Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Árni Sæberg skrifar 19. september 2025 15:03 Sólheimar eru í Grímsnesi. Vísir/Atli Fimm forstöðumenn á Sólheimum hafa lýst yfir fullum stuðningi við framkvæmdastjóra Sólheima, stjórnarformann þeirra og stjórn. Í skoðanapistli á Vísi í fyrradag lýsti Ingibörg Rósa Björnsdóttir, fráfarandi starfsmaður Sólheima, ófremdarástandi á vinnustaðnum. Starfsfólk treysti ekki yfirstjórn stofnunarinnar og hún líkti brotthvarfi sínu þaðan við að sleppa frá einangruðu einræðisríki. Hún sagði stöðuna á Sólheimum sorglega og að starfsfólk í félagsþjónustu hefði áhyggjur af ástandinu. Þá var greint frá því í febrúar síðastliðnum að starfsmenn Sólheima væru uggandi vegna breytinga í yfirstjórn. Sá ótti kom meðal annars fram í yfirlýsingu sem 53 starfsmenn Sólheima í Grímsnesi undirrituðu en þar lýstu þeir meðal annars yfir vonbrigðum með skort á samráði og því að Kristni Ólafssyni framkvæmdastjóra skyldi hafa verið vikið úr starfi. Undir hans stjórn hefði viðhorf til starfsemi Sólheima breyst til hins betra. Rétt og skylt að stíga fram Nú hafa fimm forstöðumenn á Sólheimum einnig stungið niður penna á Vísi og komið yfirboðurum sínum til varna. Undir greinina rita þau Birta Kristín Ingadóttir, verslunarstjóri Grænu könnunar og Völu, Elfa Björk Kristjánsdóttir, forstöðuþroskaþjálfi og sjúkraliði Bláskóga og Fögrubrekku, Karen Ósk Sigurðardóttir, forstöðuþroskaþjálfi atvinnu-og virknisviðs, Ragnheiður Eggertsdóttir, yfirmatráður og rekstrarstjóri Sólheimaseturs og Þorvaldur Kjartansson, forstöðumaður viðhalds og framkvæmda. „Af tilefni þeirrar umfjöllunar sem nýverið hefur birst um stjórn, stjórnarformann og framkvæmdastjóra Sólheima teljum við bæði rétt og skylt að stíga fram og gera grein fyrir afstöðu okkar. Yfirlýsing þessi er sett fram fyrir hönd forstöðumanna Sólheima sem taka ekki undir þau gagnrýnisorð sem fram hafa komið opinberlega.“ Reksturinn þungur Þau rekja að undir Sólheimum starfi þrjár sjálfseignarstofnanir, Styrktarsjóður Sólheima ses., Sólheimasetur ses. og Sólheimar ses. Sú félagsþjónusta sem hefur verið til umfjöllunar heyri undir Sólheima ses. Í ársbyrjun hafi legið fyrir að rekstur Sólheima ses. stæðist ekki þau markmið sem sett hefðu verið. Sérstaklega hafi vegið þungt að framlög frá Bergrisanum hefðu dregist verulega saman á milli ára. Á sama tíma hefði launakostnaður aukist og stöðugildum fjölgað, meðal annars vegna styttingar vinnuvikunnar og aukinnar þjónustuþarfar. Í ljósi alvarlegrar fjárhagsstöðu hafi stjórn Sólheima tekið þá ákvörðun að ráða Kristínu Albertsdóttur á ný sem framkvæmdastjóra Sólheima. Kristín hefði áður gegnt starfi framkvæmdastjóra með góðum árangri og sinnt þá meðal annars því krefjandi verkefni að rétta af rekstur Sólheima ses. Samskiptin góð Þau segja samskipti samskipti við Kristínu Albertsdóttur framkvæmdastjóra og Sigurjón Þórisson stjórnarformann hafa verið fagleg, jákvæð og uppbyggileg. „Við undirrituð lýsum við hér með yfir fullum stuðningi við framkvæmdastjóra Sólheima, stjórnarformann og stjórn.“ Hvorki Kristín né Sigurjón hafa gefið kost á viðtali vegna málsins. Sólheimar í Grímsnesi Mannauðsmál Málefni fatlaðs fólks Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Starfsmaður á Sólheimum segir kvíða og óvissu ríkja hjá starfsmönnum stofnunarinnar og að samskipti við framkvæmdastjóra séu erfið. Þá sé ekki hlustað á raddir starfsfólks sem hafi jafnvel hætt eða verið bolað úr starfi sem komi niður á þjónustu við íbúa. 17. september 2025 12:07 Kristinn ráðinn framkvæmdastjóri Sólheima Kristinn Ólafsson hefur verið ráðinn í stöðu framkvæmdastjóra Sólheima ses. til fimm ára frá og með 1. júní næstkomandi. 29. maí 2023 18:00 Sigurjón Örn nýr stjórnarformaður Sólheima Sigurjón Örn Þórsson hefur verið kjörinn nýr stjórnarformaður Sólheima. 15. maí 2017 09:59 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Sjá meira
Í skoðanapistli á Vísi í fyrradag lýsti Ingibörg Rósa Björnsdóttir, fráfarandi starfsmaður Sólheima, ófremdarástandi á vinnustaðnum. Starfsfólk treysti ekki yfirstjórn stofnunarinnar og hún líkti brotthvarfi sínu þaðan við að sleppa frá einangruðu einræðisríki. Hún sagði stöðuna á Sólheimum sorglega og að starfsfólk í félagsþjónustu hefði áhyggjur af ástandinu. Þá var greint frá því í febrúar síðastliðnum að starfsmenn Sólheima væru uggandi vegna breytinga í yfirstjórn. Sá ótti kom meðal annars fram í yfirlýsingu sem 53 starfsmenn Sólheima í Grímsnesi undirrituðu en þar lýstu þeir meðal annars yfir vonbrigðum með skort á samráði og því að Kristni Ólafssyni framkvæmdastjóra skyldi hafa verið vikið úr starfi. Undir hans stjórn hefði viðhorf til starfsemi Sólheima breyst til hins betra. Rétt og skylt að stíga fram Nú hafa fimm forstöðumenn á Sólheimum einnig stungið niður penna á Vísi og komið yfirboðurum sínum til varna. Undir greinina rita þau Birta Kristín Ingadóttir, verslunarstjóri Grænu könnunar og Völu, Elfa Björk Kristjánsdóttir, forstöðuþroskaþjálfi og sjúkraliði Bláskóga og Fögrubrekku, Karen Ósk Sigurðardóttir, forstöðuþroskaþjálfi atvinnu-og virknisviðs, Ragnheiður Eggertsdóttir, yfirmatráður og rekstrarstjóri Sólheimaseturs og Þorvaldur Kjartansson, forstöðumaður viðhalds og framkvæmda. „Af tilefni þeirrar umfjöllunar sem nýverið hefur birst um stjórn, stjórnarformann og framkvæmdastjóra Sólheima teljum við bæði rétt og skylt að stíga fram og gera grein fyrir afstöðu okkar. Yfirlýsing þessi er sett fram fyrir hönd forstöðumanna Sólheima sem taka ekki undir þau gagnrýnisorð sem fram hafa komið opinberlega.“ Reksturinn þungur Þau rekja að undir Sólheimum starfi þrjár sjálfseignarstofnanir, Styrktarsjóður Sólheima ses., Sólheimasetur ses. og Sólheimar ses. Sú félagsþjónusta sem hefur verið til umfjöllunar heyri undir Sólheima ses. Í ársbyrjun hafi legið fyrir að rekstur Sólheima ses. stæðist ekki þau markmið sem sett hefðu verið. Sérstaklega hafi vegið þungt að framlög frá Bergrisanum hefðu dregist verulega saman á milli ára. Á sama tíma hefði launakostnaður aukist og stöðugildum fjölgað, meðal annars vegna styttingar vinnuvikunnar og aukinnar þjónustuþarfar. Í ljósi alvarlegrar fjárhagsstöðu hafi stjórn Sólheima tekið þá ákvörðun að ráða Kristínu Albertsdóttur á ný sem framkvæmdastjóra Sólheima. Kristín hefði áður gegnt starfi framkvæmdastjóra með góðum árangri og sinnt þá meðal annars því krefjandi verkefni að rétta af rekstur Sólheima ses. Samskiptin góð Þau segja samskipti samskipti við Kristínu Albertsdóttur framkvæmdastjóra og Sigurjón Þórisson stjórnarformann hafa verið fagleg, jákvæð og uppbyggileg. „Við undirrituð lýsum við hér með yfir fullum stuðningi við framkvæmdastjóra Sólheima, stjórnarformann og stjórn.“ Hvorki Kristín né Sigurjón hafa gefið kost á viðtali vegna málsins.
Sólheimar í Grímsnesi Mannauðsmál Málefni fatlaðs fólks Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Starfsmaður á Sólheimum segir kvíða og óvissu ríkja hjá starfsmönnum stofnunarinnar og að samskipti við framkvæmdastjóra séu erfið. Þá sé ekki hlustað á raddir starfsfólks sem hafi jafnvel hætt eða verið bolað úr starfi sem komi niður á þjónustu við íbúa. 17. september 2025 12:07 Kristinn ráðinn framkvæmdastjóri Sólheima Kristinn Ólafsson hefur verið ráðinn í stöðu framkvæmdastjóra Sólheima ses. til fimm ára frá og með 1. júní næstkomandi. 29. maí 2023 18:00 Sigurjón Örn nýr stjórnarformaður Sólheima Sigurjón Örn Þórsson hefur verið kjörinn nýr stjórnarformaður Sólheima. 15. maí 2017 09:59 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Sjá meira
„Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Starfsmaður á Sólheimum segir kvíða og óvissu ríkja hjá starfsmönnum stofnunarinnar og að samskipti við framkvæmdastjóra séu erfið. Þá sé ekki hlustað á raddir starfsfólks sem hafi jafnvel hætt eða verið bolað úr starfi sem komi niður á þjónustu við íbúa. 17. september 2025 12:07
Kristinn ráðinn framkvæmdastjóri Sólheima Kristinn Ólafsson hefur verið ráðinn í stöðu framkvæmdastjóra Sólheima ses. til fimm ára frá og með 1. júní næstkomandi. 29. maí 2023 18:00
Sigurjón Örn nýr stjórnarformaður Sólheima Sigurjón Örn Þórsson hefur verið kjörinn nýr stjórnarformaður Sólheima. 15. maí 2017 09:59