Enski boltinn

Úlfarnir stiga­lausir í botns­ætinu | Palace í Meistara­deildarsæti

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Úlfarnir geta ekki neitt.
Úlfarnir geta ekki neitt. David Davies/Getty Images

Þegar hluta fimmtu umferðar í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta er lokið eru Úlfarnir frá Wolverhampton án stiga á botni deildarinnar. Í ensku B-deildinni eru Stefán Teitur Þórðarson og liðsfélagar hans í Preston North End í umspilssæti.

Úlfarnir tóku á móti nýliðum Leeds United á Molineux-vellinum í Wolverhampton. Hinn tékkneski Ladislav Krejčí kom heimaliðinu yfir en gestirnir frá Leeds svöruðu með þremur mörkum áður en fyrri hálfleik var lokið.

Dominic Calvert-Lewin jafnaði metin, Anton Stach kom Leeds yfir og Noah Okafor tryggði sigurinn á síðustu mínútu fyrri hálfleiks. Staðan 1-3 þegar gengið var til búningsherbergja í hálfleik og reyndust það einnig lokatölur.

Leeds er komið upp í 9. sæti með 7 stig á meðan Úlfarnir eru sem fyrr á botni deildarinnar án stiga.

West Ham United er einnig í fallsæti eftir að tapa 1-2 fyrir Crystal Palace á heimavelli sínum í Lundúnum. Jarred Bowen skoraði mark Hamranna eftir að Jean-Philippe Mateta hafði komið Palace yfir. Það var svo Tyrick Mitchell sem tryggði að Palace fór heim með þrjú stig.

Þökk sé sigrinum er Palace komið upp í 4. sæti með 9 stig á meðan West Ham er í 18. sæti með 3 stig.

Palace lætur sig dreyma um Meistaradeild Evrópu.EPA/ANDY RAIN

Að endingu gerðu Burnley og Nottingham Forest 1-1 jafntefli. Burnley er með 4 stig í 16. sæti á meðan Forest er í 14. sæti með 5 stig.

Stefán Teitur mátti þola að horfa á 1-0 sigur Preston á Derby County af varamannabekknum. Eftir leik dagsins er Preston í 5. sæti með 11 stig, stigi á eftir Stoke City í 2. sæti.

Önnur úrslit

  • Birmingham City 1-0 Swansea City
  • Leicester City 0-0 Coventry City
  • Queens Park Rangers 1-0 Stoke City
  • Blackburn Rovers 1-0 Ipswich Town
  • Hull City 3-1 Southampton
  • Norwich City 2-3 Wrexham
  • Portsmouth 0-2 Sheffield Wednesday
  • Sheffield United 0-1 Charlton Athletic

Tengdar fréttir

Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfi­eld

David Moyes, stjóri Everton, heimsækir Anfield í dag í 23. sinn sem þjálfari en honum hefur ekki enn tekist að sækja sigur í greipar Liverpool á þeirra heimavelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×