Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Samúel Karl Ólason skrifar 19. september 2025 14:52 Fjórar MiG-31 herþotur á flugi yfir Moskvu. Myndin tengist fréttinni ekki beint. EPA/MAXIM SHIPENKOV Þremur rússneskum herþotum af gerðinni MiG-31 var í dag flogið inn í lofthelgi Eistlands. Þar mun þeim hafa verið flogið í um tólf mínútur áður en þeim var fylgt út úr lofthelginni af ítölskum flugmönnum F-35 þota á vegum Atlantshafsbandalagsins. Flugvélunum ku hafa verið flogið inn í lofthelgina yfir Finnlandsflóa og það án leyfis frá yfirvöldum í Eistlandi. Flugmenn herþotanna svöruðu ekki skilaboðum flugumferðarstjóra í Eistlandi. Þá eru þeir einnig sagðir hafa flogið í átt að Tallinn, höfuðborg Eistlands. MiG-31 herþotur geta meðal annars borið ofurhljóðfráar stýriflaugar. Ítalskir flugmenn á F-35 herþotum, sem eru í loftrýmisgæslu í Eistlandi, voru sendir af stað frá Ämari-flugstöðinni og fylgdu þeir Rússunum á brott. Samkvæmt yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Eistlands er þetta í fjórða sinn sem Rússar fara inn fyrir lofthelgi ríkisins á þessu ári en yfirgangurinn í dag er sagður sá lang alvarlegasti. Sendiherra Rússlands hefur verið kallaður á teppið í Tallinn. Margus Tsahkna, utanríkisráðherra Eistlands segir Rússa leggja meira kapp á að herskáa hegðun sem þessa og mæta þurfi henni af hörku. Þotunum mun hafa verið flogið inn í lofthelgi Eistlands yfir Finnlandsflóa og í átt að Tallinn. Eistneskir miðlar segja flugvélunum hafa verið flogið að Vaindloo-eyju á Finnlandsflóa. Ekki einangrað atvik Stutt er síðan nítján rússneskum drónum var flogið inn í lofthelgi Póllands sem olli miklum taugatitringi þar í landi og víðar í Evrópu. Ráðamenn í Póllandi eru harðir á því að ekki hafi verið um mistök að ræða, eins og Rússar hafa haldið fram. Þess í stað segja þeir að Rússar vilji með þessu láta reyna að varnir og samheldni NATO. Rússneskir drónar hafa einnig farið inn í lofthelgi Rúmeníu, sem er einnig í NATO. Fyrr í vikunni sagði Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, að Rússar ættu „augljóslega“ í stríði við ríki NATO, vegna stuðnings þeirra við Úkraínu. Ummælin lét Peskóv falla eftir að Radoslaw Sikorski, utanríkisráðherra Póllands, sem var staddur í Kænugarði í Úkraínu, sagði að NATO væri ekki í stríði við Rússa. Kaja Kallas, yfirmaður utanríkis- og öryggismála Evrópusambandsins, segir að um gífurlega alvarlega ögrun sé að ræða. Þetta sé í þriðja sinn á nokkrum dögum sambærilegt atvik eigi sér stað í lofthelgi ESB. Hún segir einnig að Pútín sé að láta reyna á seiglu Vesturlanda og ekki megi sýna veikleika gegn honum. Ursula von der Leyen, forseti Framkvæmdastjórnarinnar, opinberaði í morgun enn frekari refsiaðgerðir gegn Rússlandi. I am in close contact with the Estonian government.We will continue to support our member states in strengthening their defences with European resources.Putin is testing the West's resolve. We must not show weakness. (2/2)— Kaja Kallas (@kajakallas) September 19, 2025 Talskona NATO segir þetta enn eitt dæmið um óvarlega hegðun Rússa og einnig dæmi um viðbrögð NATO. Hún heldur því fram að sveitir NATO hafi brugðist tafarlaust við, þó rússnesku herþoturnar hafi verið í lofthelgi Eistlands í tólf mínútur. Earlier today, Russian jets violated Estonian airspace. NATO responded immediately and intercepted the Russian aircraft. This is yet another example of reckless Russian behaviour and NATO’s ability to respond.— NATO Spokesperson (@NATOpress) September 19, 2025 Árið 2015 var rússneskri herþotu flogið inn fyrir lofthelgi Tyrklands frá Sýrlandi. Hún hafði verið inn í lofthelgi Tyrklands í tæpar tuttugu sekúndur þegar Tyrkir skutu á hana og skutu hana niður. Fréttin hefur verið uppfærð. Eistland Rússland NATO Fréttir af flugi Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Sjá meira
Flugvélunum ku hafa verið flogið inn í lofthelgina yfir Finnlandsflóa og það án leyfis frá yfirvöldum í Eistlandi. Flugmenn herþotanna svöruðu ekki skilaboðum flugumferðarstjóra í Eistlandi. Þá eru þeir einnig sagðir hafa flogið í átt að Tallinn, höfuðborg Eistlands. MiG-31 herþotur geta meðal annars borið ofurhljóðfráar stýriflaugar. Ítalskir flugmenn á F-35 herþotum, sem eru í loftrýmisgæslu í Eistlandi, voru sendir af stað frá Ämari-flugstöðinni og fylgdu þeir Rússunum á brott. Samkvæmt yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Eistlands er þetta í fjórða sinn sem Rússar fara inn fyrir lofthelgi ríkisins á þessu ári en yfirgangurinn í dag er sagður sá lang alvarlegasti. Sendiherra Rússlands hefur verið kallaður á teppið í Tallinn. Margus Tsahkna, utanríkisráðherra Eistlands segir Rússa leggja meira kapp á að herskáa hegðun sem þessa og mæta þurfi henni af hörku. Þotunum mun hafa verið flogið inn í lofthelgi Eistlands yfir Finnlandsflóa og í átt að Tallinn. Eistneskir miðlar segja flugvélunum hafa verið flogið að Vaindloo-eyju á Finnlandsflóa. Ekki einangrað atvik Stutt er síðan nítján rússneskum drónum var flogið inn í lofthelgi Póllands sem olli miklum taugatitringi þar í landi og víðar í Evrópu. Ráðamenn í Póllandi eru harðir á því að ekki hafi verið um mistök að ræða, eins og Rússar hafa haldið fram. Þess í stað segja þeir að Rússar vilji með þessu láta reyna að varnir og samheldni NATO. Rússneskir drónar hafa einnig farið inn í lofthelgi Rúmeníu, sem er einnig í NATO. Fyrr í vikunni sagði Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, að Rússar ættu „augljóslega“ í stríði við ríki NATO, vegna stuðnings þeirra við Úkraínu. Ummælin lét Peskóv falla eftir að Radoslaw Sikorski, utanríkisráðherra Póllands, sem var staddur í Kænugarði í Úkraínu, sagði að NATO væri ekki í stríði við Rússa. Kaja Kallas, yfirmaður utanríkis- og öryggismála Evrópusambandsins, segir að um gífurlega alvarlega ögrun sé að ræða. Þetta sé í þriðja sinn á nokkrum dögum sambærilegt atvik eigi sér stað í lofthelgi ESB. Hún segir einnig að Pútín sé að láta reyna á seiglu Vesturlanda og ekki megi sýna veikleika gegn honum. Ursula von der Leyen, forseti Framkvæmdastjórnarinnar, opinberaði í morgun enn frekari refsiaðgerðir gegn Rússlandi. I am in close contact with the Estonian government.We will continue to support our member states in strengthening their defences with European resources.Putin is testing the West's resolve. We must not show weakness. (2/2)— Kaja Kallas (@kajakallas) September 19, 2025 Talskona NATO segir þetta enn eitt dæmið um óvarlega hegðun Rússa og einnig dæmi um viðbrögð NATO. Hún heldur því fram að sveitir NATO hafi brugðist tafarlaust við, þó rússnesku herþoturnar hafi verið í lofthelgi Eistlands í tólf mínútur. Earlier today, Russian jets violated Estonian airspace. NATO responded immediately and intercepted the Russian aircraft. This is yet another example of reckless Russian behaviour and NATO’s ability to respond.— NATO Spokesperson (@NATOpress) September 19, 2025 Árið 2015 var rússneskri herþotu flogið inn fyrir lofthelgi Tyrklands frá Sýrlandi. Hún hafði verið inn í lofthelgi Tyrklands í tæpar tuttugu sekúndur þegar Tyrkir skutu á hana og skutu hana niður. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eistland Rússland NATO Fréttir af flugi Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Sjá meira