Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar 22. september 2025 07:01 Þann 10. júlí 2021 má segja að ásýnd Selfoss hafi tekið jákvæðum breytingum þegar fyrsti áfangi miðbæjar Selfoss opnaði. Afleiðingarnar gátu fáir séð fyrir en á einni nóttu breyttist ásýnd Selfoss frá því að vera bær við þjóðveginn í að vera áfangastaður menningar, þjónustu og afþreyingar. Framkvæmdir áfram næstu árin Verkefnið var sannarlega umdeilt í samfélaginu í upphafi og fór m.a. í íbúakosningu sumarið 2018 þar sem íbúar í Árborg ákváðu að byggja ætti miðbæinn í þeim anda sem nú er að rísa. Hugmyndir þróast á sumarið 2023 var haldin íbúakönnun þar sem 90% þeirra íbúa sem tóku þátt leyst vel á að stækka miðbæinn og tengja enn frekar við Sigtúnsgarðinn sem kemur í framhaldi af miðbæjarsvæðinu. Spennandi hugmyndir sem sjá má betur á mynd að neðan. Mynd 1: Drög sem sýna áætlaða uppbyggingu miðbæjar Selfoss þegar hann er fullbyggður. Nú er bílastæðahús fyrir rúmlega 200 bíla tilbúið og framkvæmdir langt komnar með verslunar- og þjónustuhúsnæði ásamt íbúðum við hlið mathallarinnar. Framkvæmdaaðilar halda áfram og var skóflustunga að næsta áfanga tekin í síðustu viku af félögum eldri borgara á Selfossi. Næstu áfangar eiga svo að opna einn af öðrum næstu fjögur árin. Það verður því áfram ný og skemmtileg upplifun í miðbæ Selfoss og nágrenni. Mynd 2: Yfirlitsmynd af miðbæ Selfoss í ágúst 2025. Sigtúnsgarður órjúfanleg tenging Í nýju skipulagi er gert ráð fyrir einstakri göngugötu, “Menningarstræti” sem verður niðurgrafin og tengist beint í svokallaða söngskál og áfram inn í Sigtúnsgarðinn. Þessi tenging ásamt fleirum er samstarfsverkefni sveitarfélagsins og framkvæmdaaðila þar sem Sigtúnsgarður er ekki hluti af framkvæmdasvæði miðbæjarins heldur opið grænt svæði. Á myndinni má sjá hvernig miðbærinn og Sigtúnsgarður tengjast saman sem gefur tækifæri til að auka nýtingu garðsins stærri hluta ársins. Mynd 3: Tenging miðbæjarins við Sigtúnsgarð gefur spennandi tækifæri til framtíðar. Sveitarfélagið hefur stofnað samráðshóp sem vinnur með hönnuði, framkvæmdaaðilum miðbæjarins, hátíðarhöldurum og öðrum hagsmunaaðilum að þróun Sigtúnsgarðs. Horft er til nýtingarmöguleika, tenginga við miðbæ og nærliggjandi byggðar til að skapa svæði sem íbúar og gestir vilja heimsækja og njóta útivistar og viðburða. Gert er ráð fyrir að hönnun Sigtúnsgarðs verði tilbúin á þessu ári og framkvæmdir við garðinn unnist samhliða uppbyggingu miðbæjarins. Styður hvert annað! Uppbygging innan Sveitarfélagsins Árborgar hefur verið ótrúleg undanfarin ár og margir þættir sem spila þar saman. Öflugir framkvæmdaaðilar hafa byggt upp íbúðahverfi en nú eru yfir 400 íbúðir í byggingu. Sveitarfélagið byggir upp grunnþjónustuna ásamt því að miðbær Selfoss og fleiri atvinnusvæði auka enn frekar vægi verslunar, þjónustu og menningar á svæðinu. Allt styður þetta hvert annað og skapar um leið lifandi samfélag sem á svo sannarlega við Sveitarfélagið Árborg. Höfundur bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bragi Bjarnason Árborg Arkitektúr Mest lesið Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Við getum gert betur Einar Bárðarson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Skoðun Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Sjá meira
Þann 10. júlí 2021 má segja að ásýnd Selfoss hafi tekið jákvæðum breytingum þegar fyrsti áfangi miðbæjar Selfoss opnaði. Afleiðingarnar gátu fáir séð fyrir en á einni nóttu breyttist ásýnd Selfoss frá því að vera bær við þjóðveginn í að vera áfangastaður menningar, þjónustu og afþreyingar. Framkvæmdir áfram næstu árin Verkefnið var sannarlega umdeilt í samfélaginu í upphafi og fór m.a. í íbúakosningu sumarið 2018 þar sem íbúar í Árborg ákváðu að byggja ætti miðbæinn í þeim anda sem nú er að rísa. Hugmyndir þróast á sumarið 2023 var haldin íbúakönnun þar sem 90% þeirra íbúa sem tóku þátt leyst vel á að stækka miðbæinn og tengja enn frekar við Sigtúnsgarðinn sem kemur í framhaldi af miðbæjarsvæðinu. Spennandi hugmyndir sem sjá má betur á mynd að neðan. Mynd 1: Drög sem sýna áætlaða uppbyggingu miðbæjar Selfoss þegar hann er fullbyggður. Nú er bílastæðahús fyrir rúmlega 200 bíla tilbúið og framkvæmdir langt komnar með verslunar- og þjónustuhúsnæði ásamt íbúðum við hlið mathallarinnar. Framkvæmdaaðilar halda áfram og var skóflustunga að næsta áfanga tekin í síðustu viku af félögum eldri borgara á Selfossi. Næstu áfangar eiga svo að opna einn af öðrum næstu fjögur árin. Það verður því áfram ný og skemmtileg upplifun í miðbæ Selfoss og nágrenni. Mynd 2: Yfirlitsmynd af miðbæ Selfoss í ágúst 2025. Sigtúnsgarður órjúfanleg tenging Í nýju skipulagi er gert ráð fyrir einstakri göngugötu, “Menningarstræti” sem verður niðurgrafin og tengist beint í svokallaða söngskál og áfram inn í Sigtúnsgarðinn. Þessi tenging ásamt fleirum er samstarfsverkefni sveitarfélagsins og framkvæmdaaðila þar sem Sigtúnsgarður er ekki hluti af framkvæmdasvæði miðbæjarins heldur opið grænt svæði. Á myndinni má sjá hvernig miðbærinn og Sigtúnsgarður tengjast saman sem gefur tækifæri til að auka nýtingu garðsins stærri hluta ársins. Mynd 3: Tenging miðbæjarins við Sigtúnsgarð gefur spennandi tækifæri til framtíðar. Sveitarfélagið hefur stofnað samráðshóp sem vinnur með hönnuði, framkvæmdaaðilum miðbæjarins, hátíðarhöldurum og öðrum hagsmunaaðilum að þróun Sigtúnsgarðs. Horft er til nýtingarmöguleika, tenginga við miðbæ og nærliggjandi byggðar til að skapa svæði sem íbúar og gestir vilja heimsækja og njóta útivistar og viðburða. Gert er ráð fyrir að hönnun Sigtúnsgarðs verði tilbúin á þessu ári og framkvæmdir við garðinn unnist samhliða uppbyggingu miðbæjarins. Styður hvert annað! Uppbygging innan Sveitarfélagsins Árborgar hefur verið ótrúleg undanfarin ár og margir þættir sem spila þar saman. Öflugir framkvæmdaaðilar hafa byggt upp íbúðahverfi en nú eru yfir 400 íbúðir í byggingu. Sveitarfélagið byggir upp grunnþjónustuna ásamt því að miðbær Selfoss og fleiri atvinnusvæði auka enn frekar vægi verslunar, þjónustu og menningar á svæðinu. Allt styður þetta hvert annað og skapar um leið lifandi samfélag sem á svo sannarlega við Sveitarfélagið Árborg. Höfundur bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun