóla segir að lýðræði og mannréttindi eru meðal grunnþátta menntunar, og að skólar skuli undirbúa nemendur fyrir þátttöku í lýðræðissamfélagi. Í lögum um grunnskóla nr. 91/2008 kemur fram að hlutverk grunnskóla sé, í samvinnu við heimilin, að stuðla að alhliða þroska nemenda og þátttöku þeirra í lýðræðissamfélagi. Starfshættir skulu m.a. mótast af umburðarlyndi, jafnrétti og lýðræðislegu samstarfi. Lýðræðið er ekki happdrætti Ég vil að samnemendur mínir taki þátt í kosningum þegar þau verða eldri. Því þarf að kenna að þeirra atkvæði skiptir máli. En nú er kennt að það sé bara tilviljun sem ræður ekki atkvæði. Það að hafa svona kosningu í svo litlum hóp sýnir svo vel hvað þitt atkvæði skiptir miklu máli, en nú er sá lærdómur tekin alveg út af borðinu. Höfundur er nemandi í 10. bekk í Lundarskóla
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun