Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. september 2025 22:32 Lærisveinar Guardiola voru þreyttir eftir erfiða leiki undanfarið. EPA/VINCE MIGNOTT Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, sagði 1-1 jafntefli sinna manna gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni sanngjarnt. Skytturnar voru að hans mati betri aðilinn í leik þar sem hans menn voru þreyttir eftir erfiða viku. „Við spiluðum erfiða leiki í vikunni, Manchester United og svo í Meistaradeild Evrópu. Í dag spiluðum við gegn kraftmiklu liði,“ sagði Pep. Það útskýrir kannski af hverju Man City ákvað að leggjast til baka eftir að komast yfir snemma leiks. „Hrós á liðið okkar fyrir seigluna. Það er erfitt þegar þú ert ekki skilvirkur í hápressunni, það er alltaf erfitt í uppspilinu,“ sagði Pep á sinn einstaka hátt. „Við áttum nokkrar skyndisóknir. Ég tel úrslitin sanngjörn. Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn.“ Spánverjinn var spurður nánar út í samheldni sinna manna. „Síðan félagaskiptaglugginn lokaði hefur samheldnin verið frábær. Þetta var krefjandi í dag og Arsenal hefur allt, við vörðumst hornspyrnum þeirra virkilega vel. Við tökum stigið, við þurfum að bæta okkur en það er eins og það er.“ „Við vorum virkilega þreyttir. Leikurinn gegn Napoli var tilfinningaþrunginn og eftir endurheimt höfðum við fjögurra til fimm tíma ferðalag til Lundúna. Það var mikið um þreytta fætur. Við erum líka með fjölda leikmanna á meiðslalistanum.“ Meiðslalisti Man City inniheldur: Rayan Aït-Nouri, Rayan Cherki, Mateo Kovačić, Omar Marmoush og Kalvin Phillips. Að endingu var Guardiola spurður út í fimm manna varnarlínu sína. „Við viljum helst ekki spila þannig en þegar andstæðingurinn er betri þá þurfum við að verjast aftarlega og beita skyndisóknum. Það er þó aldrei ætlunin. Ég myndi helst vilja sleppa því en þú verður að gera það á þessu getustigi. Í sumum leikjum þarf maður að aðlaga sig að mótherjanum.“ Man City er í 9. sæti með sjö stig að loknum fimm umferðum, átta stigum minna en topplið Liverpool. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Fleiri fréttir Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Mamardashvili í markinu gegn United Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Sjá meira
„Við spiluðum erfiða leiki í vikunni, Manchester United og svo í Meistaradeild Evrópu. Í dag spiluðum við gegn kraftmiklu liði,“ sagði Pep. Það útskýrir kannski af hverju Man City ákvað að leggjast til baka eftir að komast yfir snemma leiks. „Hrós á liðið okkar fyrir seigluna. Það er erfitt þegar þú ert ekki skilvirkur í hápressunni, það er alltaf erfitt í uppspilinu,“ sagði Pep á sinn einstaka hátt. „Við áttum nokkrar skyndisóknir. Ég tel úrslitin sanngjörn. Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn.“ Spánverjinn var spurður nánar út í samheldni sinna manna. „Síðan félagaskiptaglugginn lokaði hefur samheldnin verið frábær. Þetta var krefjandi í dag og Arsenal hefur allt, við vörðumst hornspyrnum þeirra virkilega vel. Við tökum stigið, við þurfum að bæta okkur en það er eins og það er.“ „Við vorum virkilega þreyttir. Leikurinn gegn Napoli var tilfinningaþrunginn og eftir endurheimt höfðum við fjögurra til fimm tíma ferðalag til Lundúna. Það var mikið um þreytta fætur. Við erum líka með fjölda leikmanna á meiðslalistanum.“ Meiðslalisti Man City inniheldur: Rayan Aït-Nouri, Rayan Cherki, Mateo Kovačić, Omar Marmoush og Kalvin Phillips. Að endingu var Guardiola spurður út í fimm manna varnarlínu sína. „Við viljum helst ekki spila þannig en þegar andstæðingurinn er betri þá þurfum við að verjast aftarlega og beita skyndisóknum. Það er þó aldrei ætlunin. Ég myndi helst vilja sleppa því en þú verður að gera það á þessu getustigi. Í sumum leikjum þarf maður að aðlaga sig að mótherjanum.“ Man City er í 9. sæti með sjö stig að loknum fimm umferðum, átta stigum minna en topplið Liverpool.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Fleiri fréttir Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Mamardashvili í markinu gegn United Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Sjá meira