Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 18. september 2025 23:45 Morgan Ortgus er fulltrúi Bandaríkjanna í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. EPA Fulltrúar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna greiddu atkvæði í dag um hvort að ráðið skyldi krefjast vopnahlés á Gasaströndinni. Fulltrúi Bandaríkjanna beitti neitunarvaldi sínu í atkvæðagreiðslunni. Í öryggisráðinu eru alls fimmtán lönd, þar af tíu lönd sem eru skipuð á tveggja ára fresti. Fimm lönd eru hins vegar alltaf með sæti í ráðinu og hafa því neitunarvald en það eru Bandaríkin, Kína, Frakkland, Rússland og Bretland. Löndin tíu sem eru nú í ráðinu eru Alsír, Danmörk, Grikkland, Gvæjana, Pakistan, Panama, Suður-Kórea, Síerra Leóne, Slóvenía og Sómalía. Á fundi ráðsins í dag var kosið um hvort krafist yrði „tafarlauss, skilyrðislauss og varanlegs vopnahlés á Gasaströndinni.“ Áður en fulltrúarnir greiddu atkvæði sagði Morgan Ortagus, fulltrúi Bandaríkjanna, að atkvæði hennar fyrir hönd Bandaríkjanna „kæmi ekki á óvart.“ Ástæðan sé að í kröfunni komi ekki fram fordæming á gjörðum Hamas-samtakanna né viðurkenning á rétti Ísraela til að verja sig. „Þessi ályktun neitar að viðurkenna og leitast við að snúa aftur til misheppnaðs kerfis sem hefur gert Hamas kleift að auðga og styrkja sig á kostnað óbreyttra borgara í neyð,“ sagði Ortagus. Þetta er í sjötta skipti sem Bandaríkin beita neitunarvaldi sínu gegn kröfunni, síðast í júní. Þjóðarmorð og hungursneyð Það eru einungis tveir dagar síðan greint var frá því að rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna komst að þeirri niðurstöðu að Ísraelsríki væri að fremja þjóðarmorð á Gasa. Það var í fyrsta skipti sem nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna viðurkenndi að um þjóðarmorð væri að ræða. Alvarlegt ástand er á Gasaströndinni en um miðjan ágústmánuð viðurkenndu Sameinuðu þjóðirnar að hungursneyð ríkti þar. Frá því að komist var að þeirri niðurstöðu hafa 154 dáið úr hungri, þar af fjórir á síðasta sólarhringnum. Þá hafa alls 98 verið drepnir af hermönnum Ísraelshers síðasta sólarhringinn og 385 særðir. Ísraelsher herjar nú á Gasa-borg en Ísraelsher opnaði flóttaleið í gærmorgun sem átti að vera íbúum borgarinnar opin í tvo sólarhringa. Að minnsta kosti 250 þúsund manns hafa flúið borgina. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Sameinuðu þjóðirnar Bandaríkin Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Í öryggisráðinu eru alls fimmtán lönd, þar af tíu lönd sem eru skipuð á tveggja ára fresti. Fimm lönd eru hins vegar alltaf með sæti í ráðinu og hafa því neitunarvald en það eru Bandaríkin, Kína, Frakkland, Rússland og Bretland. Löndin tíu sem eru nú í ráðinu eru Alsír, Danmörk, Grikkland, Gvæjana, Pakistan, Panama, Suður-Kórea, Síerra Leóne, Slóvenía og Sómalía. Á fundi ráðsins í dag var kosið um hvort krafist yrði „tafarlauss, skilyrðislauss og varanlegs vopnahlés á Gasaströndinni.“ Áður en fulltrúarnir greiddu atkvæði sagði Morgan Ortagus, fulltrúi Bandaríkjanna, að atkvæði hennar fyrir hönd Bandaríkjanna „kæmi ekki á óvart.“ Ástæðan sé að í kröfunni komi ekki fram fordæming á gjörðum Hamas-samtakanna né viðurkenning á rétti Ísraela til að verja sig. „Þessi ályktun neitar að viðurkenna og leitast við að snúa aftur til misheppnaðs kerfis sem hefur gert Hamas kleift að auðga og styrkja sig á kostnað óbreyttra borgara í neyð,“ sagði Ortagus. Þetta er í sjötta skipti sem Bandaríkin beita neitunarvaldi sínu gegn kröfunni, síðast í júní. Þjóðarmorð og hungursneyð Það eru einungis tveir dagar síðan greint var frá því að rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna komst að þeirri niðurstöðu að Ísraelsríki væri að fremja þjóðarmorð á Gasa. Það var í fyrsta skipti sem nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna viðurkenndi að um þjóðarmorð væri að ræða. Alvarlegt ástand er á Gasaströndinni en um miðjan ágústmánuð viðurkenndu Sameinuðu þjóðirnar að hungursneyð ríkti þar. Frá því að komist var að þeirri niðurstöðu hafa 154 dáið úr hungri, þar af fjórir á síðasta sólarhringnum. Þá hafa alls 98 verið drepnir af hermönnum Ísraelshers síðasta sólarhringinn og 385 særðir. Ísraelsher herjar nú á Gasa-borg en Ísraelsher opnaði flóttaleið í gærmorgun sem átti að vera íbúum borgarinnar opin í tvo sólarhringa. Að minnsta kosti 250 þúsund manns hafa flúið borgina.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Sameinuðu þjóðirnar Bandaríkin Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira