Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. september 2025 12:09 Af dómnum að dæma voru Margrét og Linda góðar vinkonur en málið virðist hafa siglt þeim vinskap í strand. Fegurðardrottningin Linda Pétursdóttir þarf ekki að greiða einum vinsælasta förðunarfræðingi landsins hundruð þúsundra króna vegna klippu sem birtist í hlaðvarpi Lindu. Förðunarfræðingurinn situr uppi með kostnað upp á aðra milljón og það sem virðist hafa verið góður vinskapur er úti um þúfur. Málið sem rataði fyrir dómstóla má rekja til þáttanna „Podcastið, lífið með Lindu Pé“ sem Linda seldi aðgang að og var ætlaður konum. Margrét R. Jónasardóttir förðunarfræðingur sminkaði Lindu reglulega fyrir upptöku þáttanna og kom upp sú hugmynd við tökur á einum slíkum að Margrét kæmi fram og gæfi góð förðunarráð. Þátturinn var tekinn upp í júní 2023 og lýsti Margrét yfir óánægju sinni í desember sama ár í tölvupósti til Lindu. „Ég sá að þú settir myndskeið af okkur inn í prógrammið þitt. Þetta var eingöngu ætlað til í útsendingar í eitt skipti. Þetta á ekki að lifa áfram. Bið þig um að fjarlægja strax.“ Linda sagði Margréti hafa mátt vita að um væri að ræða þátt í heildstæðu námskeiði Lindu um sjálfsmynd og fegurð. „Útsending í eitt skipti? Veit ekki alveg hvað þú átt við með því, þetta er upptaka sem fer á innri vef prógrammsins hjá mér, og þú samþykktir að taka þátt í þessu með mér, fórst meira að segja yfir textann um þig, sem er fyrir neðan myndbandið ásamt upplýsingum um þig ef konurnar vildu bóka tíma hjá þér,“ sagði Linda í tölvupósti. Margrét svaraði að bragði og sagðist hafa sjokkerast eftir að hafa skoðað myndbandið. „Þú bókaðir mig til að koma að gera hár og förðun. Spurðir mig spontant hvort ég væri til í að vera með þér í vídeói þar sem þú spyrðir mig nokkurra spurninga. Ég var ekki til þar sem ég var óundirbúin og ótilhöfð. Ef þú hefðir sagt að þetta yrði áfram inni á vefnum þá hefði ég aldrei samþykkt það.“ Rukkaði um 1500 krónur á dag Sumarið 2024 ákvað Margrét að gefa út reikning á hendur Lindu upp á 679 þúsund krónur fyrir notkun á myndefni í tólf mánuði, 1500 krónur á dag auk virðisaukaskatts. Linda hafnaði greiðslunni og stefndi félag Margrétar félagi Lindu til greiðslu fyrir Héraðsdómi Reykjaness. Þurfti félag Margrétar að leggja fram málskostnaðartryggingu upp á 1,2 milljónir króna við vinnslu málsins. Margrét hélt því fyrir dómi fram að hún hefði talið að um yrði að ræða myndband sem yrði aðeins í hringrás á Instagram (e. story) í sólarhring og myndi síðar eyðast. Hún hefði aldrei samþykkt birtingu hefði hún vitað að um kennslugagn væri að ræða. Linda sagði á móti að um hefði verið að ræða sameiginlega skyndiákvörðun þar sem Margrét hefði fengið kynningu á þjónustu sinni og þar með aðgang að viðskipta hópi Lindu. Upplýsingar um hvernig bóka mætti Margréti hefðu fylgt. Varðandi rukkun Margétar kom fram hjá Lindu: „Í raun hreinn uppspuni gjaldþrota félags og staurblanks eiganda þess.“ Fleiri ótengd deilumál Dómurinn sagði engin samtímagögn liggja fyrir í málinu sem styddu frásögn annarrar umfram hinnar. Fyrrnefndir tölvupóstar væru einu gögnin og af þeim væri ekki ráðið að upptakan hefði átt að birtast annars staðar en í hlaðvarpi Lindu. Þá lægi ekkert fyrir um að Margrét hefði átt að fá greitt fyrir upptökuna. Fjárkrafa Margrétar væri sett fram eftir að snurða hefði hlaupið á þráðinn í vinskap þeirra Lindu sem mætti rekja til tölvupóstanna. Þar hafi þær deilt um klippuna en auk þess fleiri ótengd mál. Teldi Margrét sig eiga peninga inni hjá Lindu hefði henni borið að setja fram þá kröfu eftir að hún sá myndbirtingunni í desember 2023 en ekki sumarið 2024. Þá lægi ekkert fyrir um það einingarverð sem Margrét reiknaði sér upp á 1500 krónur á dag. Var Linda sýknuð af kröfu Margrétar sem situr uppi með málskostnað upp á rúmlega 1,1 milljón króna. Dómsmál Hár og förðun Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari Sjá meira
Málið sem rataði fyrir dómstóla má rekja til þáttanna „Podcastið, lífið með Lindu Pé“ sem Linda seldi aðgang að og var ætlaður konum. Margrét R. Jónasardóttir förðunarfræðingur sminkaði Lindu reglulega fyrir upptöku þáttanna og kom upp sú hugmynd við tökur á einum slíkum að Margrét kæmi fram og gæfi góð förðunarráð. Þátturinn var tekinn upp í júní 2023 og lýsti Margrét yfir óánægju sinni í desember sama ár í tölvupósti til Lindu. „Ég sá að þú settir myndskeið af okkur inn í prógrammið þitt. Þetta var eingöngu ætlað til í útsendingar í eitt skipti. Þetta á ekki að lifa áfram. Bið þig um að fjarlægja strax.“ Linda sagði Margréti hafa mátt vita að um væri að ræða þátt í heildstæðu námskeiði Lindu um sjálfsmynd og fegurð. „Útsending í eitt skipti? Veit ekki alveg hvað þú átt við með því, þetta er upptaka sem fer á innri vef prógrammsins hjá mér, og þú samþykktir að taka þátt í þessu með mér, fórst meira að segja yfir textann um þig, sem er fyrir neðan myndbandið ásamt upplýsingum um þig ef konurnar vildu bóka tíma hjá þér,“ sagði Linda í tölvupósti. Margrét svaraði að bragði og sagðist hafa sjokkerast eftir að hafa skoðað myndbandið. „Þú bókaðir mig til að koma að gera hár og förðun. Spurðir mig spontant hvort ég væri til í að vera með þér í vídeói þar sem þú spyrðir mig nokkurra spurninga. Ég var ekki til þar sem ég var óundirbúin og ótilhöfð. Ef þú hefðir sagt að þetta yrði áfram inni á vefnum þá hefði ég aldrei samþykkt það.“ Rukkaði um 1500 krónur á dag Sumarið 2024 ákvað Margrét að gefa út reikning á hendur Lindu upp á 679 þúsund krónur fyrir notkun á myndefni í tólf mánuði, 1500 krónur á dag auk virðisaukaskatts. Linda hafnaði greiðslunni og stefndi félag Margrétar félagi Lindu til greiðslu fyrir Héraðsdómi Reykjaness. Þurfti félag Margrétar að leggja fram málskostnaðartryggingu upp á 1,2 milljónir króna við vinnslu málsins. Margrét hélt því fyrir dómi fram að hún hefði talið að um yrði að ræða myndband sem yrði aðeins í hringrás á Instagram (e. story) í sólarhring og myndi síðar eyðast. Hún hefði aldrei samþykkt birtingu hefði hún vitað að um kennslugagn væri að ræða. Linda sagði á móti að um hefði verið að ræða sameiginlega skyndiákvörðun þar sem Margrét hefði fengið kynningu á þjónustu sinni og þar með aðgang að viðskipta hópi Lindu. Upplýsingar um hvernig bóka mætti Margréti hefðu fylgt. Varðandi rukkun Margétar kom fram hjá Lindu: „Í raun hreinn uppspuni gjaldþrota félags og staurblanks eiganda þess.“ Fleiri ótengd deilumál Dómurinn sagði engin samtímagögn liggja fyrir í málinu sem styddu frásögn annarrar umfram hinnar. Fyrrnefndir tölvupóstar væru einu gögnin og af þeim væri ekki ráðið að upptakan hefði átt að birtast annars staðar en í hlaðvarpi Lindu. Þá lægi ekkert fyrir um að Margrét hefði átt að fá greitt fyrir upptökuna. Fjárkrafa Margrétar væri sett fram eftir að snurða hefði hlaupið á þráðinn í vinskap þeirra Lindu sem mætti rekja til tölvupóstanna. Þar hafi þær deilt um klippuna en auk þess fleiri ótengd mál. Teldi Margrét sig eiga peninga inni hjá Lindu hefði henni borið að setja fram þá kröfu eftir að hún sá myndbirtingunni í desember 2023 en ekki sumarið 2024. Þá lægi ekkert fyrir um það einingarverð sem Margrét reiknaði sér upp á 1500 krónur á dag. Var Linda sýknuð af kröfu Margrétar sem situr uppi með málskostnað upp á rúmlega 1,1 milljón króna.
Dómsmál Hár og förðun Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari Sjá meira