Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Lovísa Arnardóttir skrifar 21. september 2025 12:07 Fjöldi var mættur á opnun sýningar á föstudag. Hakk gallery Ný sýning Johönnu Seeleman, Vitrum, opnaði í HAKK gallerý við Óðinsgötu 1 á föstudag. Á sýningunni vinnur hún með Íspan-Glerborg, Anders Vange glerlistamanni og Hildiberg lýsingarhönnuðum að því að gefa gleri sem annars væri urðað, nýtt líf. Í tilkynningu um sýninguna kom fram að þannig sýni hún hvernig hönnuðir geta notað sína sérþekkingu og hugvit til þess að tengja saman, með jákvæðum formerkjum, handverksmenn og iðnfyrirtæki, svo úr verða töfrandi lausnir, ferlar og gripir. Johanna Seelemann útskrifaðist úr vöruhönnun frá Listaháskóla Íslands árið 2016 og frá Design Academy Eindhoven 2019. Johanna hefur áður sýnt í Victoria & Albert Museum, Hönnunarsafninu í London, textílsafninu í Tilburg, Hönnunarsafninu í Helsinki, auk þess að hljóta tilnefningu til Ralph Saltzman verðlaunanna og komast á lista Dezeen yfir mest spennandi ungu hönnuðina árið 2023. Verkin hanga og standa víða um salinn. Marino Thorlacius Íspan-Glerborg hefur verið starfrækt í yfir 50 ár og framleiðir fjölbreytt gler fyrir byggingar. „Þar sem náttúruleg steinefni eru uppistaðan í gleri má segja að allur afskurður sem fellur til í ferlinu sé hráefni sem auðvelt er að gefa nýtt líf. Íspan-Glerborg leggur áherslu á að blása nýju lífi í afskurðinn sem fellur til í framleiðslunni og endurspeglast það í verkefninu Vitrum,“ segir í tilkynningunni. Sýningin stendur frá 19. september til 15. nóvember í HAKK gallery. HAKK er þverfaglegur vettvangur hönnunar sem er ætlað að skapa frjóan jarðveg fyrir handverk og smáframleiðslu. HAKK heldur nokkrar sýningar á ári þar sem hver og ein sýning hefur skýra stefnu, áherslu á efni, aðferð og hugmyndafræði. Ljóslistaverk Johönnu Seeleman. Hakk gallery Nánar um Vitrum Vitrum er röð glerverka sem sprettur upp úr ófullkomnum efnis- og endurvinnsluferlum hérlendis. Hver munur er búinn til úr glerbrotum og afskurði sem fellur til við framleiðslu. Brotin eru brædd og endurmótuð, og sækja lögun sína í nákvæmni handverksmannsins og ófyrirsjáanleika fljótandi efnis. Í samstarfi við glerblásarann Anders Vange hjá Reykjavík Glass og Hildiberg lýsingarstúdíó hefur hönnuðurinn Johanna Seelemann þróað form þar sem andrúmsloftið fær að seytla inn. Litlar loftbólur, hárfínar ójöfnur og lekandi áferð - það sem væru alla jafna kallaðir vankantar - verða hins vegar að lykileinkennum hvers verks. Glerið er parað við kolaðan við sem minnir á sviðin verkfærin sem glerblásarar nota til að móta og ferja glóðheitan efnivið sinn. Sýningin er opin þar til í nóvember. Hakk gallery Gler sem fellur til á Íslandi er yfirleitt urðað og má því segja að sé vannýtt uppspretta hráefnis. Verkin á sýningunni eru sköpuð með ferli sem má auðveldlega endurtaka og bera vitni um að skapa megi nýja, einstaka muni úr afgangsgleri. Hver munur, hvort sem hann er vasi eða hilla, heldur efnafræðilegum hreinleika glersins og tryggir þannig að munina má endurvinna í framtíðinni, jafnvel þótt þeir séu hver og einn eigulegur safngripur. Gagnsæi verður skýjað; sléttir, felldir fletir ummyndast í áferðarríkar samsetningar lofts og ljóss. Breytileikinn er ríkjandi og vitnar um samstarf efnis og skapara. Þetta samtal - milli aðhalds og ráðsnilldar, milli hendingar og ætlunar - segir fyrir um einkenni hvers hlutar. Vitrum er í senn óður til varðveislu og umbreytingar. Vitrum er sett upp af HAKK Gallerý með stuðningi Hönnunarsjóðs, Handverks og hönnunar og Íspan Glerborgar. Hver munur er einstakur og númeraður og aðeins til sölu hjá galleríinu. Menning Tíska og hönnun Umhverfismál Sýningar á Íslandi Mest lesið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Mortal Kombat-stjarna látin Lífið Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Lífið Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti Lífið Kveður fasteignir fyrir kroppa Lífið Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Fleiri fréttir Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Í tilkynningu um sýninguna kom fram að þannig sýni hún hvernig hönnuðir geta notað sína sérþekkingu og hugvit til þess að tengja saman, með jákvæðum formerkjum, handverksmenn og iðnfyrirtæki, svo úr verða töfrandi lausnir, ferlar og gripir. Johanna Seelemann útskrifaðist úr vöruhönnun frá Listaháskóla Íslands árið 2016 og frá Design Academy Eindhoven 2019. Johanna hefur áður sýnt í Victoria & Albert Museum, Hönnunarsafninu í London, textílsafninu í Tilburg, Hönnunarsafninu í Helsinki, auk þess að hljóta tilnefningu til Ralph Saltzman verðlaunanna og komast á lista Dezeen yfir mest spennandi ungu hönnuðina árið 2023. Verkin hanga og standa víða um salinn. Marino Thorlacius Íspan-Glerborg hefur verið starfrækt í yfir 50 ár og framleiðir fjölbreytt gler fyrir byggingar. „Þar sem náttúruleg steinefni eru uppistaðan í gleri má segja að allur afskurður sem fellur til í ferlinu sé hráefni sem auðvelt er að gefa nýtt líf. Íspan-Glerborg leggur áherslu á að blása nýju lífi í afskurðinn sem fellur til í framleiðslunni og endurspeglast það í verkefninu Vitrum,“ segir í tilkynningunni. Sýningin stendur frá 19. september til 15. nóvember í HAKK gallery. HAKK er þverfaglegur vettvangur hönnunar sem er ætlað að skapa frjóan jarðveg fyrir handverk og smáframleiðslu. HAKK heldur nokkrar sýningar á ári þar sem hver og ein sýning hefur skýra stefnu, áherslu á efni, aðferð og hugmyndafræði. Ljóslistaverk Johönnu Seeleman. Hakk gallery Nánar um Vitrum Vitrum er röð glerverka sem sprettur upp úr ófullkomnum efnis- og endurvinnsluferlum hérlendis. Hver munur er búinn til úr glerbrotum og afskurði sem fellur til við framleiðslu. Brotin eru brædd og endurmótuð, og sækja lögun sína í nákvæmni handverksmannsins og ófyrirsjáanleika fljótandi efnis. Í samstarfi við glerblásarann Anders Vange hjá Reykjavík Glass og Hildiberg lýsingarstúdíó hefur hönnuðurinn Johanna Seelemann þróað form þar sem andrúmsloftið fær að seytla inn. Litlar loftbólur, hárfínar ójöfnur og lekandi áferð - það sem væru alla jafna kallaðir vankantar - verða hins vegar að lykileinkennum hvers verks. Glerið er parað við kolaðan við sem minnir á sviðin verkfærin sem glerblásarar nota til að móta og ferja glóðheitan efnivið sinn. Sýningin er opin þar til í nóvember. Hakk gallery Gler sem fellur til á Íslandi er yfirleitt urðað og má því segja að sé vannýtt uppspretta hráefnis. Verkin á sýningunni eru sköpuð með ferli sem má auðveldlega endurtaka og bera vitni um að skapa megi nýja, einstaka muni úr afgangsgleri. Hver munur, hvort sem hann er vasi eða hilla, heldur efnafræðilegum hreinleika glersins og tryggir þannig að munina má endurvinna í framtíðinni, jafnvel þótt þeir séu hver og einn eigulegur safngripur. Gagnsæi verður skýjað; sléttir, felldir fletir ummyndast í áferðarríkar samsetningar lofts og ljóss. Breytileikinn er ríkjandi og vitnar um samstarf efnis og skapara. Þetta samtal - milli aðhalds og ráðsnilldar, milli hendingar og ætlunar - segir fyrir um einkenni hvers hlutar. Vitrum er í senn óður til varðveislu og umbreytingar. Vitrum er sett upp af HAKK Gallerý með stuðningi Hönnunarsjóðs, Handverks og hönnunar og Íspan Glerborgar. Hver munur er einstakur og númeraður og aðeins til sölu hjá galleríinu.
Menning Tíska og hönnun Umhverfismál Sýningar á Íslandi Mest lesið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Mortal Kombat-stjarna látin Lífið Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Lífið Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti Lífið Kveður fasteignir fyrir kroppa Lífið Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Fleiri fréttir Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira